Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2008, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2008, Síða 14
Svarthöfði fær ekki betur séð en aðeins tveir fjölmiðlar standi vaktina í kreppunni og láti sér fyrst og fremst umhugað um almenning í landinu og sinni sálgæslu fjöldans frekar en að strjúka tættum sjálfsmyndum stjórnmálamanna og fyrrverandi auðmanna með silki- hönskum. Hér er vitaskuld átt við DV og Útvarp Sögu. Svarthöfði hefur vita- skuld alltaf borið sterkar taugar til DV og auðvitað þarf ekki að fjölyrða um einfaldar ástæðurnar fyrir því hvers vegna DV er uppáhaldsblað Svart- höfða. Öðru máli gegnir um Útvarp Sögu en Svarthöfða hefur löngum þótt stöðin sú ansi hjákátleg og hefur helst séð skemmtigildi í því að hlusta á gegndarlausan vaðalinn í furðulegum fastahlustendunum. Auðvitað var þetta viðhorf Svarthöfða mengað af góð-ærishrokanum en Svarthöfði var, eins og svo margir aðrir, með glýju í augunum og þótti enginn vera maður með mönnum nema hann ætti lúxusjeppa, tjaldvagn og lifði í almennum vellystingum í krafti myntkörfuláns. Nú hefur Svarthöfði hins vegar áttað sig á að þeir sem fleyttu góðærisrjómann eru fíflin en þeir sem supu marga fjöruna á með- an og sögðu frá því á Sögu eru hinir mestu spekingar. Útvarp Saga má eiga það sem hún á og það er ekki lítið. Hún er beintengd við alþýðuna, þessa alþýðu sem Arnþrúður á Sögu ætlar sko ekki að láta skera auðmennina úr snörunni og enn síður að láta apakettina sem múg- urinn kaus yfir sig komast upp með að halda áfram fíflaganginum sem setti landið á hausinn. Ó, nei! Nú er sko líf á Sögu og á meðan Jón Baldvin stendur eins og sturlaður byltingar- leiðtogi án byltingar og öskrar froðufellandi yfir nokkur hundruð hræðum á tröppum ráðherrabústaðarins fer hin raunveru- lega andspyrna fram á Útvarpi Sögu. Þar vaknar fólk í byltingar-hug við ráman reiðilestur Arnþrúðar sem eirir engu á meðan froðusnakkarar á öðr- um stöðvum tala um sjálfstyrkingar- námskeið og kökuuppskriftir eða eitt- hvað álíka fánýtt. Þá kemur æringinn Halldór E. sterkur inn í símatímum á föstudögum og tekst einhvern veginn að hafa taumhald á eintrjáningnum og harðlínurepúblíkananum Jóni Val Jenssyni á milli þess sem hann espar kommahjörðina upp þannig að blóðþrýstingur hennar fer alveg upp að þolmörkum. Tvö ólíklegustu kyntröll Íslandssögunnar, Sigurður G. Tómasson og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, lyfta föstudögum Svart- höfða alltaf upp með frjálslegu tali sínu um ástina og kynlífið. Þess á milli benda þeir strangir á helstu sökudólg- ana í hruninu en á aftökulista þeirra eru litlir grænir kallar, Davíð Oddsson og allt þar á milli. Kynlíf og kreppa. Frábær blanda. Strigakjafturinn Sverrir Storm-sker hefur heldur ekki gefið þumlung eftir frá því hann hóf upp London Docks-meng- aða rödd sína á Sögu og í þeim tryllta heimi sem nú blasir við þjóðinni er brengluð lífssýn Stormskersins kær- komin vin í andlegri eyðimörk góðær- istremmans. Útvarp Saga hugsar svo sann-arlega um sína og veitir hlustendum sínum and-legan stuðning og finn- ur reiði þeirra heppilegan farveg en gremjunni er vitaskuld veitt beint inn í eyru allra hinna sem eru að tryllast á ástandinu. Þetta fólk á fyrr eða síð- ar eftir að tala sig sameiginlega upp í slíkan ofsa að byltingin hlýtur að brjótast út og þá fyrst verður barist fyr- ir betri heimi. Uppreisn með Arnþrúði í fylkingarbrjósti er öllu lífvænlegri en sú sem Kolfinna Baldvinsdóttir hefur verið að brasa við að hrinda af stað með engum árangri. Helsta byltingarhetja Sögu er svo tvímælalaust fasta-kúnninn Eiríkur Stefáns-son en þessi fyrrverandi verkalýðsleiðtogi hringir reglulega inn og gargar hressilega á alla þá óláns garka sem hafa komið okkur á vonarvöl. Eiríkur er nefnilega búinn að eyrnamerkja alla illmennahers- inguna og slengja henni saman við hina alræmdu olígarka í Rússlandi. Nú gargar Eiríkur á útrásargarkana, stjórnmálagarkana og alls konar fleiri garka. Nú veður svo hressilega á Eiríki að Svarthöfði skilur hann aldrei alveg og er fjarri því að átta sig á því hvernig hann hugsar yfirleitt. En assgoti er vel til fundið að einfalda leitina að hinum seku með því að gera þá að görkum. Orð í tíma töluð og -garki er orðin al- menn skammarending. Áfram íslensk alþýða! Niður með garkana! Þriðjudagur 28. Október 200814 Umræða GarGað á Garkana svarthöfði Jón TrausTi reynisson riTsTJóri skrifar. Björgólfur var hljómsveitarstjóri í sinfóníu sukksins. Hann lagði þjóðina að veði Leiðari Gagnrýni Björgólfs Guðmundssonar á íslenskan almenning kemur úr hörðustu átt. Hann segir að við Íslendingar höf-um verið gripnir „kaupæði“ í aðdraganda kreppunnar. Vandamál Íslendinga er augljóslega að of miklu lánsfé var dælt inn til landsins, án þess að eftirlitsaðilar ræktu þá skyldu sína að takmarka tjón af óumflýjanlegri endurgreiðslu þess. Björgólfur sakar Íslendinga um að hafa misst stjórn á sér í einhvers konar æði, eða eyðslufíkn, sem olli því að þeir keyptu flatskjái, jeppa og raftæki í stórum stíl. Þegar horft er á stjórnleysi einstaklinga vegna fíkn- ar er nærtækt að horfa til líkingar við fíkniefnaneyt- endur. Í reynd minna ummæli Björgólfs á fíkniefnasala sem gagnrýnir dópista fyrir neyslu og skammast í lögreglunni fyrir að hafa ekki stoppað hann af. Björgólfur gagnrýnir sjálfur peningamála- stefnu Seðlabankans, en helsta vandamálið við hana var að hún gerði Björgólfi kleift að soga lánsfé frá Bretlandi til Íslands vegna vaxtamunar. Enginn neyddi Björgólf til þess að gera það, en honum var gert það mögulegt, og það þykir honum greinilega miður. Afleiðingarnar af gjörðum Landsbank- ans og fleiri banka, sem stjórnvöld gerðu bæði mögulegt og hindr- uðu ekki, voru þær að almenningur varð að skuldsetja sig meira til þess að halda í við aðra. Fasteignaverð hækkaði um helming á örskömmum tíma eftir að bankarnir komu inn á húsnæðislána- markaðinn og lánshlutfallið var hækkað fyrir tilstuðlan ríkis- stjórnarinnar. Bankarnir létu lánsféð flæða yfir landið og eyddu háum upphæðum í auglýsingar til að sannfæra fólk um að taka lán fyrir smæstu hlutum. Ástæðan fyrir því að þeir gátu sogið til sín allt þetta fjármagn var sterkur ríkissjóður og stórhættu- leg vaxtastefna Seðlabankans. Björgólfur nýtti sér þetta til að verða moldríkur á meðan venjulegir Íslendingar söfnuðu skuldum sem hann gagnrýnir okkur nú fyrir. Nokkrir hafa stigið fram að undanförnu og kennt almenningi um hvernig fór fyrir íslensku efna- hagslífi. Það er hins vegar ómögulegt fyr- ir venjulegan Íslending að bera fjármálalega eða peningalega ábyrgð á þjóðarbúinu. Orð Björgólfs eru móðgun í garð þjóðarinnar. Það voru hans líkar sem spanderuðu fé án þess að raunveruleg innistæða væri fyrir því. Björgólfur var hljómsveitarstjóri í sinfón- íu sukksins, spilaði rassinn úr buxunum og lagði þjóðina að veði. spurningin „Já, ég á flatskjá og borgaði fyrir hann í reiðufé. Engir Icesave- peningar þar,“ segir Birgitta Jónsdóttir, ljóðskáld og byltingarfrömuð- ur, en auðkýfing- urinn björgólfur guðmundsson sagði í viðtali við Morgunblaðið að kreppusökin lægi einnig hjá almenningi sem hefði tekið lán fyrir öllum flatskjáunum. áTTu flaTskJá? sandkorn n Ráðning nýrra bankastjóra og annarra stjórnenda ríkis- bankanna þriggja leggst mis- jafnlega í fólk. Þannig hefur sprottið upp mikil umræða um launakjör aðalstjórnendanna. Elín Sig- fúsdóttir, bankastjóri Landsbank- ans, hefur enn ekki fengist til að upplýsa um sín laun. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings og mágur Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra, var einn um að upplýsa um að hann hefði tæpar tvær milljónir á mánuði. Hann sýndi síðan þann mann- dóm að óska eftir lækkun til að vera jafn bankastjóra Glitnis í launum. n Vangaveltur eru uppi um hrikalega stöðu Framsókn- arflokksins í nýjustu skoð- anakönnun Fréttablaðsins og veika stöðu Guðna Ágústsson- ar formanns. Þrýst er á Valgerði Sverrisdótt- ur varafor- mann að fara gegn formanni sínum og rétta af mál- flutninginn í Evrópumálum. Flokkurinn hefur raunar sam- þykkt að kanna kosti og galla með opnum huga en formað- urinn sneri af þeirri braut og hefur talað ákveðið gegn ESB. n Eyþór Arnalds, leiðtogi minnihluta í Árborg, hefur lagt fram tillögu um ítarlegar sparnaðaraðgerðir í sveitar- félagi sínu til að mæta hinum mögru tímum. Aðgerðirnar eiga að ná til fjöl- margra liða í rekstri sveitarfé- lagsins. Þá vill Eyþór að sam- fylkingar- konan Ragnheiður Hergeirs- dóttir bæjarstjóri lækki laun sín til að minnka vandann. Óvíst er um vilja hennar til að mæta þeirri ósk. n Vandræðaleg staða kom upp í eðalþættinum Í bít- ið á Bylgjunni í gærmorgun. Mættir voru þingmennirn- ir Jón Magnússon og Pétur Blöndal til að ræða um hrun banka og kreppu. Þáttar- stjórnendur vildu vita hver ábyrgð Fjármálaeftirlitsins væri og þá varð andrúmsloftið vandræðalegt. Jón Magnússon tók þá af skarið og sagðist af eðlilegum ástæðum ekki geta rætt þátt Fjármálaeftirlitsins. Þar er um að ræða að Jónas Fr. forstöðumaður er sonur þing- mannsins sem þá er væntan- lega úr leik í umræðunni um krísuna. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúMer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsíMi: 512 7080, auglýsingar: 515 70 50. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Við náttúrlega bara krossum fingur um að það gangi eitthvað að fá einhverja pen- inga að utan.“ n Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur Svartra engla, um hvað þarf að gerast til að framhald verði gert á þessum vinsælustu sjónvarpsþáttum Íslands í háa herrans tíð. – DV n „Ef að hann verður ekki skeinandi sig næstu mánuðina þá veit ég ekki hvað.“ Egill Gillzenegger Einarsson um frammistöðu Helga Seljan í góðgerðarfótbolta Verzlunarskól- ans. – fotbolti.net n „Kaupæðið sem rann á okkur Íslendinga var óskaplegt.“ Björgólfur Guðmundsson sem segir kaup landsmanna á flatskjám, hjólhýsum og jeppum ástæðuna fyrir efnahagsástandinu. – Morgunblaðið n „Það er vonandi að íslenska þjóðin fjölmenni á völlinn.“ Sigurður Ragnar, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, um að landinn styðji stelpurnar þegar þær mæta Írum í úrslitaleik um að komast á EM. – Fréttablaðið n „Það var eins og vítamín- sprauta inn í fyrirtækið þegar fólkið fann að við hugsuðum svona.“ Hrafn Hauksson, fjármálastjóri Emmessíss, um þau tíðindi að starfsmenn fyrirtækisins taki allir á sig 10% launalækkun til að koma í veg fyrir hópuppsögn. – Morgunblaðið bókstafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.