Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2008, Qupperneq 4
Miðvikudagur 8. Október 20084 Fréttir
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Óskum eftir
duglegu starfsfólki
í eldhús og sal.
Upplýsingar í síma 551 8666
eða vidtjornina@simnet.is
Góð síldveiði
við Noreg
„Við erum að landa í Noregi
núna. Við höfum verið á síldveiði
og veiðin er ágæt,“ segir Guð-
mundur Þ. Jónsson, skipstjóri á
Vilhelm Þorsteinssyni, einum af
togurum Samherja. Vilhelm hef-
ur nú þegar landað fullfermi fjór-
um sinnum undanfarinn mánuð.
„Við eigum eftir að veiða einhver
5 eða 6 þúsund tonn af síldinni,
áður en heim verður haldið,“
segir Guðmundur en þeir eru nú
við löndun í Bodö sem er nokkuð
norðarlega í Noregi.
Amfetamín í
Grafarvogi
Lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu handtók mann síð-
ustu helgi en hann
reyndist vera með
rúmlega hundr-
að grömm af
fíkniefnum í
fórum sínum. Í
ljós kom að efnin
reyndust mestan part vera
amfetamín. Maðurinn var hand-
tekinn í Grafarvoginum og er á
þrítugsaldri. Samkvæmt tilkynn-
ingu sem barst frá lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu hefur
maðurinn áður komið við sögu
lögreglunnar vegna fíkniefna-
misferlis. Manninum var sleppt
lausum að yfirheyrslum loknum.
„Hver er sinnar gæfu smiður,“ sagði
Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri
Landsbankans, í viðtali í fréttum
Stöðvar 2 23. ágúst síðastliðinn þegar
hann svaraði spurningum um vaxandi
greiðslubyrði fólks vegna húsnæðis-
lána. Þá höfðu sumir lýst áhyggjum af
því að fólk réði ekki við skuldbinding-
ar sínar. Tveimur vikum og nokkrum
klukkustundum síðar var ríkið búið að
yfirtaka bankann vegna þess að hann
réði ekki við skuldbindingar sínar.
Ótti við vaxtahækkun
Mikil verðbólga og hækkandi vext-
ir hafa leitt til þess að lengi var útlit fyr-
ir að fasteignalán bankanna myndu
hækka umtalsvert þegar endurskoð-
unarákvæði lánasamninga tækju
gildi. Þannig greindi DV frá því síð-
asta vor að vextir íbúðalána sem fólk
tók árið 2004 gætu hækkað í sjö pró-
sent á næsta ári ef aðstæður breyttust
ekki til batnaðar í efnahagslífinu.
Þessi endurskoðunarákvæði auk
hækkandi verðbólgu sem leiðir til
þess að lánin og afborganirnar hækka
hafa orðið til þess að valda ýmsum
áhyggjum. Greiðslubyrði heimilanna
hefur aukist og viðbúið var, þar til síð-
ustu tvo daga, að þetta ætti eftir að
versna.
Þegar rætt var við Halldór J. Krist-
jánsson, bankastjóra Landsbankans,
um þetta svaraði hann með þess-
um orðum: „Að meðaltali er endur-
greiðslubyrði heimilanna ekki verri
nú en hún var 2003 en meðaltalið
segir ekki allt og það eru vafalaust til
heimili sem hafa skuldsett sig of mik-
ið og það verður að horfa til þess núna
við gerð nýrra kjarasamninga eins og
kom fram að kanna hvort menn geta
tekið saman, opinberir aðilar, bank-
arnir, allir þeir sem að veita fjármála-
þjónustu að sjá hvort hægt sé að jafna
sveiflurnar í því þannig að byrðin á
skuldsettustu heimilin verði ekki of
mikil. En hver er sinnar gæfu smiður
í því efni og ef skuldsetningin hefur
verið of mikil þá verða menn að tak-
ast á við það.“
Ósátt við bankastjórann
Ummæli Halldórs vöktu hneyksl-
an sumra sem sögðu bankastjór-
ann ekki geta skellt skuldinni alfarið
á heimilin í landinu. Fólk hefði gert
áætlanir miðað við þá verðbólgu sem
ríkti 2004 og spár manna fram í tím-
ann. Þær áætlanir hefðu hins veg-
ar brugðist þegar verðbólgan fór af
stað og bæði lánin og greiðslubyrðin
hækkaði. Að auki var bent á að fólk
fékk ekki lán fyrr en að undangengnu
greiðslumati hjá bönkunum sem
hefðu talið að fólk gæti staðið undir
greiðslum af lánum sínum.
Ríkið grípur inn í
Tveimur vikum eftir að Halldór lét
þessi orð sín falla samþykkti Alþingi
svo neyðarlög til að taka á banka-
kreppunni og þeim vanda sem marg-
ir skuldugir húseigendur eru lentir í.
Samkvæmt þeim lögum getur Íbúða-
lánasjóður yfirtekið öll húsnæðisveð
bankanna og reynt að auðvelda fólki
að standa við skuldbindingar sínar.
Nokkrum klukkustundum síðar, síðla
í fyrrinótt, yfirtók Fjármálaeftirlitið
fyrir hönd ríkisvaldsins svo rekstur
Landsbankans þar sem ljóst þótti að
hann gæti ekki staðið við skuldbind-
ingar sínar.
„...ef að skuldsetningin
hefur verið of mikil að
þá verða menn að tak-
ast á við það.“
Halldór J. Krist-
jánsson vakti
nokkra hneyksl-
un með orðum
sínum um að fólk
yrði að taka á því
ef það hefði skuld-
sett sig meira en
það réði við.
Tveimur vikum
eftir að Halldór lét
umdeild ummæli
sín falla var ríkið
búið að yfirtaka
bankann hans og
tilkynna að það
kæmi skuldurum
til aðstoðar.
„HVER ER SINNAR
GÆFU SMIÐUR“
BRynJÓlfuR ÞÓR Guðmundsson
fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is
Í þungum þönkum Halldór J.
kristjánsson, bankastjóri Landsbank-
ans, virtist í þungum þönkum áður
en fundur hófst með starfsmönnum
bankans þar sem ráðherrar reyndu að
skýra hvað gerðist næst. mynd RÓBeRt
Þriðjudagur 29. apríl 20088
Fréttir DV
Verðbólga í 20 ár
25,2%
Desember 1989
12,0%
september 1990
íslendingar bjuggu
við óðaverðbólgu.
Eitthvað varð að gera
og svarið var þjóðarsátt.
9,2%
nóvember 1990
Síðasta skipti sem
verðbólga mældist
meiri en í dag.
Verðbólga lækkaði hratt
við þjóðarsátt og fór undir
tíu prósent og niður í
fimm prósent næsta vor.
8,2%
nóvember 1991
-0,1%
nóvember 1994
Verðbólga hækkaði
tímabundið á fyrsta ári
Viðeyjarstjórnar.
Mikill samdráttur
einkenndi kjörtímabilið
1991 til 1995 og þá varð
verðhjöðnunar vart, en
aðeins í einn mánuð.
0,9%
október 1998
Verðbólgan var lítil
seinni hluta tíunda
áratugar síðustu aldar.
RISAHÆKKUN FASTEIGNALÁNA
„Ég er þeirrar skoðunar að samfé-
laginu beri að aðstoða þetta fólk.
Auðvitað eigum við hvert og eitt að
bera ábyrgð á því sem við gerum, ég
tala nú ekki um þegar lagt er í stórar
fjárfestingar líkt og íbúðarkaup. Það
breytir því þó ekki að fólk var nánast
teymt inn í þetta. Bankarnir komu
með lánasprengju á tiltölulega lág-
um vöxtum og ég lái ekki ungu fólki
að hafa stokkið til,“ segir Grétar Þor-
steinsson, forseti Alþýðusambands
Íslands.
Aðstoð samfélagsins til handa
þeim sem vaða nú skuldafen vegna
stórra fjárfestinga á undanförn-
um árum þyrfti að útfæra frekar að
mati Grétars en gæti komið til með
greiðslufrestun, svo dæmi sé tek-
ið. Honum finnst það allt of mikil
einföldun að setja alla ábyrgðina á
hendur þeirra sem fjárfestu.
Verðbólga á Íslandi hefur ekki
verið meiri í átján ár. Síðastliðna tólf
mánuði hefur vísitala neysluverðs
hækkað um 11,8 prósent. Undan-
farna þrjá mánuði hefur hún hækk-
að um 6,4 prósent sem jafngildir 28
prósent verðbólgu á ári.
Verðbólgan er töluvert meiri held-
ur en greiningardeildir bankanna
höfðu spáð. Glitnir komst næst með
10,2 prósenta spá sinni. Landsbank-
inn spáði 10,1 prósents verðbólgu og
Kaupþing tíu prósent.
Horfa á lánin sín hækka
Venjuleg húsnæðislán hækka
gífurlega í júní þegar verðtrygg-
ing vegna verðbólguskotsins í mars
kemur inn í lánaupphæðina. Þeir
sem í dag borga af 20 milljóna króna
láni þurfa í júní að borga af tæpum
700 þúsund krónum til viðbótar.
Lánið hækkar sem því nemur á ein-
um mánuði, eingöngu vegna verð-
bólguhækkunar.
Húsnæðislán sem stendur í 30
milljónum verður orðið að 31 millj-
ónar króna skuld í júní. Þannig lækk-
ar lánið ekki eins og eðlilegt væri,
heldur hækkar. Verðbólgan leiðir
því til þess að 40 milljóna króna lán
verður von bráðar að 41,4 milljóna
króna láni. Miðað við 12 mánaða
verðbólgu í 11,8 prósentum hækkar
lánið í 44,7 milljónir á einu ári.
Bílalánin hækka hlutfallslega
jafnt en snerta budduna síður.
Tveggja milljóna króna bílalán er
orðið 68 þúsundum krónum hærra í
sumarbyrjun, en þá er ekki tekið til-
lit til afborgana í millitíðinni. Fjög-
urra milljóna lán hækkar á sama
tíma um 136 þúsund krónur vegna
verðbólgu. Hjá mörgum verður
staðan því væntanlega sú að höfuð-
stóll lánsins stendur í stað þrátt fyrir
að borgað sé af því.
Máttvana ríkisstjórn
„Engin ríkisstjórn í tuttugu ár
hefur verið jafnmáttvana gegn efna-
hagsástandinu,“ segir Guðni Ágústs-
son, formaður Framsóknarflokks-
ins. Verðbólgan hefur ekki hækkað
jafnmikið í tvo áratugi og ekki verið
hærri í átján ár. „Forsætisráðherra
ber þar meiri ábyrgð en nokkur ann-
ar,“ sagði Guðni.
Í upphafi óundirbúinna fyrir-
spurna á Alþingi í gær kom Guðni
upp í pontu. Hann beindi spurning-
um sínum til Geirs H. Haarde for-
sætisráðherra, en ekki fyrr en Guðni
hafði hrósað Geir fyrir að mæta yfir-
höfuð á þessum viðsjárverðu tímum.
„Það verður að segja honum til virð-
ingar að hér situr hann. En það verð-
ur að segja eins og í Njálu að hann
striti við að sitja,“ sagði Guðni.
Vítavert gáleysi
forsætisráðherra
Að mati Guðna er nauðsynlegt að
ríkisstjórnin bretti upp ermarnar í
stað þess að firra sig ábyrgð og horfa
til Seðlabankans. Þar hafa vextir nú
verið hækkaðir í 21 skipti í röð án
þess að nokkuð bíti á verðbólguna
sem nú er orðin sú hæsta í heimi.
Því má líkja því við vítavert gáleysi
forsætisráðherra að grípa ekki inn
í sjálfur. Guðni er harðorður. „Verð-
bólgan vex, vandræðin vaxa. Ég tel
að ríkisstjórnin eigi að segja af sér.“
Geir lét sér fátt um finnast og
gantaðist með þessi orð Guðna: „Nú
vantaði bara að háttvirtur þingmað-
ur segði að hann sjálfur byðist til að
taka við.“ Þó viðurkenndi Geir að nýj-
ar verðbólgutölur væru mjög slæm-
ar, mun verri en búist hafði verið
við. Hins vegar hafi legið fyrir að við
myndum fara í gegn um verðbólgu-
kúf og sú staðreynd að verðbólgan
hafi aukist þetta mikið á jafnskömm-
um tíma og raun ber vitni sýni að lík-
legt sé að verðbólgan muni fara hratt
minnkandi.
Leysir aðeins hluta
af vandanum
Lækkun á gengi íslensku krón-
unnar og hækkun hrávöruverðs á al-
þjóðamörkuðum hefur leitt til mik-
illar verðhækkunar. Til að reyna að
sporna við þessu var í gær tilkynnt
að ríkisstjórnin ætli að leggja fjór-
ar milljónir í verkefni sem unnin
verða í samvinnu við ýmsar stofnan-
ir og fyrirtæki. Fjárveitingin var veitt
að beiðni Björgvins G. Sigurðsson-
ar viðskiptaráðherra sem lagt hefur
„Það breytir því þó
ekki að fólk var nánast
teymt inn í þetta. Bank-
arnir komu með lána-
sprengju á tiltölulega
lágum vöxtum.“
ErLa HLynsdóttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Húsnæðislán hækka Þrjátíu milljóna
króna íbúðalán verður orðið að láni upp
á rúma þrjátíu og eina milljón í júní,
eingöngu vegna vaxandi verðbólgu.
DV Fréttir
Þriðjudagur 29. apríl 2008 9
9,4%
janúar 2002
Netbólan sprakk og
verðbólgan fór á fullt
skömmu eftir aldamót.
8,6%
ágúst 2006
11,8%
apríl 2008
Mesta
verðbólga frá því
landsmenn náðu
óðaverð-
bólgunni niður
með þjóðarsátt.
Verðbólga hefur
verið mikil hin síðari
ár og tók kipp fyrir
tæpum tveimur árum.
sérstaka áherslu á neytendur eftir að
hann tók við embætti.
Alþýðusamband Íslands mun
beita sér í auknu verðlagseftirliti í
takt við verkefni viðskiptaráðuneyt-
isins. Grétar Þorsteinsson, forseti
sambandsins, segir þessi verkefni
vissulega skref í rétta átt en þó ljóst
að vandamálið verði ekki leyst með
þeim einum. „Þessar aðgerðir hafa
klárlega áhrif á verðlagið, sérstak-
lega á sviði matvöru. Hins vega eru
allar vörur undir og allar tegundir
þjónustu. Þó að við sinnum matvör-
unum erum við ekki að leysa vand-
ann nema að takmörkuðu leyti,“ seg-
ir hann.
„Þvílík háðung!“
Guðni sagði í pontu að hann hefði
rætt við Grétar fyrr um daginn þar
sem hann sagðist sakna þess sam-
takamáttar sem einkenndi viðbrögð
ríkisstjórnarinnar á árunum 2001
og 2002 þegar grípa þurfti inn í erfitt
efnahagsástand. Munurinn, að mati
Guðna, lá í því að þá var Framsókn-
arflokkurinn í ríkisstjórninni ásamt
Sjálfstæðisflokki, í stað Samfylking-
ar nú.
Honum finnst lítið koma til þeirra
fjögurra milljóna sem ríkisstjórnin
virðist halda að eigi eitthvað í té við
verðbólgudrauginn: „Þvílík háðung!“
sagði Guðni og spurði Geir: „Er virki-
lega svona erfitt að eiga við Samfylk-
inguna í efnahagslegum úrræðum?“
Geir sagðist þó lítast svo á að Guðni
gerði sér ekki grein fyrir eðli verð-
bólgunnar.
Óprúttnir aðilar hækka í
skjóli verðbólgu
Í samtali við DV segir Grétar Þor-
steinsson að hækkun á verðlagi stafi
ekki eingöngu af verðbólgunni: „Það
er deginum ljósara að ýmsir hafa í
skjóli þessara verðhækkana nýtt sér
ástandið. Það er auðvitað skelfilegt
og kemur þessum aðilum sjálfum í
koll að lokum,“ segir Grétar. Hann
vill þó ekki gefa upp um hverja er að
ræða.
Miklar verðhækkanir að und-
anförnu skýrast margar hverjar af
hækkandi heimsmarkaðsverði, til
dæmis á olíu og kornvörum. „Ég ætla
ekki að leggja dóm á hvort einhverjar
þeirra séu um of,“ segir Grétar. Hon-
um þykir hins vegar alvarlegt að sum
fyrirtæki hafi notfært sér ástandið til
að græða enn meira á neytendum.
Grétar líkir ástandinu nú við stöð-
una fyrir um 30 árum þegar verð-
bólgan var í hámarki. „Þá hækkuðu
menn í skjóli hækkana sem rök voru
fyrir. Það var eitthvað sem ég hélt að
ég myndi ekki upplifa aftur,“ segir
hann.
Geir tók undir þessi orð Grétars á
Alþingi í gær og sagði ástæðu til að
vara sig á óprúttnum aðilum sem
hækka verð án gildra raka en halda
að þeir komist upp með það vegna
ríkjandi ástands.
Lægri tolla og lægri
vörugjöld
Jóhannes Gunnars-
son, formaður Neyt-
endasamtakanna,
bindur vonir við millj-
ónirnar fjórar og verk-
efnin í heild sinni:
„Með þessum aðgerð-
um er vonast til þess að
ákveðinn þrýstingur
verði settur á framleið-
endur, smásala og inn-
flytjendur að leita allra
ráða áður en hækkanir
komi út í verðlag. Síðan er
þetta líka hugsað þannig
að auka upplýs-
ingamiðlun og
hvetja neyt-
endur til
að láta vita
þegar þeim
finnst hækk-
anir vera
of miklar,“
segir Jó-
hannes.
Þó svo að Jóhannes sé nokk-
uð vongóður segist hann
hafa viljað að litið væri
til lengri tíma. „Ég vildi til
dæmis sjá yfirlýsingar um
lækkun vörugjalds og tolla
til að koma verðlagi niður.
Eftir því sem ég best veit er
ekki búið að útiloka neitt í
þessum efnum. Til dæmis
varðandi vörugjaldið. Við
eigum vonandi eftir að
sjá margþættari aðgerðir,
því stjórnvöld geta gert
meira.“
Til bjargar ungu fólki grétari
Þorsteinssyni finnst að samfélagið eigi
að aðstoða þá sem tekið hafa íbúðalán
að undanförnu. Hann láir ekki ungu fólki
að hafa stokkið á gylliboð bankanna.
Aukið aðhald að beiðni Björgvins g.
Sigurðssonar leggur ríkisstjórnin fram fjóra
r
milljónir til að auka aðhald í verðhækkunu
m.
Verðbólgan fer
minnkandi geir
Haarde viðurkennir
að verðbólgan sé
mun meiri en búist
var við en telur víst
að hún fari nú hratt
minnkandi.
Vill afsögn
ríkisstjórnarinnar
guðni Ágústsson
hvetur ríkisstjórnina
til að segja af sér
vegna þeirrar
óráðsíu sem nú ríkir
í efnahagsmálum.
að hans mati ber
geir Haarde
höfuðábyrgð á
ástandinu.
Íbúar í nágrannalöndum Íslands glím
a nú við
miklar verðhækkanir á heimsmarkaðsv
erði. En
vandi Íslendinga er meiri og umfangs
meiri en
vandi nágrannaþjóða okkar. Kjaftshög
gið sem
Íslendingar fá er þrefalt því auk þess a
ð glíma
við verðhækkanir á heimsmarkaði glím
a Íslend-
ingar við hækkanir vegna lækkunar kr
ónunnar
og í þriðja lagi vegna hækkunar á verð
tryggðu
og gengistryggðu lánununum.
Á áttunda og níunda áratugnum einke
nnd-
ist íslenskt efnahagslíf af óðaverðbólgu
. Seðla-
bankinn greip þó ekki inn í heldur var
það fyrst
og fremst fyrir tilstilli fulltrúa vinnumar
kaðarins
og almennings sem tókst að stilla verðbó
lgunni í
hóf. Árið 1990 var hin svokallaða þjóðar
sátt milli
aðila vinnumarkaðarins og hins opinb
era gerð.
Markmiðið var að auka jafnvægi í efnah
agsmál-
um sem höfðu verið í miklum ólestri
. Sáttin
byggðist á tímabundinni skerðingu ka
upmátt-
ar og gengisfestu sem leiddi til verðstöð
ugleika.
Þannig var fyrirtækjum í landinu gert
kleift að
ná betra jafnvægi í rekstri en mörg þei
rra voru
nálægt því að leggja upp laupana eð
a höfðu
þegar gert það. Kaupmáttur jókst hæg
t og ró-
lega eftir að þjóðarsáttin var gerð og v
ar fjögur
prósent árið 1991. Efnahagskerfið á Ísl
andi var
nánast komið að hruni. Með samstil
ltu átaki
var hægt að koma í veg fyrir efnahagsle
gt hrun.
Verðbólgan lækkaði og hefur haldist í
skefjum,
allt fram til dagsins í dag.
ÞREFALT KjAFTSHöGG
miðvikudagur 30. apríl 20088
Fréttir DV
„Málið er nokkuð skýrt af okk-
ar hálfu. Við förum einungis fram á
það að fólk virði Ólympíusáttmál-
ann. Í 51. grein hans kemur fram að
fólki sé óheimilt að hafa uppi hvers
kyns áróður sem lítur að kynþáttum,
trúarbrögðum eða stjórnmálum,
þegar það er á keppnissvæðum eða
undir merkjum Ólympíuhreyfingar-
innar.“ Þetta segir Ólafur Rafnsson,
forseti ÍSÍ, aðspurður hvort íslensk-
um íþróttamönnum verði bannað
að mótmæla mannréttindabrotum í
Kína eða Tíbet.
Breska ólympíunefndin greip á
dögunum til þeirra ráða að banna
slík mótmæli. Ólafur segir slíkt
ekki hafa komið til tals hjá íslensku
ólympíunefndinni. Spurður um
viðurlög við broti á 51. grein sátt-
málans segir hann þau einungis
lúta að íþróttunum sjálfum. „Brot
á henni leiða fyrst og fremst til
sviptingar verðlauna, það verður
enginn hnepptur í fangelsi eða
eitthvað álíka. Það hvernig einstaka
ólympíunefndir haga sínum skil-
yrðum eða viðurlögum er þeirra
mál,“ segir Ólafur. Hann segist fyrst
og fremst vilja höfða til skynsemi og
mannréttinda okkar keppenda. „Þau
eru frjáls skoðana sinna. Við munum
ekki hefta skoðanir eða tjáningarfrelsi
okkar afreksmanna,“ segir hann en
bætir því við að ólympíunefndir
stærri þjóða hafi vissar áhyggjur
af málinu. „Ég heyrði það á fundi
Heimssambands ólympíunefnda í
byrjun apríl að stærri þjóðirnar höfðu
áhyggjur af því að fjölmiðlar virtu
rétt keppenda til að tjá sig ekki. Við
óskum þess að fjölmiðlar virði það
sjónarmið. Keppendur þurfa að fá
frið til að einbeita sér að undirbúningi
og keppni,“ segir Ólafur að lokum.
baldur@dv.is
Ólympíusáttmálinn virtur
Ólympíuleikar
Ólafur rafnsson, forseti íSí,
segir íslenska ólympíufara
frjálsa skoðana sinna.
Truflaði ekki
störf lögreglu
Héraðsdómur Reykjavíkur
sýknaði í gær Svein Birki Björns-
son, ritstjóra Reykjavík Grape-
vine, af ákæru um að hafa truflað
störf lögreglu á gatnamótum
Laugavegar og Skólavörðustígs 31.
október á síðasta ári.
Sveinn Birkir sagðist hafa séð
lögreglu handtaka konuna en ekki
skipt sér af því fyrr en hann átti
aftur leið hjá 15 mínútum síðar.
Þá hélt lögreglumaður konunni
enn niðri. Sveinn Birkir segist hafa
spurt lögregluþjón hvort það væri
nauðsynlegt að halda konunni
niðri. Fékk hann þau svör að
hann ætti ekki að skipta sér af því
annars yrði hann handtekinn. Þá
hafi hann spurt hvort það væri
réttlætanlegt að handtaka mann
fyrir að spyrja spurninga. Því
næst hafi hann verið kominn í
handjárn.
„Þegar bankarnir fóru inn á markað-
inn á sínum tíma buðu þeir vexti sem
þeir geta ekki staðið við í dag. Þeir
eru að tapa á þessum lánum,“ segir
Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráð-
gjafi um íbúðalán á 4,15 prósenta
vöxtum sem viðskiptabankarnir
byrjuðu að bjóða árið 2004. Margir
viðskiptavinir skrifuðu undir endur-
skoðunarákvæði vaxtanna að fimm
árum liðnum í von um að greiðslu-
byrðin myndi þá lækka enn meira.
Raunin er hins vegar allt önnur.
Íbúðakaupendur sem tóku lán
á 4,15 prósenta vöxtum árið 2001
geta átt von á að greiða sjö prósenta
vexti af láninu frá haustinu 2009 þeg-
ar endurskoðunarákvæðið kemur til
framkvæmda hjá bönkunum.
Tuga þúsunda aukning
Þeir sem greiða þá af 10 millj-
óna króna láni mega búast við því að
borga um tuttugu þúsundum króna
meira á mánuði. Á ársgrundvelli
nemur greiðsluþyngingin 225 þús-
undum króna.
Íbúðaeigendur með 20 milljóna
króna lán á bakinu þurfa að reiða
fram fjörutíu þúsundum meira á
mánuði til að halda í við vaxtaþróun.
Yfir árið er heildarupphæðin um 450
þúsundir króna.
Fastir vextir sem viðskiptabank-
arnir bjóða nú upp á eru 6,3 prósent
hjá Landsbankanum, 6,4 prósent hjá
Kaupþingi og 6,5 prósent hjá Glitni.
Því er hóflega áætlað að gera ráð fyrir
sjö prósenta vöxtum að rúmu ári.
Eiga í engin hús að venda
Ingólfur segir að vextirnir sem
bankarnir buðu árið 2002 hafi verið
það lágir að þeir sjái sér ekki hag í því
að bjóða fólki þá áfram. Viðskiptavinir
sem gerðu samkomulag við bankann
um endurskoðun eftir fimm ár
geta valið að greiða upp lánið án
aukakostnaðar ef þeir sætta sig
ekki við vaxtahækkunina. „Ég held
að bankinn yrði bara feginn,“ segir
Ingólfur í ljósi þess að
bankarnir tapa á viðskiptavinum
sem greiða þessa lágu vexti.
Ef sú leið er farin þarf íbúðar-
eigandinn hins vegar að finna sér
lán annars staðar á betri vöxtum en
bankinn býður, og það getur reynst
heldur vandasamt. Margir munu
því þurfa að láta vaxtahækkanirnar
yfir sig ganga og reiða fram það fé
sem bankinn óskar.
Alls engin verðtrygging
Þó er nauðsynlegt að hafa í huga
að margir lánþegar vildu alls ekki
láta endurskoða sína vexti heldur
kusu að halda þeim föstum allt
lánstímabilið. Gylfi Arnbjörnsson,
hagfræðingur og framkvæmdastjóri
Alþýðusambands Íslands, segir því
ekki hægt að halda því fram að
bankarnir hafi blekkt viðskiptavini
sína þar sem þessi valmöguleiki
stóð þeim til boða. Enginn gat
á þessum tíma sagt fyrir um
hver vaxtaþróunin yrði og allt eins
mögulegt að vextirnir myndu lækka.
Talsmenn Alþýðusambandsins,
ásamt fleiri aðilum, héldu því mjög
á lofti þegar bankarnir komu inn á
íbúðalánamarkaðinn að viðskipta-
vinir þyrftu að vera vakandi fyrir
þeim möguleika að greiðslubyrðin
gæti hækkað mjög ef viðskiptavinur
kysi þessa verðtryggðu breytilegu
vexti.
Ingólfur segir það í raun út í hött
að kalla þetta verðtryggingu vaxta á
fjörutíu ára láni því hún gildi í raun
aðeins í árin fimm fram að endur-
skoðun.
ErlA HlynsdÓTTir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
HEIMILIð Í HÆTTU
lán mánaðargreiðSlur mánaðargreiðSlur árSgreiðSlur árSgreiðSlur4,15% vextir 7% vextir 4,15% vextir 7% vextir10 milljónir 45.182 kr. 63.886 kr. 542.180 kr. 766.628 kr.Aukning á mánuði 18.704 kr. Aukning á ári 224.448 kr.
lán mánaðargreiðSlur mánaðargreiðSlur árSgreiðSlur árSgreiðSlur4,15% vextir 7% vextir 4,15% vextir 7% vextir20 milljónir 90.363 kr. 127.771 kr. 1.084.360 kr. 1.533.255 kr. Aukning á mánuði 37.408 kr. Aukning á ári 448.895 kr.
Dæmi um afborganir
Margir munu því þurfa
að láta vaxtahækkan-
irnar yfir sig ganga og
reiða fram það fé sem
bankinn óskar.
Endurskoðun að ári ingólfur H.
ingólfsson segir út í hött að tala um
verðtryggingu langtímalána þegar hún gildir aðeins þar til bankanum er heimilt að endurskoða vextina.
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
þriðjudagur 29. aPrÍL 2008 dagbLaðið vÍsir 77. tbL. – 95. árg. – verð kr. 295
besta rannsóknarblaðamennska ársins
dv.is
glímir við
rólegan
markað
Vernharð þorleifsson:
auSturríkiJósef fritzl lét líta út fyrir að 18 ára dóttir hans hefði strokið að heiman árið 1984.nú er ógeðslegt leyndarmál hans komið upp á yfirborðið. hann hélt henni fanginni í 24 ár og eignaðist með henni sJö börn beint undir fótum grunlausrar eiginkonu sinnar.
Verðbólguskotið Vegur að íbúðakaupendum:
Risahækkun
fasteigna
lána
versta verðbólga í 18 ár
ríkisstjórnin fylgist með
Í gær.
Engar blekkingar gylfi arnbjörnsson segir hvorki banka né viðskiptavini hafa vitað á sínum tíma hver vaxtaþróunin yrði. Því sé ekki hægt að segja að bankarnir hafi blekkt viðskiptavinina.
29. og 30. apríl 2008 dv varaði við mikilli hækku fasteignalána síðasta vor.
Íslendingur
stunginn í
Danmörku
27 ára Íslendingur var
stunginn í bakið í miðborg
Álaborgar í Danmörku að-
faranótt þriðjudags. Fram
kemur á vef Ekstra Bladet að
maðurinn hafi verið, ásamt
tveimur öðrum Íslendingum,
á gangi fyrir utan Hótel Fönix
í miðborginni þegar bíll kom
upp að þeim. Tveir menn
stukku út úr bílnum og réðust
á Íslendingana án nokkurs
fyrirvara. Einn mun hafa
særst en hann hlaut stungu-
sár á baki en er ekki alvarlega
slasaður. Talið er að árásar-
mennirnir séu um 25 ára og
var annar þeirra innflytjandi
í Danmörku eða afkomandi
þeirra. Íslendingurinn er
sagður hafa verið í heimsókn
í Álaborg þegar árásin varð.
Ekki var búið að taka gröf þegar syrgjendur komu í kirkjugarð:
Höfðu tekið vitlausa gröf
„Þetta reyndist misskilning-
ur en fólk tók þessu með ró,“ segir
séra Vigfús Þór Árnason, sóknar-
prestur í Grafarvogskirkju, en það
hvimleiða atvik átti sér stað fyrir
stuttu að ekki var búið að taka gröf
einstaklings sem var jarðsunginn
í kirkjunni. Eftir athöfnina í kirkj-
unni fylgdu syrgjendur kistunni
í kirkjugarðinn í Grafarvogi. Þeg-
ar komið var að grafreitnum kom
í ljós að ekki var búið að taka gröf
fyrir hinn látna.
„Það var blessað og signt yfir
kistuna og síðan haldið í erfi-
drykkju,“ segir Vigfús Þór um við-
brögðin þegar í ljós kom að engin
gröf hafði verið tekin. Syrgjendur
urðu hissa á því að gröfina vantaði
og en tóku því með stóískri ró. Þau
fóru í erfidrykkju á meðan gröf-
in var tekin. Síðan var
kistan látin síga niður.
Gestir héldu þá aftur
að gröfinni og luku
athöfninni.
Sjálfur segir Vig-
fús að svo virðist
sem um misskilning
hafi verið að ræða hjá
útfararstofunni en það
er á hennar ábyrgð að
gröfin sé tekin. Í ljós kom
að búið var að taka gröf á
öðrum stað í kirkjugarð-
inum við hlið skyldmennis
hins látna.
Aðspurður hvort
Vigfús Þór hafi lent
í öðru eins svar-
ar hann því til að
svona lagað hafi
ekki komið upp hjá
honum á þeim þrjátíu
og tveimur árum sem
hann hefur starfað
sem prestur.
Ekki er ljóst
hvaða útfararstofa
sá um útförina en
Vigfús segir mis-
skilninginn mann-
legan og skiljanleg-
an.
valur@dv.is
Vigfús Þór Árnason Hefur ekki
lent í öðru eins í þau 32 ár sem
hann hefur starfað sem prestur.