Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2008, Page 15
Miðvikudagur 24. SepteMber 2008 15Umræða
Við erum gjafmild þjóð og búum við
gjafmild stjórnvöld. Við gefum fisk-
inn í sjónum og fossana í ánum og
hitann í jörðinni og rafmagnið í ál-
verunum og bankana á horninu og
margt annað til.
Okkur finnst yfirleitt réttast að
rúlla þessu sem flestu upp í einn
stóran vafning og afhenda sömu
fáu aðilunum. Um leið og við rúll-
um finnst okkur líka rétt að tala
sem minnst um það hver fær hvað
og hvernig. Mörgum árum seinna
hóstum við kannski einhverju upp
um að ef til vill hafi ekki verið alveg
rétt að málum staðið. Svo höldum
við áfram eins og ekkert hafi í skor-
ist.
Að græða á þögninni
Á meðan við kaffærum sjálf okk-
ur í daglegum fréttum um hvern-
ig hugsanlega sé hægt að taka upp
evru án ESB-aðildar og hvern-
ig hugsanlega sé ekki hægt að taka
upp evru án aðildar og hvernig þetta
sé nú allt saman hugsanlega í deig-
lunni þá erum við sísvona búin að
setja íslenska heilbrigðisþjónustu á
markað. Samningarnir eru tilbún-
ir, græna ljósið er komið. Í
þögninni bíður einkagróð-
inn og brosir.
Síðastliðið haust lagði þingflokk-
ur Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs fram tillögu þess efnis að
fram færi ítarleg og fagleg rannsókn
á áhrifum og afleiðingum mark-
aðsvæðingar samfélagsþjónust-
unnar hérlendis. Vitnað var í fjölda
erlendra rannsókna og lagt til að
enginn gæti tapað á slíkri úttekt hér
heima áður en anað væri út í frekari
einkavæðingu. Allir hlytu að verða
einhvers vísari og betur að sér um
svo veigamiklar breytingar á sam-
félagsgerðinni – líka þeir sem halda
uppi merkjum markaðsvæðingar í
einu og öllu.
Málið var svæft í nefnd.
Fjármunum vel varið?
Fyrsti stóri samningur ríkisins
við einkaaðila í heilbrigðisþjón-
ustu var undirritaður árið 2000.
Gerður var 25 ára samningur við
Öldung hf. (Íslenskir aðalverktak-
ar og Securitas) um 11,8 milljarða
króna verðtryggða greiðslu fyr-
ir að reka hjúkrunarheimilið Sól-
tún fyrir 92 einstaklinga. Árið 2001
voru daggjöld 14% hærri til Sóltúns
en til hjúkrunarheimila sem rekin
voru sem sjálfseignarstofnanir án
arðsemiskröfu. Sóltún fékk 20.000
krónur á dag á hvern sjúkling á með-
an Hrafnista/DAS fékk 13.000 krón-
ur. Þetta mál snýst ekki um góðvild í
garð vistmanna heldur hvernig góð-
vild skattborgarans er dreift mis-
jafnlega. Fé okkar skattborgara var
og er notað til að borga einka-
aðilum meir en öðrum. Síð-
ar var krafist rannsóknar á
því hvort Sóltún hefði of-
metið svokallaða þjón-
ustuþyngd sjúklinga
sinna og þar með fengið
enn meira fjármagn úr
sameiginlegum sjóðum
landsmanna.
Fyrir ekki
svo alls
löngu
töluðu
fylgismenn
einkavæð-
ingarinn-
ar
um stórfengleika Sóltúns. Nú roðna
þeir og blána þegar á málið er
minnst, en það breytir engu um árin
verðtryggðu 25.
Þau voru heldur ekki lengi að
finna nýtt flaggskip, stjórnvöldin
gjafmildu. Heilsuverndarstöðin ehf.
kom til sögunnar. Á sínum tíma var
tilboði Heilsuverndarstöðvarinnar
ehf. tekið um rekstur athvarfs fyrir
fyrrverandi skjólstæðinga Byrgisins
þrátt fyrir að vera með mun hærra
tilboð en SÁÁ með sína áratuga
reynslu af áfengis- og vímuefna-
meðferð. Þótt hún hafi tútnað út yfir
væntingum um áframhaldandi feita
bita virðist Heilsuverndarstöðin
ehf. eiga í erfiðleikum og stóð með-
al annars ekki í skilum með launa-
tengd gjöld starfsmanna.
Ætli einkavinir komi til
bjargar, nú eða bara
við skattborgarar?
Ég veit ekki með
ykkur en ég hefði
gjarnan viljað fá
ítarlega, alvöru
úttekt á raunveru-
leika einkavæðing-
ar á Íslandi í stað
síendurtekinnar
klisju um öflin góðu
sem ku leysast úr
læðingi við „einka-
framtakið“. Erum við
ekki orðin pínulítið
þreytt á gjafmildinni á
okkar kostnað?
Hver er maðurinn? „kjartan Jón
bjarnason.“
Hvað drífur þig áfram? „ekkert
helvítis hálfkák.“
Hvar ertu uppalinn? „vestur á
fjörðum.“
Við hvað starfar þú? „Ég er
verkstæðisformaður hjá víkurvögn-
um. Ég vinn við að standsetja og
breyta og laga þessi hús.“
Hvernig er salan í hjólhýsum
núna? „bara fín. Það er nóg að gera
hjá okkur.“
Eru Íslendingar upp til hópa
nægjusamir? „tja... “
Hvernig er lífið í hjólhýsinu?
„Flott. bara fínt og kósí. Maður skellir
einstaka dvd í og hefur það gott.“
Hvernig taka börnin í þetta? „Þau
eru ótrúlega jákvæð. Þær ættu að
vera hetjur dagsins eða ársins frekar.
auðvitað er þetta smá bögg og
vesen en þetta hefst allt. við höfum
líka íbúð niðri í miðbæ og ef það er
eitthvert vesen þá fara bara allir upp
í bíl og heim. Þetta er bara svona
aukaskjól.“
Hversu mikið heldurðu að þú
sparir með því að búa í hjólhýs-
inu? „veit það ekki. Og það er ekkert
markmiðið. Heldur að smíða sér hús.“
Hefur þú starfað sem smiður?
„Ég stefni að því að fá starfsheitið
snillingur í símaksránni. Maður er
bara úr sveitinni og er búinn að gera
allt. Smíða, pípa, breyta bátum,
steikja hamborgara og vinna á bar
svo fátt eitt sé nefnt. Maður getur
eiginlega gert hvað sem er.“
Hvað ráðleggur þú fólki að gera
sem er í svipaðri aðstöðu og þú,
að byggja á þessum erfiðu
tímum? „bara ekki gefast upp og
halda áfram. klára dæmið.“
Óttast þú að spá Sigga storms
rætist um að það frjósi í
klósettinu? „Nei, nei, nei. Hann ætti
að þekkja þetta. pabbi hans keypti
nú hjólhýsi hjá okkur og hann ætti að
vita betur.“
Hefur þú íhugað að bjóða Innlit-
útlit til ykkar í hjólhýsið? „He, he,
he. Nei, en þau eru búin að skoða
nokkur hús hjá okkur uppi í vinnu.“
Gjafmildi á okkar kostnað
dropAr FAllA Óvíst er hvort nokkur syngur í þeirri rigningu sem yfir landsmenn dynur þessa dagana. Jafnvel þó strætisvagnar séu betri kostur en gönguferð í veðri sem
þessu eru þó eflaust margir sem kjósa heldur einkabílinn en að húka í strætóskýli í bið eftir vagninum. MYNd HEIðA HElgAdÓttIr
Hvað finnst þér um Kompásþáttinn á mánudag?
„Þetta er stærra vandamál en menn
halda.“
guðMuNdur SIgurðSSoN
36 ára kerFiSStJÓri
„Þetta er bara rugl og ég stend með
þessu saklausa fólki sem er verið að
ráðast á.“
SIgurður BIrkISSoN
33 ára alltMuligt-Maður
„Þetta þarf algjörlega umræðu í
þjóðfélaginu.“
SIgurður ÖNNuSoN
32 ára OlíubílStJÓri
„Þetta er staðreynd og er algjörlega
gagnleg umræða.“
HElgI HAukSSoN
60 ára StarFSMaður á plaNi
Dómstóll götunnar
kjArtAN jÓN BjArNASoN
og fjölskylda kveinka sér ekki undan
því að búa í hjólhýsi við framtíðar-
h imili sitt. kjarta vinnur í húsi u
þegar hann kemur heim úr vinnu.
ástæðan er ekki sparnaður, segir
kj rtan, heldur einfaldlega að hann
vill klára húsið sem fyrst.
Vill fá starfsheitið
snillingur
„vert að fjalla um þetta og það er orðið
löngu tímabært.“
gÍSlI SIgurðSSoN
52 ára raFvirki
kjallari
mynDin maður Dagsins
guðFrÍður lIljA
grétArSdÓttIr
alþingismaður skrifar
„Samningarnir eru
tilbúnir, græna ljós-
ið er komið. Í þögn-
inni bíður einka-
gróðinn og brosir.“