Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2008, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2008, Blaðsíða 13
miðvikudagur 24. september 2008 13Fréttir Fjölskylda flýði draugagang eftir átta mánaða búsetu: Það sem hægt er að kalla „hrein- lyndishreyfingu“ Bandaríkjanna vex stöðugt fiskur um hrygg. Talið er að ein af hverjum sex stúlkum á aldrin- um tólf til átján ára hafi svarið „hrein- lyndis“-heit. Sumar stúlknanna ganga um með silfurhring til að undirstrika þann ásetning að stunda skírlífi, en aðrar ganga skrefinu lengra og heita að vera hreinar í öllu tilliti tilveru sinnar. „Skírlífishreyfingin“ höfðar til þeirra stúlkna sem vilja ekki einu sinni kyssa fyrir hjónaband og að sjálfsögðu er hreyfingin himnasending fyrir verndandi feður þessara stúlkna. Ein þessara stúlkna er Lauren Wil- son, heimasæta frá Colorado Springs í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Hún stundaði fullkomið hreinlífi fyr- ir brúðkaupið og hefur enga eftirsjá. „Vitneskjan um að við höfðum beðið var eitthvað svo sérstök,“ sagði hún í viðtali í Sunday Times. „Ég á við, koss vekur allt og skyndilega vill allt innra með þér veita svörun. Við iðrumst ein- skis.“ Í heimabæ sínum nýtur Lauren mikillar virðingar fyrir staðfestu sína, því hún var ekki eingöngu hrein mey þegar hún giftist Brett, kærastanum sínum, hún hafði aukinheldur aldrei kysst hann. Falla ekki í freistni En Lauren er ekki sú eina inn- an sinnar fjölskyldu sem er fylgjandi hreinlífisstefnunni. Systir hennar Khrystian, tuttugu og eins árs tónlist- armaður, velkist ekki í vafa um hvern- ig skilja beri hugtakið „hreinleiki“: „Hreinleiki, fyrir mér, er hreinleiki hugans, hreinleiki hins talaða orðs. Í það ver ég tíma mínum: tilfinninga- legan hreinleika hjartans. Það er full- komin heild.“ Khrystian telur að fjöldi meðlima í hreyfingunni verði þeim styrkur sem hættast sé við að falla í freistni. Stúlkurnar eiga sín sérstöku átrún- aðargoð, til dæmis Jonas-bræðurna, hljómsveit sem samanstendur af þrem- ur bræðrum sem allir eru hreinir svein- ar. Bræðurnir fengu reyndar háðulega útreið af hálfu breska háðfuglsins Russ- els Brand á MTV-verðlaunaafhending- unni. Í Colorado Springs er raunin þó sú að hreinlífi höfðar ekki eingöngu til stúlkna því fjöldi táningsdrengja og ungra manna er einnig reiðubúinn að leggja á sig bið hvað varðar kynlíf og kelerí þar til í hnapphelduna er komið. Föllnum svo gott sem útskúfað Innan þess hóps sem leggur áherslu á skírlífi er engin miskunn sýnd þeim sem falla. Stúlkum sem verða barnshafandi er allt að því út- skúfað. Jessica, ung kona sem ræddi við blaðamann Sunday Times, er fyrr- verandi fegurðardrottning, en henni varð á í messunni og varð barnshaf- andi þegar hún var nítján. „Sektarkenndin var yfirþyrmandi. Mamma grét, pabbi grét – þetta var erfitt,“ sagði Jessica sem, þrátt fyrir að átta ár séu liðin, á erfitt með að tala um þetta. „Jafnvel mamma mín hef- ur síðan þá komið fram við mig sem minni manneskju. Hún trúir ekki enn að ég geti tekið sjálfstæðar ákvarðan- ir,“ sagði hún. Jessica, sem nú er tut- tugu og sjö ára, missti fóstrið á sínum tíma og býr nú í „synd“ með kærasta sínum. Kærastinn hefur ekki hlotið náð fyrir augum foreldra Jessicu, sem hafa sagt að „hann geti farið til helvít- is“. Innreið Söruh Palin inn á svið bandarískra stjórnmála hefur ekki farið framhjá neinum Bandaríkja- manni og fjölskylduhagir hennar hafa brunnið heitt á vörum almenn- ings. Í ljósi sögu Jessicu er ekki erfitt að ímynda sér hvaða álit hið góða fólk sem byggir Colorado Springs hefur á dóttur Palin, sautján ára stúlku sem er barnshafandi og ógift. Ef að líkum læt- ur fellur samúðin í skaut foreldranna, ekki stúlkukindarinnar. Horft til liðinna alda Jafnvel trúarsiðir þessarar hrein- lyndishreyfingar skírskota til liðinna alda, segir Jane Treays, blaðakona Sunday Times, sem kynnti sér hreyf- inguna. Þar varð hún vitni að því þegar faðir blessaði fimm dætur sín- ar, andaktugur á svip. Blessunin var undirbúningur að árlegum Feðra- dætra-hreinlyndisdansleik. Dansleik- urinn er álitinn hápunktur hreinlynd- ishreyfingarinnar. Í glæsilegum kjólum mættu dæt- urnar til dansleiksins ásamt fylgisveini sínum – föðurnum. Undir Hollywood- kvikmyndatónlist söfnuðust stúlk- urnar í kringum stóran trékross til að sverja það heit að verða hreinlífar. Faðir Lauren og Khrystiönu, Randy Wilson, var í lykilhlutverki og sem fað- ir fimm stúlkna á aldrinum fimm ára til tuttugu og tveggja telur hann sig vita sitt lítið af hverju sem lýtur að uppeldi kvenna. Að hans sögn er lyk- ilinn að hreinlyndi og framtíðarham- ingju stúlku að finna í gæðum sam- bands hennar við föður sinn. „Það er ein spurning sem brennur á konum og hún er: „Er ég falleg? Er ég þess verð að vera eftirsótt?“ Það er verk föðurins, karlmannsins í lífi þeirra, að styrkja þá fullvissu. Ef þær fá ekki þá fullvissu frá föður sínum leita þær hennar út fyrir heimilið,“ sagði Randy Wilson, en hann og eiginkona hans komu með hugmyndina að fyrrnefnd- um dansleik. Einungis einn froskur fær koss Einn þeirra feðra sem Jane Treays ræddi við var Ken Lane. Hann sagði að hann hefði ekki vaxið úr grasi á þann hátt sem hann býður dætrum sínum, „en ef sá máti virkar, hve svalt væri það að geta sagt að maður hefði aðeins kysst einn mann í lífinu? Af hverju ekki að reyna við ævintýrið?“ Hannah, dóttir hans, sagði að þeg- ar hún væri búin að finna mann vildi hún kynnast honum betur áður en þau færu á stefnumót. „Ég fer með hann til pabba til rannsóknar og hann mun eyða miklum tíma með pabba mínum, síðan fylgir kannski hóp- stefnumót með vinum mínum og síð- an út að borða með foreldrum okkar. Hannah og systur hennar tvær grettu sig þegar Jane ýjaði að því að þær þyrftu kannski að kyssa marga froska áður en þær fyndu drauma- prinsinn sinn og ein þeirra skrifaði orðið „hórdómur“ með fingrunum og minnti Jane á inntak sjöunda boð- orðsins. Sakleysi margra foreldra sláandi Jane Treays dvaldi í tíu daga í Colorado Springs og í huga hennar lifir mynd af indælum stúlkum sem eru alveg lausar við harðneskju ungl- ingsaldursins. Engrar togstreitu varð vart í samskiptum foreldra og barna, engin þörf til að flýja eða gera tilraun- ir. Jane Austen er kvenhetja þeirra og myndir á borð við Vonir og vænting- ar eru taldar afbragðs áhorfsefni fyrir fjölskylduna. Treays var hins vegar slegin þeg- ar hún komst að því hve margir for- eldrar voru auðtrúa. Herlæknir einn, faðir tveggja dætra, upplýsti hana um að eyðnivírusinn væri svo öflugur að hann kæmist í gegnum smokk. Jane sagði honum að notkun smokka væri lykilatriði í baráttunni gegn eyðni. Nokkrum dögum síðar hafði þessi herlæknir samband við hana og við- urkenndi að hann hefði haft rangt fyr- ir sér. Smákönnun með hjálp netsins hafði leitt það í ljós. Að sögn Treays er ekki loku fyrir það skotið að eðli og mynstur sam- bands þeirra feðra og dætra sem hún kynntist gæti komið mörgum spánskt fyrir sjónir. Hún taldi þó of mikla ein- földun að ætla að segja það jaðra við sifjaspell. Að hennar mati er hvat- inn eingöngu sá að feðurnir vilja vera sterkir áhrifavaldar í lífi dætra sinna. Hvort hreinlyndishreyfingin stuðlaði að hamingjuríkari hjónaböndum og fækkun skilnaða yrði tíminn að leiða í ljós, en tilhugalífið væri gjarna stutt. Karlmenn eru samþykktir af feðr- um stúlknanna og margir vonbiðlar óska þess að fá að kvænast sem fyrst. Mögulegt er að biðlarnir séu brjálæð- islega ástfangnir, en kannski þjást þeir einungis af mikilli löngun í kynlíf. Anwar Rashid og fjölskylda hans töldu sig himin höndum hafa tekið þegar þau fluttu inn í draumahúsið, fornt óðalsetur í Nottinghamskíri á Englandi. Fyrir herragarðinn, Clifton Hall, hafði Anwar Rashid reitt fram litlar sex hundruð milljónir króna, en Adam var ekki lengi í Paradís. Rashid segir að þá átta mánuði sem fjölskyldan bjó á setrinu hafi vart verið flóafriður fyrir draugum. Dular- fullar verur gerðu vart við sig og óút- skýranlegir blóðblettir birtust hér og þar. Reimleikarnir hófust daginn sem fjölskyldan flutti inn. Bankað var í veggi, raddir heyrðust og draugaleg- ar verur tóku á sig mynd barna hjón- anna. Anwar Rashid auðgaðist á keðju umönnunarheimila og á hóteli í Du- baí og á tuttugu og sex eignir. Hann féll fyrir fegurð óðalsins og taldi að það yrði draumaheimili þeirra hjón- anna og þriggja barna þeirra, en „að baki fallegu útliti eru reimleikar“. Eftir árangurslausar rannsóknir manns sem rannsakar yfirnáttúrulega hluti sá Rashid sér ekki annað fært en að hætta að greiða af húsinu og því endaði óðalið aftur í eigu bankans. „Draugarnir kærðu sig ekki um okkur og við gátum ekki tekist á við þá því við sáum þá ekki,“ sagði Rashid. Kornið sem fyllti mælinn hjá Rashid voru blóðblettir í fötum yngsta barns- ins, átján mánaða sonar hjónanna. „Dagurinn þegar við fundum blóð- bletti í fötum barnsins var dagurinn þegar konan mín fékk nóg. Við sváf- um ekki í húsinu aðra nótt. Áður trúði Rashid aldrei á drauga og yppti öxlum ef hann heyrði sögur af reimleikum, en nú er öldin önnur. „En nú yrði ég að segja hverjum nýj- um eiganda að reimt væri í húsinu, því ég hef upplifað það.“ Sögu Clifton Hall má rekja allt aftur til innrásar Normanna í England, sem hófst árið 1066. Reimleikar á óðalsetrinu Hannah og systur hennar tvær grettu sig þegar Jane ýj- aði að því að þær þyrftu kannski að kyssa marga froska áður en þær fyndu draumaprinsinn sinn og ein þeirra skrifaði orðið „hórdómur“ með fingrunum og minnti Jane á inntak sjöunda boðorðsins. Lauren Wilson kyssti mann sinn í fyrsta skipti eftir að þau höfðu verið gefin saman. Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Patti lagersala Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 í 4 mism unandi á klæðumBjóðum 1 5 tungu sófa verð áður 139.000 kr.69.000,- á aðeins yfir 200 gerðir af sófum VERÐHRUN BAUKA-JÓN Athyglisverð saga íslensks höfðingja á 17. öld. Hann var dæmdur frá embætti sýslumanns en varð síðar biskup á Hólum án þess að hafa hlotið prestsvígslu. Jón Þ. Þór sagnfræðingur hefur kannað sögu nafna síns og segir hana á skemmtilegan hátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.