Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2008, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2008, Side 15
Þriðjudagur 28. Október 2008 15Umræða Hin alþjóðlega bankakrísa 2008 er ekki búin og óljóst hvenær henni lýkur. Krísan hefur skilið eftir sig skýr skilaboð: Fjármála- og bankakerfi heimsins er rekið á ábyrgð skatt- greiðenda. Þetta er staðreynd, enda hafa þær þjóðir, sem lent hafa í krís- unni, reitt fram fé úr sameiginlegum sjóðum. Engu hefur skipt hvernig eignarhaldi bankanna er háttað – það er að segja hvort um einka- eða ríkisbanka hefur verið að ræða. Allt ber að sama brunni – skattgreiðend- ur bera ábyrgð á kerfinu. Það getur aldrei verið rétt að almenningur beri einn ábyrgð á tjóninu. Það verða aðrir líka að gera. Það er því nauð- synlegt að hraða lögreglurannsókn í tilvikum þar sem grunur leikur á um að refsiverð brot hafi verið framin. Til þess höfum við efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra. Það er aug- ljóst að fram þarf að fara endurmat á regluverki fjármálakerfisins. Mitt mat er að það verður að liggja fyrir á skýran hátt hvaða áhættu bank- ar mega taka í rekstri, einkanlega í ljósi þess að þeir eru í reynd reknir á ábyrgð samfélagsins. Í ljósi þessa virkar það því hálfbrjálæðislegt að launakerfi bankamanna hafi tekið mið af vexti þeirra og bónusgreiðsl- ur markast af framlagi hvers og eins til vaxtar bankans. Slíkt kerfi ýtir undir áhættutöku – jafnvel svo að í einhverjum tilvikum kann starfsem- in að hafa átt meira skylt við spila- víti en nokkuð annað. Bandarísku undirmálslánin eru eitt besta dæm- ið um það. Skattgreiðendur hvorki vilja, mega né eiga að bera ábyrgð á starfsemi, sem á meira skylt við spilavíti en ábyrga fjármálastarf- semi. Það er fráleit niðurstaða – en samt staðreynd. Traustið Bankastarfsemi á allt undir því að henni sé treyst – að almenningur og fyrirtæki beri traust til starfsem- innar. Í dag nýtur íslenska banka- kerfið ekki trausts. Verkefni næstu missera er að endurvekja traustið – það er samstarfsverkefni fjármála- markaðarins og stjórnvalda, sem gæti byggt á „hvítbók“ um það sem fór úrskeiðis. Markmiðið á að vera að afla bönkunum trausts á nýj- an leik. Það mun því reyna mikið á stjórnvöld næstu mánuði. Ef stjórn- völd missa tökin á þessu verkefni er hættan sú að margir slæmir siðir úr gamla hagkerfinu skjóti upp kollin- um á nýjan leik. Það yrði á ábyrgð stjórnvalda. Skipulag bankastarfsemi Flestir bankar í dag eru alþjóð- legir, þar sem nánast allar hliðar fjármálaviðskipta eru á sömu hendi. Það að vera alþjóðlegir og starfa á svo breiðum grundvelli er ekki sjálf- gefið. Lengi vel sáu einstakir bank- ar um afmarkaða þætti fjármála- starfseminnar. Líklega þarf að setja reglur um hvern þátt starfseminn- ar fyrir sig. Það hefur einnig komið á daginn, í kjölfar alþjóðavæðing- ar, að það dugar ekki að hvert land sé með sínar reglur. Vandamál eins banka – eins fjármálakerfis – get- ur orðið vandamál kerfisins í heild. Því hefur meðal annars verið hald- ið fram að offors Breta í okkar garð skýrist af því að ef innlán eru ekki nægilega tryggð dragi það úr trú- verðugleika kerfisins á heimsvísu. Í mínum huga er það ljóst að skýrt regluverk, öflugt eftirlit og alþjóða- samstarf er forsenda þess að banka- kerfi heimsins öðlist traust á nýjan leik – lærdómurinn af kæruleysi og áhættusækni undanfarinna ára er alltof dýr lexía. Hver er maðurinn? „julio Cesar gutierrez.“ Hvar ertu uppalinn? „Ég ólst upp í Úrúgvæ sem er í Suður-ameríku.“ Hefur þú búið lengi hér á Íslandi? „Ég kom til landsins fyrst í júní 1994 og hef því verið hér í 14 ár.“ Áttu stóra fjölskyldu? „Ég á tvö börn hérna á Íslandi og tvö börn úti í Úrúgvæ.“ Hvað drífur þig áfram? „Það eru börnin mín.“ Hver er skrítnasti matur sem þú hefur smakkað? „Ég held að það sé bara hákarl.“ Hefur þú rúið kindur lengi? „Ég hef verið rúningsmaður í mörg ár en er eiginlega hættur. Maður er orðinn nokkuð gamall. Ég er aðallega að temja hesta núna.“ Hvernig tilfinning er það að vera besti rúningsmaður á landinu núna? „Það er rosa gaman. Maður var nú ekki búinn að gera ráð fyrir því að vinna í keppninni. Ég var eiginlega bara með til að hjálpa hinum og sýna þeim nýjar aðferðir. Maður er búinn að reyna allt. Ég vann bara út á gæðin og það er það sem mér finnst svo gaman. Það er alltaf gaman að geta gert betur.“ Varstu búinn að æfa þig lengi fyrir keppnina? „Nei, alls ekki. Ég var ekki búinn að rýja nokkuð lengi. Held ég hafi rúið 1.200 rollur í fyrra en svo rúði ég 4 kindur áður en keppnin byrjaði.“ Hver er draumurinn? „er það ekki bara að verða gamall og hress með fjölskyldunni einhvers staðar í hitanum?“ Sjálfskuldarábyrgð á bankakerfinu LúðVik BergVinSSon. form. þingflokks Samfylkingarinnar. „Skattgreiðendur hvorki vilja, mega né eiga að bera ábyrgð á starfsemi, sem á meira skylt við spilavíti en ábyrga fjármálastarf- semi.“ krónan BurT Stórir sem smáir Íslendingar hafa tekið við sér undanfarnar vikur og mótmælt sem aldrei fyrr. Þessi unga stúlka mætti á austurvöll um helgina og var heldur ósátt við efnahagsmálin í landinu. MYnD DV / róBerT reYniSSon Er krEppan okkur að kEnna? „Nei, ég veit ekki, auðvitað er partur af þessu öllu okkur að kenna. Það er að segja hvernig við misstum okkur í gleð- inni. aftur á móti tel ég mig sjálfa ekki beinlínis ábyrga.“ MarÍa kriSTinSDóTTir, 19 ára NeMi „Nei. Ég veit ekki nógu mikið um þetta. en mér sýnist að ríku kallarnir hafi sjálfir farið of geist. Við völdum ekki heimskreppu með því að kaupa bara flatskjái.“ aLexÍa róS gYLfaDóTTir, 17 ára NeMi „að sjálfsögðu, kaupæðið á sinn þátt í þessu öllu saman.“ SóLeY ruT JóHannSDóTTir, 15 ára NeMi „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum.“ einar Örn BJÖrgVinSSon, 29 ára NeMi Dómstóll götunnar Síðastliðina helgi var haldið meistaramót í rúningi en keppnin snýst um að geta rúið rollu inn að skinni á sem skemmstum tíma. JuLio CeSar guTierrez frá Hávarsstöðum í Svínadal í borgarfirði var sá sem bar sigur úr býtum og hlaut titilinn rúningsmeistari Íslands. Bjóst ekki við að vinna „Ég veit það ekki. Ég hef allavega ekki tekið þátt í kaupæðinu. Ég á engan bíl eða flatskjá.“ agneS HanSDóTTir, 51 árS MyNdMeNNtakeNNari kjallari mynDin maður Dagsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.