Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2008, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2008, Qupperneq 6
Þriðjudagur 28. Október 20086 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Hjónin Ólafía Guðmundsdóttir og Þórarinn Siggeirsson hafa í tvígang misst aleig- una í bruna. Fyrsta hús þeirra brann til kaldra kola á Þorláksmessu árið 1982 en þá bjuggu þau í Vestmannaeyjum. 26 árum seinna kviknaði í húsi þeirra í Reykjavík og nú er svo komið að nærri allar þeirra eigur eru ónýtar. Ólafía segist sátt með að vera á lífi og tekur fram að þau séu rík af vinum sem aðstoði þau á þessum erfiðu tímum. MISSTU ALEIGUNA Í ANNAÐ SINN „auðvitað er ömurlegt að vera búinn að missa allt sitt en maður verður bara að byrja upp á nýtt.“ „Það brann næstum allt, húsið okkar eyðilagðist og er nú gjör- samlega óíbúðarhæft,“ segir hin 54 ára Ólafía Guðmundsdóttir en fimmtudagskvöldið 16. októb- er varð hús þeirra hjóna eldi að bráð. Hún segir að það sem ekki hafi brunnið hafi sviðnað og eyði- lagst og sé nú ónýtt af reyk og sóti. Eldurinn kviknaði í hjólhýsi sem var fyrir utan húsið og leiddi svo inn í húsið. Ólafía og eiginmað- ur hennar Þórarinn Siggeirsson eru brött þrátt fyrir allt saman og vilja hefjast handa við uppbygg- inguna. Töfrasófinn „Við eigum ennþá húsmun- ina úr stofunni, þeir sluppu,“ segir Ólafía og tekur fram að þegar kvikn- aði í húsi þeirra í Eyjum hafi einmitt sama sófasettið og hillusamstæð- an sloppið við skemmdir. Eldur- inn kviknaði klukkan sjö að kvöldi en þá var dóttir Ólafíu á heimilinu. Hún hélt að hún hefði orðið vör við einhvern umgang í húsinu og fór að athuga það nánar. Þá kom í jlós að eldur hafði kviknað. Hún reyndi að hringja í slökkviliðið en síminn virkaði ekki. Dóttir Ólafíu rauk þá út úr húsinu og fékk að hringja hjá nágranna við hliðina. Ólafía þakkar guði fyrir að atvikið hefði ekki átt sér stað að nóttu til en þá er hún viss um að þau hefðu ekki lifað af og enginn hefði verið eftir til frásagnar. Búa í sumarhúsi „Auðvitað er ömurlegt að vera búinn að missa allt sitt en maður verður bara að byrja upp á nýtt,“ segir Ólafía og bætir því við að nú þurfi þau bara að bretta upp erm- ar og byrja að laga húsið. Hún segir þau ætla sér að fara sem allra fyrst í uppbygginguna, og verið sé að vinna í því að þau geti byrjað strax í næstu viku. „Mig dreymir um að vera komin inn í febrúar en fólk segir að ég sé bjartsýn,“ segir hún og hlær. Þau hafast við í sumar- húsi sínu rétt fyrir utan Stokkseyri en þar er ekkert heitt vatn og eng- in þvottavél. Þau hafa þó fengið að- stoð frá ýmsum og hafa nú aðgang að húsi sem er í eigu elliheimilisins á Stokkseyri en þar geta þau baðað sig og þvegið föt. Rík af vinum „Maður fær einhvern ótrúleg- an styrk, það gefur manni ein- hvern kraft við svona aðstæður,“ segir Ólafía. Hún segir marga persónulega muni hafa glatast í eldsvoðanum og það sé erfitt að upplifa slíkt á nýjan leik. Þau eiga þó ennþá fjölskyldumynd- irnar en Ólafía segir marga per- sónulega og dýrmæta muni hafa glatast. Hún segir þó að minn- ingarnar séu ennþá í minninga- bankanum. „Við erum bara gríð- arlega þakklát þeim sem hafa hjálpað okkur. Maður sér hvað maður er ríkur af góðum vinum þegar maður lendir í svona. Rík- idæmi er ekki endilega peningar heldur gott fólk,“ segir Ólafía að lokum. JÓn BJaRki maGnúSSon blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is Byrja upp á nýtt ólafía guðmunds- dóttir og Þórarinn Siggeirsson hafa misst hús sitt tvisvar sinnum í eldsvoða, nú síðast 16. október. Bréf sem Þráinn Eggertsson, próf- essor í hagfræði við Háskóla Íslands, ritaði var birt í Financial Times í gær. Þar kemur fram að þær skuldir sem ís- lenska þjóðin muni þurfa að greiða jafnist á við þjóðarframleiðslu lands- ins. Hann tekur einnig fram að vextirnir af slíkum lánum verði í kringum 3 til 4 prósent en það sé nokkuð svipuð pró- senta og hagvöxtur hér á landi. „Byrð- in er óraunveruleg. Líklegar afleiðingar eru; gríðarleg verðbólga, efnahagslegt hrun, gríðarlegur fólksflótti og pólitísk uppþot og óreiða,“ skrifar Þráinn meðal annars í bréfi sínu. Þráinn tekur fram að samkvæmt fréttum Financial Times muni Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn ásamt nokkrum þjóðum lána íslenska ríkinu hátt í 700 milljarða íslenskra króna. Hann nefnir einnig að fram hafi komið hugmyndir þess efnis að breska ríkisstjórnin láni Íslendingum 540 milljarða og sú hol- lenska 165 milljarða vegna IceSave- reikninga en þau lán þurfi öll að greiða til baka. Þráinn segir lánin sem Ísland muni taka vera jafnhá og helmingur lána sem Ungverjaland þurfi að taka vegna efnahagsástandsins þar í landi. Munurinn sé sá að í Ungverjalandi búi 10 milljónir manna en á Íslandi aðeins 320 þúsund. Þráinn segir að erlendir fjölmiðlar átti sig ekki á því hversu alvar- legar afleiðingar það geti haft í för með sér, mögulega fyrir aðrar þjóðir í Evr- ópu, að Nató-þjóð farið svo illa. Að lok- um segist hann minnast Versalasamn- inganna sem Þjóðverjar voru knúðir til að skrifa undir árið 1919. Gríðarlegur fólksflótti og pólitísk uppþot Ruslið hækkar í verði Þeir sem þurfa að losa sig við mikið af rusli á Suðurnesj- um finna eflaust fyrir hækk- andi verðskrá Kölku á næst- unni en stjórn fyrirtækisins samþykkti að hækka hana um 8,54% og tók breytingin gildi um síðustu mánaðamót. Kalka er í eigu fimm sveitarfélaga á Suðurnesjunum og fer eignar- hlutur hvers sveitarfélags eftir stærð þess. Hækkunin á verð- skrá Kölku er sögð tilkomin vegna verðbólgu og hækkunar á neysluverðsvísitölu samkvæmt því er fram kemur í fundargerð stjórnarinnar. Spíttpakki á Hrauninu Lögreglan á Selfossi hand- tók þrjá karlmenn á Eyrarbakka á miðvikudagskvöld. Þeir voru grunaðir um að hafa kastað pakka yfir girðingu og inn á lóð fangelsisins á Litla-Hrauni en pakkinn fannst við leit á svæð- inu. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að pakkinn innihélt hvítar töflur og duft en við efna- rannsókn reyndist þetta vera amfetamín, rúmlega tíu töflur og lítilræði af dufti. Við yfirheyrslur viðurkenndi einn mannanna að hafa verið með efnin og kastað pakkanum yfir girðinguna. Fíkniefnaakst- ur vinsæll Lögreglan í Keflavík hef- ur á undanförnum tveimur vikum stöðvað átta ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og fimm ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfeng- is. Ef litið er lengra aftur í tímann og embættið borið saman við önnur embætti á landinu kemur í ljós að lög- reglan í Keflavík hefur stöðv- að langflesta ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrif- um fíkniefna en þeir skipta hundruðum. Annars var helgin að mestu leyti tíðinda- laus fyrir sunnan fyrir utan nokkur hávaðaútköll. Rektor í útgáfu Ágúst Einarsson, rektor við Háskólann á Bifröst, hefur gefið út bókina „Greinasafn – síðara bindi“ en bókin hefur að geyma úrval greina og erinda. Sam- kvæmt vefsíðu Bifrastar er efnið valið þannig að það gefi heild- stæða mynd af þeim álitaefnum sem eru uppi á hverjum tíma. Þetta bindi skiptist upp í þrjá kafla en í þeim fyrsta er fjallað um efnahagsmál. Annar kafli fjallar um sjávarútvegsmál og sá þriðji fjallar um heilsuhagfræði, Kína, byggðamál, kvikmyndir og landbúnað. Þetta er ekki fyrsta bókin sem Ágúst gefur út en hann hefur gefið út eina bók ár hvert síðustu fimm ár. Fólksflótti Í bréfi eftir Þráin eggertsson sem var birt í Financial times kemur fram að skuldir Íslendinga muni leiða til gríðarlegrar verðbólgu og efnahagslegs hruns. Búast má við gríðarlegri verðbólgu og efnahagslegu hruni segir hagfræðingur:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.