Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2008, Síða 6
NEFNDIR EFTIR
ÍÞRÓTTAFÉLAGI
mánudagur 6. október 20086 Fréttir
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Íkveikjur enn
til rannsóknar
Rannsókn stendur enn yfir
á tveimur íkveikjum á Ísafirði í
ágústlok. Eldur kom upp tvisvar
með nokkurra daga millibili í
Suðurtanga þar sem bæði eru
íbúðir og atvinnuhúsnæði. Lög-
reglan á Vestfjörðum komst að
þeirri niðurstöðu að um íkveikju
væri að ræða í bæði skiptin. Hún
segir óvíst hvenær rannsókn
ljúki og verst allra fregna.
DV greindi frá því í síðasta
mánuði að þrettán ára drengur
sem bjargaði þremur börnum úr
brunanum hefði verið yfirheyrð-
ur. Lögreglan hefur þess utan
ekkert viljað gefa upp um hverjir
liggja undir grun um íkveikj-
urnar eða hverjir hafi verið yfir-
heyrðir vegna málsins.
Hafna anda-
nefjurannsókn
Doktorsneminn Edda Elísabet
Magnúsdóttir óskaði eftir styrk
hjá Akureyrarbæ vegna rann-
sókna á veru andanefja í Pollin-
um á Akureyri. Bæjarráð Akur-
eyrar hafnaði því. Andanefjurnar
sáust fyrst í Pollinum í lok sumars
og vöktu óskipta athygli bæjar-
búa. Fjölmargir lögðu leið sína að
Pollinum til þess að fylgjast með
þeim en í upphafi voru andanefj-
urnar tvær en þeim fjölgaði síðar.
Barinn í haus-
inn með kylfu
Mikið var að gera hjá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæð-
inu í fyrrinótt en hún fékk 13
tilkynningar um líkamsár-
ásir. í Hafnarfirði var maður
handtekinn fyrir að slá annan
með kylfu í hausinn og hlaut
sá kúlu á hausinn í kjölfarið.
Ráðist var á mann í mið-
bæ Reykjavíkur og var hann
barinn nokkuð illa, veski
hans var rænt en árása-
mennirnir stungu af. Kona
var rænd um klukkan fimm í
gærmorgun í miðbæ Reykja-
víkur, tveir menn hrintu
henni og tóku veskið.
Konu var hafnað af mannanafnanefnd. Sama á við kvenmannsnafnið Íslandssól og
karlmannsnafnið Hávarr. Nöfnin Idda, Mýr og Sporði hlutu hins vegar náð fyrir aug-
um nefndarinnar. Nafnið Þróttur var samþykkt og er Jón Ólafsson, hljómlistarmað-
ur og Þróttari, í skýjunum yfir samþykktinni enda geti Þróttarar nú farið að nefna
syni sína eftir félaginu.
Boði logason
blaðamaður skrifar bodi@dv.is
„Mér finnst þetta stórkostleg tíð-
indi, ég gæti alveg hugsað mér, ef
ég eignast fleiri drengi, að skíra
þá eftir félaginu mínu, ég er mjög
ánægður,“ segir Jón Ólafsson,
hljómlistarmaður og Þróttari. Karl-
mannsnafnið Þróttur er eitt þeirra
nafna sem hafa fengið náð fyr-
ir augum mannanafnanefndar að
undanförnu.
Kraftmikið og hvatning
til afreka
„Þetta nafn segir líka svo mikið
um karakter viðkomandi. Þetta er
eins og Stormur og önnur kraftmik-
il nöfn, segir Jón sem er grjótharð-
ur Þróttari og bætir við að það hafi
verið kominn tími til að einhver yrði
skírður Þróttur. „Ég held að þetta
gæti orðið okkur mikil hvatning til
frekari afreka þegar Íslendingar eru
farnir að skíra eftir félaginu. Nema
þetta sé eftir vörubílastöðinni, þá
er ég í verri málum,“ segir Jón og
bendir á að í Val hafi eitt sinn spilað
maður sem hét Valur Valsson.
„Þetta er frábært og ég vil bara
fyrir hönd félagsins leyfa mér að
bjóða þeim sem verður skírður
þessu á völlinn í sumar, ég get ör-
ugglega reddað honum ársmiða ef
hann er með fæðingarplaggið með
sér,“ segir Jón hress að lokum.
Flest nöfn samþykkt
Mannanafnanefnd hefur und-
anfarin misseri samþykkt mun fleiri
nöfn en hún hefur hafnað. 24 nöfn
voru samþykkt en 16 var hafnað.
Athygli vekur að mannanafna-
nefnd hafnar nafninu Hávarr en
það taldist ekki ritað í samræmi
við almennar ritreglur íslensks nú-
tímamáls og er andstætt íslenskri
hljóðþróun. Þetta gerist
þrátt fyrir að ákveðin
hefð hafi skapast með
fáeinum nöfnum með
þessari endingu, -rr.
Kolbrún Linda Ís-
leifsdóttir, formað-
ur mannanafna-
nefndar, segir að
nefndin vegi og
meti hvert nafn
sem nefnd-
inni berst.
„Til dæmis
kom nafnið
Snævarr upprunalega
inn sem ættarnafn en við
breyttum framkvæmdinni
þannig að það er allt í lagi
að samþykkja nafn ef það
er á þjóðskrá og ef það er í fjöl-
skyldunni,“ segir Kolbrún. Hún
bendir á að nöfnum sem enda
á rr hafa alltaf verið hafnað
því það sé gamla staf-
setningin.
Kvenmannsnöfn sem
nefndin samþykkti
Amy
Bernódía
Debora
Ellín
Bassí
Guja
Gúa
Hedí
Hjörtfríður
Jarún
Júlíetta
Kristólína
Nenna
Úna
Vár
Kvenmannsnöfn sem
nefndin hafnaði
Kona
Kristal
Íslandssól
Zíta
Dórathea
Josefine
Alessandra
Annalinda
Karlmannsnöfn sem
nefndin samþykkti
Álfar
Gídeon
Haddi
Hvannar
Merkúr
Nikanor
Rikki
Runi
Þróttur
Karlmannsnöfn sem
nefndin hafnaði
Berk
Lano
Johnny
Theo
Hávarr
Ismael
Maggnús
Fabio
„ég held að þetta gæti orðið okkur mikil
hvatning til frekari afreka þegar Íslend-
ingar eru farnir að skíra eftir félaginu.
nema þetta sé eftir vörubílastöðinni, þá
er ég í verri málum.“
Ánægður með nafnið Þróttur Jón ólafsson
segir að ef hann eignist fleiri drengi geti hann
vel hugsað sér að nefna einn þeirra Þrótt, eftir
uppáhaldsíþróttafélagi sínu.
Búið er að fjarlægja nýjasta mynd-
band Jóns Geralds Sullenberger um
Glitnismálið af myndskeiðavefnum
YouTube. Eins og dv.is greindi frá
í fyrrakvöld birtist nýtt myndband
um Glitnismálið þar sem því er með-
al annars haldið fram að undanfar-
in tvö ár hafi það kostað Glitni 2,9
milljarða króna að hafa sextán æðstu
stjórnendur sína í vinnu.
Myndbandið, sem Jón Gerald
Sullenberger er sagður hafa aðstoð-
að við að framleiða, birtist á netinu
á laugardag og innan skamms voru
hundruð einstaklinga búin að horfa
á myndskeiðið á YouTube.
Reyni áhugasamir hins vegar
að horfa á myndbandið núna, á því
veffangi sem það var á í gær, fá þeir
meldingu um að það hafi verið fjar-
lægt af höfundi þess.
Björn Jörundur Friðbjörnsson,
tónlistarmaður og lagahöfundur, var
ekki beðinn um leyfi til að lag hans,
Hjálpaðu mér upp, væri notað sem
undirleikur á myndbandinu. Björn
Jörundur er meðlimur í Ný dönsk
auk þess að vera höfundur lags og
texta. Hann sagði í viðtali við dv.is á
laugardag myndu leita lagaþjófinn
uppi í ljósi þess að þarna er um að
ræða lögvarið hugverk hans.
„Ég hef aldrei verið beðinn um
leyfi fyrir því að nota lagið með þess-
um hætti. Nú mun ég skoða lögvar-
inn rétt minn í þessum efnum. Ég vil
ekki láta misnota hugverk mín í ann-
arlegum tilgangi og mun skoða hvort
ekki sé ástæða til að hafa uppi á við-
komandi níðingi,“ sagði Björn Jör-
undur í samtali við DV.
Hann segist hafa skömm á þeim
sem steli hugverkum annarra.
„Fólk getur notað sínar eigin hug-
myndir. Ef það hefur engar á það ein-
faldlega að þegja,“ segir hann.
Má því áætla að höfundar mynd-
skeiðsins um Glitnismálið hafi viljað
forðast allar lagaflækjur og höfund-
arréttarbrot, og það því horfið af net-
inu.
Björn Jörundur Friðbjörnsson ósáttur við notkun á lagi hans:
Glitnismyndbandið hvarf
Birtist og hvarf myndbandið kom á netið
skömmu eftir að tilkynnt var um yfirtöku
ríkisins á glitni og hvarf um helgina.