Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2008, Side 10
mánudagur 6. október 200810 Neytendur
Lof&Last
n Lofið fær
veitingastaðurinn
Vegamót fyrir
góðan mat.
reglulega er skipt út
á matseðlinum og
yfirleitt færðir inn skemmti-
legir og frumlegir
réttir.
Þjónustan og
viðmót er
gott. Svo virðist vera sem alltaf sé hægt
að treysta á staðinn þrátt fyrir að
maður komi ekki í langan tíma.
n Lastið fær baðhúsið.
Stúlku, sem vildi
kaupa skólakort, var
sagt að ekki væri nóg
að vera í tónlistarskóla til að
fá það. daginn eftir talaði
hún við aðra stúlku og þótti
það þá í lagi.
eftir það þurfti hún
svo að koma
sérstaklega og fylla út
umsókn til að fá sérstakt skólakort. Þetta
ósamræmi milli starfsmanna olli miklum
vonbrigðum með stöðina.
Ætti sódavatn ekki að kosta minna en gos?
Kolsýrt vatn jafn dýrt og gos
Vert er að minnast þess þegar hægt
var að kaupa sér sódavatn úr vélinni í
bíó á 40 krónur. Það er af sem áður var
því í dag er það ekki í boði.
„Þegar þú kaupir pepsí úr vél í bíó
er það síróp frá okkur blandað við
vatn úr krana og kolsýru,“ segir Frið-
jón Hólmbertsson, framkvæmdastjóri
drykkjarvöru hjá Ölgerðinni. Í bíóhús-
unum er slíkt síróp selt sem gos en er
ekki eins og í plasti eða gleri. Sódavatn
í bíóhúsum segir Friðjón að sé vatn og
kolsýra en engin efni frá gosfyrirtækj-
unum. Hann segir að því hafi verið
hægt að selja það ódýrt þar sem nán-
ast enginn kostnaður er á bakvið.
Neytandi sem fór í Háskólabíó fyrir
stuttu varð fyrir vonbrigðum því ekki
var í boði að fá sódavatn úr vélinni.
Hann þurfti því að kaupa sódavatn í
flösku á 250 krónur sem er jafn mikið
og annað gos. „Kvikmyndahúsin ættu
alveg að geta boðið upp á þetta ennþá
og á lágu verði,“ segir Friðjón.
Gos frá Ölgerðinni er iðulega
blandað með sírópi, vítamínum, stein-
efnum, sykri og litarefnum svo þess
vegna kosta þau meira. Sama er að
segja um vítamínbætta vatnsdrykki.
Hreint sódavatn þarf að blanda með
sóda og kostar því meira. Aðspurð-
ur hvort hreint kolsýrt vatn ætti því
ekki að kosta minna segir hann að svo
ætti að vera. Staðreyndin er sú að það
kostar alveg jafn mikið og gos.
Gullinbrú 177,70 199,60
Bensín dísel
Kópavogsbraut 176,10 197,90
Bensín dísel
Skógarhlíð 176,20 199,10
Bensín dísel
Klettagörðum 172,00 192,90
Bensín dísel
Fjarðarkaup 176,10 197,90
Bensín dísel
Smáralind 176,10 198,00
Bensín dísel
Borgartúni 177,70 199,60
Bensín díselel
d
sn
ey
t
i
Nú þegar krónan hefur fallið um rúm 20 prósent á einni viku og orðrómur er um skort
á ýmsum nauðsynjavörum ber á kvíða fyrir framtíðinni. Bónus býst við skorti á inn-
fluttum vörum. Pétur Þorgrímsson, aðstoðarforstjóri Danól, segist ekki vita um fram-
tíðina þar sem hún velti á gjaldeyri bankanna. Komi til skorts segir Erna Bjarnadóttir
hjá Bændasamtökunum að bændur geti boðið landsmönnum upp á nóg af mat.
nóg til af kjötiDoritos
nacho cheese
Snakk er alltaf vinsælt með
vídeóspólunni eða fyrir gestina.
mjög mikill verðmunur er á 200
gramma poka í lágvöruverslunum
og á vídeóleigunum. ódýrastur er
hann í bónus á 188 krónur en
dýrastur í Vídeóheimum á 470
krónur.
Miklar umræður hafa verið um
gjaldeyriseign bankanna og áhrif
hennar á innflutning fyrirtækja.
Bónus lýsti því yfir fyrir helgina að
búast mætti við skorti á innfluttum
vörum þar sem ekki fæst aðgangur
í gjaldeyri. Aðrir stjórnendur inn-
flutningsfyrirtækja og verslana vilja
ekki spá svo svörtu fram undan en
gera þó fólki ljóst að erfitt er að
halda verði niðri.
Nóg til af kjöti
Ótti við skort á innfluttum vörum
hvetur fólk til að velja íslenskt. Eins
og Bónus orðar það: „Birgja sig upp
af íslenskum vörum.“ Erna Bjarna-
dóttir, hagfræðingur hjá Bænda-
samtökunum, segir að fólk þurfi
ekki að óttast kjötskort því nóg sé til
í landinu, sem og fleiri landbúnað-
arafurðir. Haustslátrun er í fullum
gangi og því nóg til. Það eina sem
þarf að vera tryggt til framleiðslu
eru lágmarksbirgðir af fóðri og seg-
ir Erna að engin umræða hafi ver-
ið hjá samtökunum um að vafi sé á
getu til innflutnings fóðursins.
Áhyggjufullir
„Það er enginn gjaldeyrisskort-
ur hjá okkur ennþá en það er ekk-
ert spennandi að greiða reikninga í
dag,“ segir Pétur Þorgrímsson, að-
stoðarforstjóri Danól, um ástand-
ið. Hjá Danól hækkar verð á inn-
fluttum vörum í takt við gengið.
„Við höfum breytt verði fjórtán
sinnun á þessu ári og breyttist verð
síðast á þriðjudaginn um níu pró-
sent,“ segir hann. Ef krónan lækk-
ar enn meir munu neytendur sjá
enn meiri hækkanir. Pétur segir að
nú hringi birgjar áhyggjufullir í þá
til að kanna ástandið. Hann viður-
kennir að þeir viti lítið um fram-
haldið og hvort bankarnir muni
eiga gjaldeyri til viðskipta. Hann
segist stöðugt vonast eftir góð-
um fréttum. „Það er ömurlegt að
vera í þessum
bransa í dag,“
segir Pétur.
Taka á sig
hækkanir
„Auðvitað er
þetta erfitt en við
stöndum sterkum fót-
um,“ segir Svava Johans-
en, eigandi NTC. Hún seg-
ist ekki finna fyrir því ennþá
að breytingarnar undanfarna
daga hafi áhrif á verslunina.
„Við leysum út vörur snemma á
haustin og vorum búin að leysa út
stærstan hluta þegar krónan féll
svona rosalega,“ segir Svava. Hún
er bjartsýn á jólasöluna og segist
ekki búast við miklum hækkun-
um hjá sér á næstunni. „Við get-
um ekki hækkað endalaust. Það
var hægt upp að vissu marki en nú
verðum við að taka hluta á okkur.
Annars seljum við ekki vöruna, “
segir
hún og
bætir því við
að nú sé í raun
hagstæðara að versla á
Íslandi en erlendis.
Engir bílar pantaðir
Í bílabransanum hafa umboð-
in verið að hamast við að minnka
birgðir. Framboð er meira en eft-
irspurn og segir Egill Jóhannsson,
forstjóri Brimborgar, að þeir séu
löngu búnir að stöðva pant-
anir. „Það eru engir bílar á leið-
inni og við gerum ekki ráð fyrir að
panta neina á næstunni,“ segir Eg-
ill. „Að minnsta kosti ekki fyrr en á
næsta ári,“ segir hann. Mikið hefur
verið dregið saman hjá umboðun-
um og hafa uppsagnir verið í flest-
um fyrirtækjum. Egill segir að þeir
hafi ákveðið að fylla ekki í laus-
ar stöður og hefur starfsmönn-
um því fækkað um 28 síðan í vor.
Aðspurður um gjaldeyrisviðskipti
segist hann ekki finna fyrir stöðn-
un. „Við getum enn keypt okkar
gjaldeyri,“ segir hann.
doriTos Nacho chEEsE
Bónus 188 kr.
Krónan 189 kr.
nettó 239 kr.
10-11 349 kr.
snæland video 430 kr.
vídeoheimar 470 kr.
KEyPT í frysTiNN
Fram undan er erfiður tími fyrir budduna. mat-
vöruverð hækkar enn meir og fólk hefur minna
milli handanna. nú er kominn tími til að nýta
frystinn fyrir alvöru. Slátur, súpukjöt, frosinn fisk,
frosnar danskar kjúklingabringur, nautahakk í stór-
um pakkningum og frosin ýsuflök er mjög gott að
eiga. Svo er hægt að gera ýmsar skemmtilegar út-
færslur á matnum. kartöflur og hrísgrjón eru ódýrt
og gott meðlæti sem geymist vel. neytendur@dv.is umSjón: áSdíS björg jóhanneSdóttir, asdisbjorg@dv.is
Neyte ur
Ásdís BJÖrG JÓhaNNEsdÓTTir
blaðamaður skrifar: asdisbjorg@dv.is
„Það er
ömurlegt að
vera í þessum
bransa í dag.“
Nóg kjöt til í landinu
jafnvel þó innflutningur
stöðvist þurfa landsmenn
ekki að óttast matvælaskort.
Erfitt að ná í dollara um
þessar mundir óttast fólk að
fá ekki dollara.