Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2008, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2008, Page 20
föstudagur 12. desember 200820 Helgarblað KALT VOR Fritz Már Jörgensson - íslenskur krimmi - Fritz M ár Jörgensson K A LT V O R Fritz Már Jörgensson er hér með nýja bók sem svo sannarlega hefur slegið í gegn. Kalt Vor er frábær skáldsaga eftir einn allra vinsælasta spennusagnahöfund þjóðarinnar. Kalt Vor er ein af þessum bókum sem þú leggur ekki frá þér fyrr en hún er lesin upp til agna. KALT VOR Brunnur bókaútgáfa –bókaútgáfan þín Þetta er þriðja skáldsagan eftir Fritz Már Jörgensson. Fyrri bækur hans vöktu verðskuldaða athygli og fengu báðar bækurnar mjög lofsamlegar umsagnir og frábærar viðtökur lesenda. KALT VOR Kristján Hreinsson Biblíubúrið K r ist já n H r e in sso n B ib líu b ú r ið Sj á lf d a u t t f ó lk Brunnur Brunnur Kristján Hreinsson Sjálfdautt fólk B ib lí u b ú r ið K r ist já n H r e in sso n Sjá lf d a u t t f ó lk Brunnur Brunnur Tvær skáldsögur í einni bók eftir Kristján Hreinsson. Sögurnar eiga það sameiginlegt að í þeim er að finna samtímalýsingu og eins geyma þær báðar uppgjör við fortíð og kreppu. Skáldið í skerjafirðinum er hér í essinu sínu. BIBLÍUBÚRIÐ OG SJÁLFDAUTT FÓLK Þorgils Axelsson, íbúi við Laufásveg, er ósáttur við þá ákvörðun borgarinnar að hækka bílakort fyrir íbúa um helming. Hann á tvo bíla en hefur einungis rétt á einu korti og kvíðir því að sektirnar muni hrannast upp á meðan hann er í útlöndum yfir jólin. Bjarki Rafn Kristjánsson, rekstrarstjóri Bílastæðasjóðs, segir að hækkunin hafi komið á óheppilegum tíma en sé í samræmi við hækkanir á allri þjónustu hjá sjóðnum. „Fyrir þremur árum ákvað ég að leigja mér íbúð í miðbænum,“ segir Þorgils Axelsson, íbúi á Laufásvegi 9 í Reykjavík. Borgarráð samþykkti í ágúst að hækka bílastæðakort íbúa um helming, úr þrjú þúsund krónum í sex þúsund krónur. Íbúar í miðbæ Reykjavíkur geta keypt sér íbúakort fyrir árið og lagt þannig bílum sín- um í nágrenni heimila sinna án þess að greiða í stöðumæla. Þorgils er óánægður með hækkunina en hann á tvo bíla og getur einungis fengið kort fyrir annan þeirra. Vesen að fá kort „Í fyrra voru settir stöðumælar fyrir framan húsið mitt. Ég þurfti að kaupa mér íbúakort til að leggja frítt og það kostaði þrjú þúsund krónur. Þeir hafa hækkað verðið um helming, upp í sex þúsund krónur núna.“ Þor- gils segir að það hafi ekki verið nóg að sýna fram á að hann ætti lögheim- ili í húsinu til að fá íbúakort. „Það var ekki nóg að ég hefði lögheimili hér í þjóðskrá heldur þurfti leigusalinn að skrifa upp á það að ég leigði í húsinu líka. Ég er að kaupa þjónustu og er látinn hlaupa eftir henni í allar átt- ir. Svo þarf ég að láta þinglýsa þessu líka og eitthvað kostar það,“ segir Þorgils. Með tvo bíla Þorgils á tvo bíla en einungis er leyfilegt að fá eitt íbúakort á mann sem gildir fyrir einn bíl. „Ég er með tvo bíla út af vinnunni minni og núna má ég bara eiga einn bíl,“ segir Þorgils sem fer utan fyrir jól og kemur aftur heim um miðjan janúar. „Eiga bílarnir mínir tveir að vera eins og jólatré fyrir utan húsið þegar ég kem heim, skreyttir sekt- armiðum fyrir kannski 100 þúsund kall? Ef ég ætti heima upp í Breið- holti mætti ég eiga tvo bíla.“ 16 krónur á dag Bjarki Rafn Kristjánsson, rekstarstjóri Bílastæðasjóðs, segir að fyrir nokkrum árum hafi mönnum verið leyfilegt að eiga tvö íbúakort. „Það eru mikil bíla- stæðavandræði í miðbænum og við viljum frekar gefa sem flestum val á að fá sér íbúakort. Það gengur ekki að hafa bæinn fullan af fólki sem hefur tvö íbúakort fengi náttúrlega enginn neitt stæði.“ Bjarki Rafn segir að hækkunin komi ef til vill á óheppilegum tíma en hafi þó verið tímabær. „Árið 1996 var verðið fimm þúsund krónur á kort og árið 2003 var það lækkað í þrjú þúsund krónur. Kortið var ekki búið að hækka í fimm ár og allt búið að hækka síðan,“ segir Bjarki og tekur fram að mikil um- sýsla sé í kringum kortin. „Það væri eðlilegra að hækka þetta minna og oft- ar en það var ekki gert og því ákveð- ið að taka þetta stóra stökk núna. En þetta eru sex þúsund krónur á ári eða 16 krónur á dag sem kostar að leggja frítt í miðbænum, það finnst engum hátt ef maður hugsar það í því sam- hengi,“ segir Bjarki að lokum. Jólaskreyting með sektarmiðum „Eiga bílarnir mínir tveir að vera eins og jólatré fyrir utan hús- ið þegar ég kem heim, skreyttir sektarmiðum fyrir kannski 100 þús- und kall?“ Boði logAson blaðamaður skrifar bodi@dv.is Aðeins eitt kort á mann Þorgils er ósáttur við að fá einungis eitt kort fyrir tvo bíla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.