Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2008, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2008, Page 22
Miðvikudagur 22. Október 200822 Fólkið Spennuþáttaröðin Svartir englar í Sjónvarpinu var vinsælasti dagskrár- liðurinn í íslensku sjónvarpi vikuna 6. til 12. október samkvæmt mæling- um Capacent. Tæplega 55 prósent landsmanna á aldrinum 12 til 80 ára horfðu á þáttinn þessa vikuna. Þættir Sjónvarpsins tróna í fjórum efstu sætum listans og í átta af tíu efstu sætunum. Spaugstofan fylgir fast á hæla Svartra engla með 52 prósenta áhorf, tveir af hverjum fimm lands- manna sáu spurningaþáttinn Útsvar og þar á eftir kemur spjallþátturinn Gott kvöld með 35 prósenta áhorf. Þá kemur Stöð 2 til skjalanna með sinn vinsælasta dagskrárlið, Dagvaktina, með 33 prósenta áhorf. Singing Bee á Skjá einum er í fjórtánda sæti með ríflega 16 prósenta áhorf. Mugison hefur verið valinn til þess að koma fram á farandshátíð- inni All Tomorrow‘s Festival, betur þekkt sem ATP, sem fer fram helgina 5. til 7. desember næstkomandi í Minehead á Englandi. Hátíðin hefur þá sérstöðu yfir aðrar að ein hljóm- sveit sér um að velja hverjir koma fram á hátíðinni og var það tónlist- armaðurinn Mike Patton sem sér- valdi Mugison til þess að koma fram. Mike Patton mun, ásamt sveitinnni Melvins, stýra hátíðinni í ár. Íslenska sveitin Ghostdigital mun einnig koma fram á hátíðinni. Hlæja með Íslendingum „Þeim þykir gífurlega vænt um Íslendinga og ég segi að þeir séu að koma á hárréttum tíma til þess að gleðja fólk og koma því til að hlæja,“ segir María Hjálmarsdóttir, stórvinkona dönsku grínistanna. En félagarnir Casper Christensen og Frank Hvam munu, ásamt leik- konunni Iben Hjejle, gleðja aðdá- endur sína í Iðusölum í Lækjargötu í dag. María á einmitt heiðurinn af því að Íslendingar fengu að kynn- ast danska dúóinu. „Þeir eru að koma hingað til landsins til þess að fagna góðu gengi, bæði í Danmörku og á Ís- landi. Fimmta serían kemur út á DVD 4. nóvember í Danmörku og hefur hún göngu sína inn- an skamms hér á landi. Þeir eru í raun að sína þakklæti sitt í garð Íslendinga fyrir viðtökurnar sem þeir hafa fengið hér á landi,“ seg- ir María og bætir við: „Vinsældir þáttanna hér á landi voru mikill sigur fyrir þá. En áður en sýn- ingar hófust á Íslandi höfðu þættirnir einungis verið sýndir í Danmörku. Núna hafa þeir verið seldir til allra hinna Noðurland- anna.“ Gestirnir fá einn- ig smjörþefinn af sjöttu seríu sem hefur göngu sína í Danmörku fljót- lega. Með dönsku stjörnunum mæta blaðamenn frá öllum helstu blöð- um Danmerkur og segir María þetta góða tilbreytingu frá allri neikvæðu umfjölluninni sem Ís- land hefur fengið í erlendu press- unni. „Ég spurði þá hversu mörg- um ég mætti bjóða. Sagði þeim að þeir ættu í kringum þrjú hundruð íslenska vini á Facebook og hvort það væri ekki aðeins of mikið að bjóða þeim öllum. En þeir sögðu mér bara að bjóða hverjum sem væri. Ætli þetta verði ekki fyrstir koma fyrstir sjá.“ Aðspurð hvort félagarnir verði ekki með eitt- hvert grín í dag svarar María: „Lík- lega. Þeir eru þekktir fyrir það. Þeir eru æðislegir báðir tveir. Hrikalega jarðbundnir. Húmor þeirra er ekki ósvipaður því sem við sjáum í þátt- unum þó svo að þeir hafi ekki lent í öllu því sem gerist í þáttunum. Þeir ýkja allt og eru með gífurlega auð- ugt ímyndunarafl.“ Kapparnir stoppa þó stutt við. „Þeir mæta beint úr flugvélinni í þennan viðburð. Seinna um kvöld- ið ætlum við út að borða rétt fyrir utan bæinn og svo fara þeir aftur úr landi daginn eftir,“ segir María að lokum og hún hlakkar mjög til að hitta félaga sína á ný. hanna@dv.is Frank Hvam og Casper Christensen úr hinum geysivinsæla sjónvarpsþætti Klovn langar að gleðja helstu aðdáendur sína hér á landi með því að bjóða þeim í sýningar- partí í Iðusölum í Lækjargötunni milli 16 og 18 í dag. Íslenska handboltalandsliðið er ekki það eina sem kemur heim til Íslands með verðlaunapening frá Ólympíuleikum. Íslenska kokka- landsliðið er nú í Þýskalandi þar sem liðið tekur þátt í Ólympíuleik- um matreiðslumeistara og hefur nú þegar hlotið eina gullmedalíu af fjórum mögulegum í flokki sem nefnist Heitir réttir. Langur undirbúningur lá að baki þátttökunni og hafði liðið einsetið sér að ná í gull en þetta er í fyrsta skipti sem íslenska kokkalandsliðið hlýtur gull á ólympíuleikunum. Gullverðlaunin hlaut liðið fyr- ir íslenskan saltfisk og hreindýr og eru meðlimir landsliðsins sann- færðir um að íslenska hráefnið hafi verið það sem heillaði dómarana. Ekki aðeins hreppti liðið gullverð- laun fyrir heita réttinn heldur var líka uppselt í hádegisverðinn hjá ís- lenska landsliðinu en keppnin fór fram í hádeginu og gafst gestum kostur á að velja sér land sem það vildi helst snæða hjá fyrir um það bil þrjú þúsund og fimm hundruð íslenskar krónur. Það er þó ekki þar með sagt að landsliðinu hafi gengið allt í haginn við förina til Þýskalands. Liðið hélt utan síðastliðinn föstudag og lenti fyrst í átta klukkutíma bið eftir flug- inu á Leifsstöð og þegar vélin loks- ins lagði af stað var tekinn smá út- úrdúr og vélinni flogið til Póllands áður en lent var í Þýskalandi. krista@dv.is Fyrsta ólympÍugullið ÍsLensKa KoKKaLandsLIðIð sLó Í gegn með ÍsLensKu hreIndýrI og saLtfIsKI: Hrepptu ólympíugull fyrir heita réttinn enn á íslenska kokkalandsliðið möguleika á að næla sér í þrjú gull til viðbótar. mynd Bragi Þór Klovn á landinu: englarnir vinsælastir góðir vinir María Hjálmarsdóttir ásamt félögunum Frank og Casper. Á virtri tónlistar- HÁtÍð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.