Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2008, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 22. Október 2008 15Umræða
Íslendingar standa frammi fyrir
bráðavanda og langtímavanda. Því
miður erum við að byrja að finna
fyrir bráðavandanum. Hann birtist
í því að fyrirtæki í viðskiptum við
útlönd koma ekki gjaldeyri landa á
milli, vöruskortur er að byrja að gera
vart við sig, ferðamenn í útlöndum
lenda í hremmingum, námsmenn
erlendis verða fyrir stórfelldri kjara-
skeðringu og eiga auk þess í erfið-
leikum með að fá peninga senda frá
Íslandi sér og sínum til framfærslu.
Allir þeir sem finna fyrir bráða-
vandanum knýja á um lausn þegar
í stað.
Ísland skal blóðmjólkað
Vandinn er sá að lausn á bráða-
vandanum er háður lausn á lang-
tímavandanum. Samhengið er þetta:
Við þurfum að taka erlend lán til að
hjól viðskipta, þar með á gjaldeyris-
markaði geti farið að snúast að nýju.
Hér kemur Aljóðagjaldeyrissjóður-
inn inn í myndina. Hans hlutverk er
meðal annars að greiða úr gjaldeyr-
iskrísum í heiminum en fyrst og síð-
ast lítur hann á sig sem eins konar
heimslögreglu kapítalismans. Und-
anfarna daga hefur hann notað tím-
ann vel. Allir þeir sem gefið hafa til
kynna að þeir vildu lána Íslending-
um bæta því nú að sögn alltaf við
að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þurfi
að veita öllum slíkum lánum bless-
un sína. Það gera Rússar og nú síð-
ast norski seðlabankinn. Heimslög-
regla kapítalismans er tilbúin að
veita slíka blessum. En fyrst þurfi Ís-
lendingum að blæða. Þeir þurfa að
skuldsetja sig inn í framtíðina svo
erlent vogunarkapítal fái sitt. Þetta
eru fyrstu skilyrðin, svo skulum við
ræða um vexti og ríkisútgjöld.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
ánægður með Árna
Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins horfðu á með velþóknun þegar
Árni Matthiesen undirritaði skuld-
bindingar gagnvart Hollandi fyr-
ir fáeinum dögum og einnig þegar
hann tók að munda pennann gagn-
vart Bretum. En undir hvað er hann
að skrifa? Hvaða skuldbuindingar
er ríkisstjórnin að gefa gagnvart Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum þegar hún
þiggur blessun hans? Þetta vitum
við ekki nema á mjög yfirborðslegan
hátt. Hitt vitum við að ríkisstjórnin
gengur til viðræðna um þessi efni
án þess að skilgreina samningsfor-
sendur sínar. Svo mikið höfum við
fengið að vita.
Að vita hvað maður vill
Enginn andmælir því að Íslend-
ingar eigi að virða lagalegar og þjóð-
réttarlegar skuldbindingar sínar. En
hverjar eru þær? Þarna hafa verið
uppi áleitin álitamál. Virtir fræði-
menn hafa bent á að skulbinding-
ar Íslendinga séu ekki eins rúmar
og ráðherrar í ríkisstjórninni gangi
út frá.
Þegar Íslendingar einhentu sér
í viðræður um Hafréttarsáttmála
Sameinuðu þjóðanna á sínum tíma
urðu þeir leiðandi afl við samninga-
borðið. Hvers vegna? Og hvers vegna
skyldi aldrei hafa verið neinn bilbug
á Íslendingum að finna í landhelg-
isstríðunum? Það var vegna þess að
þeir vissu hvað þeir vildu, höfðu lagt
niður fyrir sér þær forsendur sem
þeir ætluðu að standa á og hvaða
markmiðum þeir ætluðu að ná.
Rugluð í súrefnisnauð
Engu slíku er til að dreifa hjá nú-
verandi ríkisstjórn. Við höfum fylgst
með ráðherrum koma út úr súrefn-
issnauðum Ráðherrabústaðnum,
gráa og ruglaða. Ofsagt? Nei, rík-
isstjórnin gerir sér ekki grein fyrir
því að umboðinu sem hún hefur til
að skuldbinda þjóðina eru takmörk
sett.
Þetta þekkjum við þegar fjárlög
eru annars vegar. Þá þarf opna um-
ræðu og samþykki þings. Allir gera
sér grein fyrir að hálfur annar millj-
arður sem Samfylkingin ætlar að fá
úr vasa skattgreiðenda til að fjár-
magna nýja „varnarmálastofnun-
un“ mun kalla á mikla umræðu á
Alþingi. En hvað þá með skuldbind-
ingar um mörg hundruð milljarða,
jafnvel á annað þúsund milljarða
eða meira sem ríkisstjórnin ætlar að
skrifa á næstu kynslóð og þarnæstu,
börn okkar og barnabörn? Heldur
hún að það geti gengið fyrir sig um-
ræðulaust? Og telur ríkisstjórnin sig
yfirleitt hafa umboð til slíkra skuld-
bindinga? Og það meira að segja án
þess að ræða málin.
Hvað ef fólk neitar að borga?
Hvað ef fólk segir einfaldlega
að Árni þessi Matthiesen sé
ekki á sínum vegum.
Hann hafi ekki
umboð til þess-
ara verka. Hvað
þá?
Ég hef orðið var
við það að sauð-
tryggustu stuðn-
ingsmenn
ríkisstjórnar-
innar mega
ekki heyra
á það
minnst að
ríkisstjórn-
in þurfi að
endurnýja
umboð sitt
með kosning-
um. Kannski
er það ekkert
skrítið því þá
þurfa ráðherra að
standa skil verka
sinna. Þá yrði
ríkisstjórnin nauð-
beygð til að leggja spil-
in á borðið og segja þjóð-
inni hvað ráðherrar eru að
hvíslast á um við fulltrúa
heimslögreglu kap-
ítalismans. Ég hef
grun um að það
þoli ekki allt jafn
vel dagsljósið.
Hver er maðurinn? „gunnar
eyjólfsson, leikari og iðka að staðaldri
Qi gong.“
Hvað drífur þig áfram? „Orkan sem
ég fæ í gegnum Qi gong.“
Uppáhaldsbók? „Ég held að
uppáhaldsbókin mín sé innansveitar-
krónika eftir Halldór Laxness vegna
þess að amma mín er fyrirmyndin að
henni guðrúnu Jónsdóttur. Hann
viðurkenndi það opinberlega í beinni
útsendingu, hann Halldór, eftir að ég
sagði honum söguna af ömmu minni.
Nú er hún orðin klassísk fyrir vilja og
tilstuðlan Halldórs. blessuð sé minning
hans alla tíð.“
Uppáhaldsbíómynd? „Ég hef séð
margar óskaplega góðar bíómyndir
en sú síðasta er þýska myndin Líf
annarra. Svo vil ég líka nefna
brúðgumann hans baltasars. Hún var
virkilega góð.“
Hefurðu áður leikið í uppfærslu á
Hart í bak? „Nei, en ég sá það í
gamla daga og kynntist þá Jökli. Þau
voru stutt, en góð.“
Áttu eitthvað sameiginlegt með
Jónatan skipstjóra? „Nei, ég held
ég eigi ekki margt sameiginlegt með
honum. en ég hef mikla samúð með
honum. Ég hef gífurlega samúð með
mönnum sem orðið hefur á í lífinu og
reyna að bæta fyrir það.“
Ertu ekki löngu orðinn ónæmur
fyrir góðum dómum? „Það gleður
mann að fá góða dóma vegna þess að
það eru svo margir sem standa að
þessu. Ég gleðst því fyrir hönd hópsins
og leikhússins þegar vel hefur tekist.“
Sérðu sameiginlega þræði í Hart í
bak og því sem hefur verið að
gerast í íslenska þjóðfélaginu að
undanförnu? „Það virðist alla vega
mörgum finnast það. Ég er kallaður
strandkapteinninn og ég veit ekki
hvað og hvað. Fólkið í Qi gong-
tímunum spyr hvort ég ætli ekki að
koma skútunni aftur á flot.“
Hvað er fram undan? „að leika í
þessu verki. Svo er ég líka að fara á
öldrunarstofnanir einu sinni í viku að
spjalla við fólkið um Hart í bak og lífið
almennt. Þeir sem hafa áhuga koma
svo og sjá sýninguna. Ég hlakka mjög
til þessa.“
Umboðslaus ríkisstjórn
HRAðAEftiRlit Sprækir lögreglumenn sinntu umferðareftirlitinu í gær meðal annars með því að aðgæta hraðamyndavél við Sæbrautina í reykjavík. Þeim fer sífellt fjölgandi
sem eru komnir með vetrardekkin undir bílinn og með aukinni meðvitund um svifryk eru fólk í auknum mæli farið að notast við annað en nagladekk yfir vetrartímann.
Mynd RAkEl ÓSk SigURðARdÓttiR
Á að ganga til kosninga Á næstunni?
„Nei, það vil ég ekki.“
ÆvAR SigURðSSon
26 ára kvikMyNdagerðarMaður
„Já, það finnst mér en ég vil ekkert
gefa upp um það hvað ég myndi kjósa
en það verður það sama og síðast.“
BRAgi gUðBRAndSSon
43 ára aFgreiðSLuMaður
„Já, en er ekki öll vitleysan eins?“
AnnA kolBEinSdÓttiR
26 ára NeMi
„Já, en ég veit ekki hvað ég myndi
kjósa.“
ElvAR gUnnARSSon
26 ára keNNari
Dómstóll götunnar
gUnnAR EyJÓlfSSon hefur
fengið afar lofsamlega dóma fyrir
túlkun sína á Jónatan skipstjóra í
leikritinu Hart í bak sem frumsýnt var
í Þjóðleikhúsinu um síðustu helgi.
Samúð með mönnum
Sem bæta Sitt ráð
„Já, og þá myndi ég kjósa eitthvert nýtt
afl.“
ÁRni fRiðRikSSon
41 árS vörubíLStJóri
kjallari
mynDin
ögMUndUR
JÓnASSon
alþingismaður skrifar
„Við höfum fylgst með
ráðherrum koma út úr
súrefnissnauðum Ráð-
herrabústaðnum, gráa
og ruglaða. Ofsagt? Nei.“
maður Dagsins