Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2008, Page 19
Miðvikudagur 24. SepteMber 2008 19Sviðsljós
Tíkarlegar
sTórsTjörnur
Drew Barrymore og Kirsten Dunst mættust baksviðs á SNL
um síðustu helgi. Báðar hafa verið að slá sér upp með leikar-
anum Justin Long:
Drew Barrymore og Kirsten Dunst voru
ekki beint svalar baksviðs á Saturday Night
Life á laugardaginn. Leikkonurnar voru víst
ekki par sáttar hvor við aðra en sagan ku
vera sú að Drew og leikarinn Justin Long
voru eitt sinn að slá sér upp en nú nýlega
hefur Kirsten Dunst gert sér dælt við gam-
anleikarann.
Drew var stödd við tökur á SNL til að fylgj-
ast með bestu vinkonu sinni Cameron Diaz
á meðan Kirsten var við tökur til að fylgj-
ast með meðleikara sínum úr Spider-Man,
James Franco, sem var kynnir þáttarins.
Heimildarmaður tímartisins OK! segir að
baksviðs eftir þáttinn hafa myndast vand-
ræðaleg stemning: „Drew og Kirsten rákust
hvor á aðra og voru mjög tíkarlegar. James
Franco reddaði málunum með því að segja
brandara og yfirgefa síðan svæðið með
Kirsten á meðan Drew snéri sér
beint að Cameron og fór að
baktala Kirsten.“
Þetta voru hins vegar
ekki einu stjörnurnar í
salnum þetta kvöld-
ið heldur sást einn-
ig til Ellen Page og
Chace Crawford úr
Gossip Girl. Drew
náði heldur bet-
ur að enda kvöld-
ið með stæl og sást
yfirgefa tökustað
með hinn ofur-
myndarlega og sjar-
merandi Chace upp á
arminn.
Tvíkynhneigð
í öllum
Þokkadísin Megan Fox telur að
allir hafi þann eiginleika að vera
tvíkynhneigðir. „Ég held að allar
mannverur séu fæddar með get-
una til að laðast að báðum kynjum.
Ég gæti til dæmis séð sjálfa mig í
sambandi með stelpu,“ segir Fox í
viðtali við tímaritið GQ. „Til dæmis
er Olivia Wilde svo sexí að hún fær
mig til þess að vilja kyrkja uxa með
berum höndum,“ heldur Fox áfram
en Wilde er meðal annars nýjasta
viðbótin við þáttinn House sem
sýndur er á Skjá einum.
Flagarinn á netið
Lagið Womanizer með Britney Spears,
eða Flagari eins og það kallast á íslensku,
lak á netið fyrir útgáfudag. Lagið átti að
koma út á mánudag en vegna þess að
lagið lak út á netið fyrir
helgi var útgáfunni frestað
um viku. Womanizer er
fyrsta lagið af væntanlegri
plötu Britney sem kemur
út á afmælisdag hennar 2.
desember.
Platan er sjötta breið-
skífa Britney og mun
heita Circus. Plötuumslag
smáskífunnar lak einnig á
netið en þar sést Britn-
ey standa yfir fáklæddum
manni. Umhverfi mynd-
arinnar er í anda nafns
plötunnar en það minnir á
sirkus. Lagið verður endur-
hljóðblandað áður en það
kemur út næsta mánudag.
Lagið Womanizer af
væntanlegri plötu
Britney lak út of
snemma:
Britney á leið í
dansstúdíó
Söngkonan gerir
lítið annað en að
æfa þessa dagana.Womanizer Útgáfunni
var frestað um viku.
Pamela Anderson varð stór-
skelkuð þegar hún þurfti að yfir-
gefa hótelherbergi í París sökum
gruns um gasleka. Strandvarðar-
skutlan var þó ekki skelkuð sök-
um lekans heldur fannst henni
það hræðileg tilhugsun að þurfa
að yfirgefa hótelið án farða. Leik-
konan var vakin klukkan níu um
morgun á fimm stjörnu hótelinu
í París af slökkviliðsmönnum
sem skipuðu henni að yfirgefa
hótelið og segir sjónarvottur að
viðbrögð leikkonunnar hafi bara
verið: „En hvað með málningar-
dótið mitt? Ég verð að mála mig
áður en ég fer út og greiða á mér
hárið.“ Jafnframt sagði sjónar-
votturinn að þar sem hún hefði
staðið í herbergisdyrunum með
úfið hár, óförðuð, í baðslopp hafi
hún litið út fyrir að vera háaldr-
að gamalmenni fremur en kyn-
tákn.
Versta martröð Pamelu
Drew Barrymore var með
Justin Long Leikkonan var því
ekki par ánægð með kirsten
dunst sem hefur verið að slá sér
upp með honum undanfarið.
Sjúskuð og kjánaleg kirsten
dunst var tíkarleg við drew,
fyrrverandi kærustu Justins.
Slegist um Justin drew
og kirsten voru heldur
hallærislegar baksviðs.
Nældi í heitasta gæjann drew
barrymore fór ekki tómhent
heim heldur krækti sér í hinn
myndarlega Chace Crawford.