Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2008, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2008, Page 9
Þriðjudagur 28. Október 2008 9Fréttir Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands, kallar eftir því að lagt verði fram hvað var rætt á fundi að- stoðarmanna ráðherra og fulltrúa útvalinna fjölmiðla. Hún segir mikilvægt að allar upplýsingar liggi á borð- inu á tímum sem þessum. Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segir allar umræður fundar- ins þola dagsljósið og engin leynd hafi hvílt yfir honum. ALLT UPP Á BORÐIÐ „Ég kalla eftir því að fram verði lagt það sem rætt var á þessum fundi,“ segir Arna Schram, formaður Blaða- mannafélags Íslands, um leynifund aðstoðarmanna ráðherra með fulltrú- um útvalinna fjölmiðla á dögunum. Hún segir að það hljóti að teljast eðli- legt að þeir sem voru viðstaddir fund- inn greini frá því sem þar fór fram. Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segir að ekki hafi verið að biðja um neina sérstaka um- fjöllun né heldur að reynt hafi verið að hafa áhrif á ritstjórnarlegt efni. Settir inn í ástandið Eins og DV greindi frá í gær voru Páll Magnússon útvarpsstjóri, Þor- steinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðs- ins, og Ólafur Stephensen, ritstjóri Morgunblaðsins, boðaðir á fund með aðstoðarmönnum ráðherra í Háskól- anum í Reykjavík 10. október síðast- liðinn. Þjóðfélagið lék á reiðiskjálfi og óvissan var mikil á þessum tíma. Ól- afur Stephensen sagði að á fundin- um hefði mönnum verið veittar upp- lýsingar um hvað hefði verið í gangi í þjóðfélaginu. Arna segir að fundahöldin geti vakið tortryggni. „Það hefur verið erf- itt að fá upplýsingar um hvað er að gerast og almennt er miður hversu erfitt hefur reynst að fá upplýsingar frá ráðamönnum um þau mál sem eru í gangi í þjóðfélaginu á þessum erfiðleikatímum.“ Óttast framhaldið „Almenningur hefur rétt á því að fá eins ítarlegar upplýsingar og hægt er. Því er óþægilegt til þess að vita ef einhverjir leynifundir hafi farið fram,“ segir Arna, en ítrekaði að upplýsing- ar sínar um málið væru bundnar við það sem hún las um málið í DV í gær. Arna segist óttast að á þessum síðustu og verstu tímum verði tilhneigingin sú að sópa mikilvægum upplýs- ingum undir teppið og að ákvarðanir verði teknar í lokuðum bakherbergjum. „En ég vona vissu- lega að sá ótti minn reynist ekki rétt- ur. Það er mikilvægt, á svona tímum, að allar upplýsingar liggi á borðinu,“ segir Arna og bætir við að ólíðandi sé hversu erfitt hefur reynst að fá upp- lýsingar frá stjórnvöldum og þeim sem starfi í umboði þeirra síðustu vikurnar. Fundarefni þolir dagsljósið „Það er ekkert sem rætt var á þess- um fundi sem þolir ekki dagsins ljós,“ segir Róbert Marshall, aðstoðarmað- ur samgönguráðherra, um fundinn með fjölmiðlamönnunum. Þegar DV spurðist fyrir hjá Steingrími Sig- urgeirssyni, aðstoðamanni mennta- málaráðherra, hvað rætt hefði verið á fundinum sagði hann þar hafa far- ið fram almennar samræður sem að hans mati væru trúnaðarmál. „Við sögðum þeim frá þeirri að- gerðaáætlun sem við værum farnir af stað með til að endurreisa traust og orðspor Íslands. Við útskýrðum fyrir þeim hvernig við værum að vinna þá áætlun og báðum um framlag og hug- myndir. Þetta var fundur sem stóð í 25 mínútur,“ segir Róbert og bætir við að rætt hafi verið við hátt í 40 manns víðs vegar úr samfélaginu á sambærilegan hátt. „Það var ekki verið að biðja um neina umfjöllun, enda hefur ekkert slíkt sést. Það var ekki verið að reyna að hafa áhrif á neitt ritstjórnarlegt efni. Því var ekkert leynilegt við fundinn og engin trúnaðarmál sem þarna voru rædd. Enda var enginn sem mætti á þennan fund beðinn um að halda því leyndu,“ segir Ró- bert að lokum. SiguRðuR MikAel jÓnSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Borðleggjandi arna Schram, formaður blaðamannafélags Íslands, kallar eftir upplýsingum um fund aðstoðarmanna ráðherra með fulltrúum þriggja fjölmiðla. Hún segir eðlilegt að þeir sem viðstaddir voru greini frá því sem þar fór fram. Aðgerðaáætlun kynnt „Það er ekkert sem rætt var á þessum fundi sem þolir ekki dagsins ljós,“ segir róbert Marshall. Fjölmiðlamennirnir þrír hafi verið beðnir um framlag og hugmyndir að aðgerðaá- ætlun stjórnvalda til að endurreisa traust og orðspor lands og þjóðar. Háskólinn í Reykjavík Fundarstaður aðstoðarmanna ráðherra og forsvars- manna fjölmiðla 10. október síðastliðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.