Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2008, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2008, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 20082 Fréttir Útrás Kaupþingsmanna er hvergi nærri lokið en hún er þó bundin við íslensku sveitina ef marka má fram- kvæmdagleði þeirra manna er áttu og stjórnuðu bankanum. Sigurður Ein- arsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur nú bæst í hóp þeirra auðmanna sem byggja ótrúleg lúxus- hús í sveitinni en Sigurður gengur þó skrefinu lengra í framkvæmdum sín- um og má segja að hann stingi fyrr- verandi yfirmenn sína, Bakkabræð- urna Ágúst og Lýð, hreinlega af þegar kemur að lúxusinum. Á besta stað í Borgarfirði Sigurður tryggði sér lóðina fyrir nokkrum árum en hún er á besta stað í Norðurárdalnum og því stutt í lax- veiði. Frægar eru veiðiferðir banka- manna sem flugu á þyrlum í kringum svæðið og stoppuðu meðal annars í Baulu og fengu lánað fyrir pylsum. Ólíklegt þykir þó að Sigurður þurfi að fá lán hjá íslensku bönkunum fyr- ir framkvæmdunum en hann er einn þeirra bankamanna sem fengu ofur- laun í góðærinu mikla. Samkvæmt heimildum DV fékk Sigurður rúm- lega fjórtán milljónir á mánuði á síð- asta ári. Árið þar á undan, eða 2006, fékk Sigurður nokkrum milljónum meira í laun enda bankinn á blúss- andi siglingu í útrásinni. Inn í þessar launatölur vantar þó fleiri hundruð milljónir því Sig- urður gat varla keypt lúxusheimili í Lundúnum fyrir tvo milljarða þegar hann var „aðeins“ með 170 milljón- ir í árslaun samkvæmt ársskýrslu Kaupþings. Kaupréttarsamning- ar eru talin helsta ástæða þess að bankamenn á borð við Sigurð hafi hagnast ótrúlega mikið á ótrúlega stuttum tíma. Tvö gufuböð og hvíldarstofa Lúxusvillan hans Sigurð- ar, sem arkitektar hans hjá VA arkitektum kjósa að kalla sveitasetur, gefur nokkuð góða mynd af velgengni ís- lensku bankastjóranna í góðærinu. Í lúxusvillunni er svokallað spa með öllu tilheyrandi en Sigurður kaus að byggja tvö gufuböð í kjallara hússins sem er byggður inn í bergið í Norðurárdalnum. Samkvæmt teikningum hússins eru þetta sána og blautsána. Þá eru fullkomnir búningsklefar og sturtu- aðstaða á sömu hæð. Eftir gott gufubað, bæði þurrt og blautt, geta Sigurður og fjölskylda slakað á í hvíldarstofu í kjallaran- um þar sem stór og mikill arinn sér til þess að fólk- inu verði ekki kalt. Úr þurru sánunni getur Sigurður gengið út á pall og horft yfir Norðurána og til Háskólans á Bif- röst þar sem kennsla í við- skiptafræði er í hávegum höfð. Mjög líkt spa- inu í World Class í Laugum en þó aðeins minna í sniðum. Samkvæmt heimildum DV átti „sánahúsið“ að vera ótengt sjálfu sveita- setrinu með aðeins eina sánu en Sigurð- ur ákvað þó seinna í framkvæmdaferlinu að stækka sveitasetrið, tengja það við sánahúsið og bæta við blautsánu. Stórveisla í borðstofunni Sigurður getur slegið upp stórri veislu í lúxusvillu sinni en samkvæmt teikningum er gert ráð fyrir tuttugu manna borðstofuborði. Í miðjunni er glæsi- legt eldhús og hinum megin við það er síðan stofan í öllu sínu veldi og að sjálfsögðu er ar- inn þar, eins og í spa-inu, inn- byggður í vegginn. Út frá borðstofunni er hægt að ganga út á „suðurpall“ hússins en þar verða Sigurður og fjölskylda með úti- borðstofu sem verður yfirbyggð og upphituð. Þar geta átta manns setið við borð en á pallinum er líka margt annað sniðugt. Á pallinum verður útieldhús með grilli og vaski. Þá getur Sigurður hvílt lúin bein á sérstökum bekk sem kem- ur til með að hanga úr þakinu, nú eða slakað á í risastórum heitum potti. Allt þetta á „suðurpalli“ hússins. Vínkjallari af bestu gerð Ekki er hægt að slá upp stórveislu í lúxusvillunni án þess að hafa eðal- vín á borðum. Sigurður er með góða lausn við þessu en hann getur geng- ið frá eldhúsi sínu niður í fimmtíu fer- metra vínkjallara sem er á millihæð villunnar. Staðsetning vínkjallarans er kjörin en samkvæmt þeim vínsérfræðing- um sem DV hefur rætt við eru kjallar- ar af þessu tagi sjaldgæf sjón á Íslandi og aðeins á færi „útrásarvíkinga“ að koma sér upp slíkri geymslu. Vín- kjallari Sigurðar verður að vera raka- og hitastýrður til þess að geyma vín- in sem best og ekki má vera mikið af birtu í kjallaranum. Sigurður fær góðan hita frá bor- holunni sem hann sótti um leyfi fyrir hjá Borgarbyggð og með leiðslum frá borholunni til lúxusvillunnar er hús- inu séð fyrir öllu því heita vatni sem þarf. Fjölmörg baðherbergi Eftir alla þessa víndrykkju er nauð- synlegt að hafa góða salernisaðstöðu. Sigurður og fjölskylda verða með fimm baðherbergi. Að sjálfsögðu er eitt stórt baðherbergi í hjónaherberg- inu með sturtu og stóru baðkeri. Síð- an eru börn Sigurðar með hvort með sitt baðherbergið í herbergjum sín- um, eitt baðherbergi er fyrir gesti og að lokum eitt í gestaherberginu. Þá er baðherbergi í spa-inu auk búnings- aðstöðu eins og við greindum frá hér að ofan. Skráður eigandi lóðarinnar og lúxusvillunnar er fyrirtækið Veiðilæk- ur ehf. en lúxusvillan ber sama nafn í Norðurárdalnum. Fyrirtækið er skráð á sama heimilisfang og núverandi heimili Sigurðar og eiginkonu hans í Reykjavík en fjölskyldan er samt sem áður skráð til heimilis í Bretlandi samkvæmt þjóðskrá. Heimili þeirra í Bretlandi komst í bresku pressuna nú á dögunum þegar stórblaðið The Sun fjallaði um tveggja milljarða íbúða- kaup Sigurðar. Staðgreiddi tveggja milljarða íbúð Samkvæmt The Sun keypti Sig- urður Einarsson hús í Lundúnum fyr- ir 10,5 milljónir punda, eða tvo millj- arða íslenskra króna. Húsið keypti hann aðeins örfáum mánuðum áður en Kaupþing var þjóðnýttur en sam- kvæmt grein blaðsins var það bank- inn sem sá um milligöngu í kaupun- um. Samkvæmt fréttinni hafði húsið verið í sölu í nokkrar vikur og bend- ir The Sun á að á síðasta ári hafi tvær svipaðar eignir selst í sömu götu á fjórar og fimm milljónir punda. Hús þeirra hjóna er með fjór- um svefnherbergjum og er staðsett í Vestur-Lundúnum. Þá kemur líka fram í greininni að Sigurður og frú hafi nú þegar eytt 600 þúsund pund- um í endurbætur, eða um 116 millj- ónum króna. Sigurður og fjölskylda eiga því í nokkur hús að venda þrátt fyrir fall Kaupþings. Eitt af þeim kostar tvo milljarða og er í Lundúnum – annað kostar eflaust ekki mikið minna og er í Norðurárdalnum. Brjáluð Bygging Bankamanns Fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Sigurður Einarsson, lætur ekki sitt eftir liggja þegar kemur að bygg- ingu lúxushúsa í sveitinni. Sigurður byggir nú tæplega níu hundruð fermetra sveitasetur við Norðurá í Borg- arfirði og slær ekkert af í lúxusinum. Sveitasetrið hefur allt það sem milljarðamæringur þarf á að halda eins og tvær sánur, vínkjallara og yfirbyggða og upphitaða útiborðstofu með glæsilegu útsýni. Kostnaður við sveita- setrið hleypur á hundruðum milljóna króna en Sigurður boraði meðal annars eftir heitu vatni á landi sínu og sér þannig sveitasetrinu fyrir hita. ATli MÁr GylFASon blaðamaður skrifar: atli@dv.is lúxusvilla Sigurðar Miklar framkvæmdir eru nú í Norðurárdalnum við Veiðilæk en starfsmenn hafast við í hálfgerðum vinnubúðum sem minna óneitanlega á virkjunarframkvæmdir. MynD SiGTryGGUr Ari Alvöru milljarðamæringur Sigurður er tákngervingur góðærisins en hann lifir hátt þrátt fyrir gjaldþrot bankanna. Öryggisgæsla Sigurður hefur enn sem komið er ekki splæst í alvöru öryggisverði en hefur þess í stað sett upp öflugt öryggiskerfi sem vaktar svæðið allan sólarhringinn. MynD SiGTryGGUr Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.