Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2008, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2008, Page 26
föstudagur 12. desember 200826 Fókus u m h e l g i n a „Ég var alltaf að fara með vini mín- um á tónleika og var alltaf þessi plús einn fyrir aftan nafnið hans þannig að þetta festist bara við mig,“ seg- ir Árni Rúnar Hlöðversson oftar en ekki kallaður Árni plúseinn. Árni er aðalsprauta og einn af stofnendum sveitarinnar FM Belfast sem á eina af áhugaverðustu plötum ársins, How to make friends. Platan hefur fengið frábæra dóma víðs vegar og vann nýlega til verðlauna á tónlist- arverðlaun Kraums sem voru veitt í fyrsta skipti. Kjarni sveitarinnar eru Árni og kærasta hans Lóa Hlín Hjálmtýs- dóttir, Árni Vilhjálmsson og Örvar Þóreyjarson Smárason. „Reyndar er meðlimafjöldi sveitarinnar á miklu reiki og ég get ekki einu sinni nefnt þá alla á nafn,“ en Árni segir að fólk komi mikið upp á svið þegar sveitin er að spila á tónleikum og taki þátt í gleðinni. „Mest eru þetta þó bara vinir okkar sem eru með okkur á sviði og sveifla kúabjöllum og alls- kyns dóti. Eða bara dansa,“ en það eru fáar sveitir sem leggja jafnmikið upp úr gleðinni og FM Belfast. „Hún er í raun markmið hjá okkur,“ segir Árni og bendir á að það sé jú gaman að hafa gaman. Gleðileg jól Árni segir að drög að sveitinni FM Belfast hafi orðið til í kringum jól- in 2005. „Þá gerðum ég og Lóa lag sem við gáfum í jólagjöf,“ segir Árni en það var ábreiða á laginu Pump up the jam með hljómsveitinni Technotronic. Lagið er að finna á plötunni og í upprunalegri mynd. „Sú útgáfa sem er á plötunni er sú eina og óbreytt frá því að ég og Lóa tókum það upp fyrst.“ Árni segir hann og Lóu hafa ver- ið búin að vera grínast með nafnið FM Belfast fyrir annað verkefni. En þegar lagið varð svo til ákváðu þau að nota nafnið. Árið 2006 spiluðu Árni og Lóa svo á tónleikum í Fær- eyjum sem voru fyrstu tónleikar FM Belfast. „Í framhaldi af því spiluðum við á Airwaves og þá bættust Árni Vil og Örvar við sveitina.“ Leiðinlegt á blokkflautu Sjálfur hóf Árni, sem er 26 ára, tón- listarferill sinni í herbergi í Graf- arvogi þar sem hann er uppalinn. „Ég fór að fikta við þetta þegar ég var svona 16 ára,“ en það var mik- ill áhugi Árna á rafrænni tónlist og tölvum almennt sem að komu hon- um af stað. „Ég fékk forrit sem hét Impulse Tracker sem er gamaldags tracker-forrit. Síðan varð ég mér út um annan hugbúnað og fiktaði mig áfram.“ Árni er sjálflærður í tónlistinni þó hann hafi átt stutt stopp í klassísku tónlistarnámi. „Ég lærði einu sinni á blokkflautu. Það var leiðinlegt,“ seg- ir Árni einlægur um þá reynslu sína. Árni hafi unnið að hinum ýmsu verkefnum áður en á FM Belfast fór á flug og þá undir nafninu Árni plús- einn. „Ég var að gera ýmislegt hér og þar og hjálpa hinum og þessum. Ég var til dæmis að vinna með Hair- doctor og er enn og svo með Motion Boys til að byrja með,“ en Árni samdi lögin Hold me closer to your heart og Waiting to happen ásamt Birgi Ís- leifi sem komu sveitinni á kortið. Óvæntar móttökur Árni segir að móttökurnar sem FM Belfast hefur fengið bæði á tón- leikum og í plötusölu hafi komið skemmtilega á óvart. „Við höfum fengið góðan slatta af fólki á tón- leika og vorum að vonast til að selja kannski fyrsta upplagið af plötunni upplestur á gljúfrasteini Lesið verður úr nýjum bókum í stofunni á gljúfrasteini á sunnudaginn, líkt og fyrstu tvo sunnudaga aðventunnar. Þá munu þau Sjón, Guðrún Eva MínErvudóttir, ÁrMann jakobSSon og GuðMundur andri thorSSon lesa úr verkum sínum í stofu skáldsins. aðgangur er ókeypis og verður tekið hlýlega á móti gestum, eins og segir á vefsíðu gljúfrasteins. upplestrarnir hefjast stundvíslega klukkan 16. Kvikmyndin Four Christmases með stjórstjörnunum Vince Vaughn og Reese Witherspoon hefur allt að bera til þess að vera frábær gam- an „jólamynd“. Eina vandamálið er að það er ekkert jólalegt við þessa mynd. Ég hélt að ég væri að fara að sjá rómantíska gaman- og jólamynd en komst fljótlega að því að ég væri að horfa á aulagrínmynd í anda Will Ferrell-myndanna. Ekki misskilja mig, ég hef gaman af aulagríni, en það er ekki það sem ég hélt að ég væri að borga fyrir. Myndin fjallar um parið Kate og Brad sem á yfirborðinu virðist vera ástfangið upp fyrir haus og sam- stiga í öllu því sem þau vilja út úr lífinu. Bæði eru þau skilnaðarbörn og hafa lítinn áhuga á að stofna sína eigin fjölskyldu - þau væru búin að læra það að ekkert gott kemur út úr því að stofna saman fjölskyldu. Þau hafa lítinn áhuga á að vera ná- lægt fjölskyldum sínum yfir jólahá- tíðina og búa til afsakanir ár eftir ár hvers vegna þau geti ekki heimsótt fjölskylduna. Þetta árið ætla þau að njóta sín á Fiji-eyjum en vegna óvið- ráðanlegs veðurs komast þau ekki neitt í heilan sólarhring. Á þess- um sólarhring eru þau þvinguð til að heimsækja allar fjölskyldurnar á jóladag. Reese og Vince eru afar ótrú- verðugt par. Fréttir af slæmu sam- bandi þeirra á meðan tökur stóðu yfir, settu sitt strik í reikninginn, en kemístrían á milli þeirra álíka mikil og á milli skjaldböku og drekaflugu. Reese nýtur sín ekki í þessu hlut- verki og það sést langar leiðir. Myndin er stútfull af frægum aukaleikurum sem algjörlega bjarga myndinni en á köflum minnir hún aðeins of mikið á Meet the Fockers þar sem foreldranir eru svakalega flippaðir og ruglaðir. Nokkrir leikar- arnir fara samt algjörlega á kostum. Jon Favreau fer með hlutverk bróð- ur Brads og skilar sínu. Gaman að sjá hann og Vince Vaughn saman á ný. Einnig sýnir Sissy Spacek frá- bæra takta sem móðir Brads. Four Christmases kafar aldrei dýpra en rétt á yfirborðinu. Brand- misheppnuð „jólamynd“ garðar á Kjar- valsstöðum Einn dáðasti tenórsöngvari Íslands, Garðar Cortes, heldur tvenna há- degistónleika á Kjarvalsstöðum á mánudag og þriðjudag næstkom- andi. Þar flytur hann helstu jóla- perlur tónbókmenntanna með píanóleikaranum Robert Sund. Á meðal laganna sem munu hljóma eru Happy Christmas, Mary’s Boy Child, Rúdolf með rauða nefið, Bella notte og Ó helga nótt. Garðar hefur lítið sungið opinberlega í seinni tíð en hann er skólastjóri Söngskólans í Reykjavík og stjórnandi Óperukórs- ins. Tónleikarnir hefjast klukkan 12.15, aðgangseyrir er 1.000 krónur en ókeypis er fyrir eldri borgara og námsmenn. jóhann g. opnar sýningu Jóhann G. Jóhannsson opnaði sýningu á myndverkum sínum um síðustu helgi í vinnustofu sinni að Hólmaslóð 4 úti á Granda. Verkin eru 35 talsins – olíumál- verk, vatnslitamyndir og verk unnin með blandaðri tækni. Tólf af þessum verkum byggjast á þrí- hyrningsforminu sem hefur verið Jóhanni hugleikið undanfarin ár. Hann kallar þessar nýju tinda- myndir Seríu 2008 / Tindar & Pýr- amídar frá 1-12. Jóhann verður við daglega milli klukkan 12 og 15 og um helgar frá 14 til 17. Einnig er hægt að mæla sér mót við hann á öðrum tímum með því að senda honum póst á jog@heimsnet.is eða hringja í síma 697 6206. Yfirborðs- Kennd í Kling & bang Síðasta sýning ársins í Kling & Bang verður opnuð á morgun, laugar- dag, klukkan 17.00. Það er fyrsta einkasýning Baldurs Geirs Braga- sonar á Íslandi sem ber heitið Yf- irborðskennd. Margræður mynd- heimur Baldurs hverfist oftar en ekki um sjálfan sig, að því er segir í tilkynningu. Um leið og hann setji fram grípandi hluti og einfaldar myndir sem eiga sér kunnuglegar fyrirmyndir nái vísun þeirra fyrst og fremst til ferlis listaverksins sem slíks. Myndmálið í verkum Baldurs er gjarnan sótt í eitthvað tiltölulega hversdagslegt, eins og teiknimyndir, bíó, tölvuleiki eða myndasögur. kvikmyndir Four Christmases Leikstjórn: seth gordon Aðalhlutverk: reese Witherspoon, Vince Vaughn, robert duvall, sissy spacek, mary steenburgen Ekkert jólalegt við þessa mynd „Ég hélt að ég væri að fara að sjá rómantíska gaman- og jólamynd. en komst fljótlega að því að ég væri að horfa á aulagrínmynd í anda Will ferrell-mynda.“ Hljómsveitin FM Belfast hefur vakið mikla athygli fyrir fyrstu plötu sína How to make friends. Platan hefur fengið einróma lof gagn- rýnenda og þegar unnið til verðlauna. Parið Árni Rúnar Hlöðversson og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir stofnuðu sveitina sem varð til í kring- um jólin 2005. Þrátt fyrir frábærar mót- tökur ætlar sveitin ekki að taka þátt í Íslensku tónlistar- verðlaunum. Byrjaði sem jól p KKi FM Belfast eru löngu byrjuð að semja efni á næstu plötu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.