Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2008, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2008, Qupperneq 26
föstudagur 12. desember 200826 Fókus u m h e l g i n a „Ég var alltaf að fara með vini mín- um á tónleika og var alltaf þessi plús einn fyrir aftan nafnið hans þannig að þetta festist bara við mig,“ seg- ir Árni Rúnar Hlöðversson oftar en ekki kallaður Árni plúseinn. Árni er aðalsprauta og einn af stofnendum sveitarinnar FM Belfast sem á eina af áhugaverðustu plötum ársins, How to make friends. Platan hefur fengið frábæra dóma víðs vegar og vann nýlega til verðlauna á tónlist- arverðlaun Kraums sem voru veitt í fyrsta skipti. Kjarni sveitarinnar eru Árni og kærasta hans Lóa Hlín Hjálmtýs- dóttir, Árni Vilhjálmsson og Örvar Þóreyjarson Smárason. „Reyndar er meðlimafjöldi sveitarinnar á miklu reiki og ég get ekki einu sinni nefnt þá alla á nafn,“ en Árni segir að fólk komi mikið upp á svið þegar sveitin er að spila á tónleikum og taki þátt í gleðinni. „Mest eru þetta þó bara vinir okkar sem eru með okkur á sviði og sveifla kúabjöllum og alls- kyns dóti. Eða bara dansa,“ en það eru fáar sveitir sem leggja jafnmikið upp úr gleðinni og FM Belfast. „Hún er í raun markmið hjá okkur,“ segir Árni og bendir á að það sé jú gaman að hafa gaman. Gleðileg jól Árni segir að drög að sveitinni FM Belfast hafi orðið til í kringum jól- in 2005. „Þá gerðum ég og Lóa lag sem við gáfum í jólagjöf,“ segir Árni en það var ábreiða á laginu Pump up the jam með hljómsveitinni Technotronic. Lagið er að finna á plötunni og í upprunalegri mynd. „Sú útgáfa sem er á plötunni er sú eina og óbreytt frá því að ég og Lóa tókum það upp fyrst.“ Árni segir hann og Lóu hafa ver- ið búin að vera grínast með nafnið FM Belfast fyrir annað verkefni. En þegar lagið varð svo til ákváðu þau að nota nafnið. Árið 2006 spiluðu Árni og Lóa svo á tónleikum í Fær- eyjum sem voru fyrstu tónleikar FM Belfast. „Í framhaldi af því spiluðum við á Airwaves og þá bættust Árni Vil og Örvar við sveitina.“ Leiðinlegt á blokkflautu Sjálfur hóf Árni, sem er 26 ára, tón- listarferill sinni í herbergi í Graf- arvogi þar sem hann er uppalinn. „Ég fór að fikta við þetta þegar ég var svona 16 ára,“ en það var mik- ill áhugi Árna á rafrænni tónlist og tölvum almennt sem að komu hon- um af stað. „Ég fékk forrit sem hét Impulse Tracker sem er gamaldags tracker-forrit. Síðan varð ég mér út um annan hugbúnað og fiktaði mig áfram.“ Árni er sjálflærður í tónlistinni þó hann hafi átt stutt stopp í klassísku tónlistarnámi. „Ég lærði einu sinni á blokkflautu. Það var leiðinlegt,“ seg- ir Árni einlægur um þá reynslu sína. Árni hafi unnið að hinum ýmsu verkefnum áður en á FM Belfast fór á flug og þá undir nafninu Árni plús- einn. „Ég var að gera ýmislegt hér og þar og hjálpa hinum og þessum. Ég var til dæmis að vinna með Hair- doctor og er enn og svo með Motion Boys til að byrja með,“ en Árni samdi lögin Hold me closer to your heart og Waiting to happen ásamt Birgi Ís- leifi sem komu sveitinni á kortið. Óvæntar móttökur Árni segir að móttökurnar sem FM Belfast hefur fengið bæði á tón- leikum og í plötusölu hafi komið skemmtilega á óvart. „Við höfum fengið góðan slatta af fólki á tón- leika og vorum að vonast til að selja kannski fyrsta upplagið af plötunni upplestur á gljúfrasteini Lesið verður úr nýjum bókum í stofunni á gljúfrasteini á sunnudaginn, líkt og fyrstu tvo sunnudaga aðventunnar. Þá munu þau Sjón, Guðrún Eva MínErvudóttir, ÁrMann jakobSSon og GuðMundur andri thorSSon lesa úr verkum sínum í stofu skáldsins. aðgangur er ókeypis og verður tekið hlýlega á móti gestum, eins og segir á vefsíðu gljúfrasteins. upplestrarnir hefjast stundvíslega klukkan 16. Kvikmyndin Four Christmases með stjórstjörnunum Vince Vaughn og Reese Witherspoon hefur allt að bera til þess að vera frábær gam- an „jólamynd“. Eina vandamálið er að það er ekkert jólalegt við þessa mynd. Ég hélt að ég væri að fara að sjá rómantíska gaman- og jólamynd en komst fljótlega að því að ég væri að horfa á aulagrínmynd í anda Will Ferrell-myndanna. Ekki misskilja mig, ég hef gaman af aulagríni, en það er ekki það sem ég hélt að ég væri að borga fyrir. Myndin fjallar um parið Kate og Brad sem á yfirborðinu virðist vera ástfangið upp fyrir haus og sam- stiga í öllu því sem þau vilja út úr lífinu. Bæði eru þau skilnaðarbörn og hafa lítinn áhuga á að stofna sína eigin fjölskyldu - þau væru búin að læra það að ekkert gott kemur út úr því að stofna saman fjölskyldu. Þau hafa lítinn áhuga á að vera ná- lægt fjölskyldum sínum yfir jólahá- tíðina og búa til afsakanir ár eftir ár hvers vegna þau geti ekki heimsótt fjölskylduna. Þetta árið ætla þau að njóta sín á Fiji-eyjum en vegna óvið- ráðanlegs veðurs komast þau ekki neitt í heilan sólarhring. Á þess- um sólarhring eru þau þvinguð til að heimsækja allar fjölskyldurnar á jóladag. Reese og Vince eru afar ótrú- verðugt par. Fréttir af slæmu sam- bandi þeirra á meðan tökur stóðu yfir, settu sitt strik í reikninginn, en kemístrían á milli þeirra álíka mikil og á milli skjaldböku og drekaflugu. Reese nýtur sín ekki í þessu hlut- verki og það sést langar leiðir. Myndin er stútfull af frægum aukaleikurum sem algjörlega bjarga myndinni en á köflum minnir hún aðeins of mikið á Meet the Fockers þar sem foreldranir eru svakalega flippaðir og ruglaðir. Nokkrir leikar- arnir fara samt algjörlega á kostum. Jon Favreau fer með hlutverk bróð- ur Brads og skilar sínu. Gaman að sjá hann og Vince Vaughn saman á ný. Einnig sýnir Sissy Spacek frá- bæra takta sem móðir Brads. Four Christmases kafar aldrei dýpra en rétt á yfirborðinu. Brand- misheppnuð „jólamynd“ garðar á Kjar- valsstöðum Einn dáðasti tenórsöngvari Íslands, Garðar Cortes, heldur tvenna há- degistónleika á Kjarvalsstöðum á mánudag og þriðjudag næstkom- andi. Þar flytur hann helstu jóla- perlur tónbókmenntanna með píanóleikaranum Robert Sund. Á meðal laganna sem munu hljóma eru Happy Christmas, Mary’s Boy Child, Rúdolf með rauða nefið, Bella notte og Ó helga nótt. Garðar hefur lítið sungið opinberlega í seinni tíð en hann er skólastjóri Söngskólans í Reykjavík og stjórnandi Óperukórs- ins. Tónleikarnir hefjast klukkan 12.15, aðgangseyrir er 1.000 krónur en ókeypis er fyrir eldri borgara og námsmenn. jóhann g. opnar sýningu Jóhann G. Jóhannsson opnaði sýningu á myndverkum sínum um síðustu helgi í vinnustofu sinni að Hólmaslóð 4 úti á Granda. Verkin eru 35 talsins – olíumál- verk, vatnslitamyndir og verk unnin með blandaðri tækni. Tólf af þessum verkum byggjast á þrí- hyrningsforminu sem hefur verið Jóhanni hugleikið undanfarin ár. Hann kallar þessar nýju tinda- myndir Seríu 2008 / Tindar & Pýr- amídar frá 1-12. Jóhann verður við daglega milli klukkan 12 og 15 og um helgar frá 14 til 17. Einnig er hægt að mæla sér mót við hann á öðrum tímum með því að senda honum póst á jog@heimsnet.is eða hringja í síma 697 6206. Yfirborðs- Kennd í Kling & bang Síðasta sýning ársins í Kling & Bang verður opnuð á morgun, laugar- dag, klukkan 17.00. Það er fyrsta einkasýning Baldurs Geirs Braga- sonar á Íslandi sem ber heitið Yf- irborðskennd. Margræður mynd- heimur Baldurs hverfist oftar en ekki um sjálfan sig, að því er segir í tilkynningu. Um leið og hann setji fram grípandi hluti og einfaldar myndir sem eiga sér kunnuglegar fyrirmyndir nái vísun þeirra fyrst og fremst til ferlis listaverksins sem slíks. Myndmálið í verkum Baldurs er gjarnan sótt í eitthvað tiltölulega hversdagslegt, eins og teiknimyndir, bíó, tölvuleiki eða myndasögur. kvikmyndir Four Christmases Leikstjórn: seth gordon Aðalhlutverk: reese Witherspoon, Vince Vaughn, robert duvall, sissy spacek, mary steenburgen Ekkert jólalegt við þessa mynd „Ég hélt að ég væri að fara að sjá rómantíska gaman- og jólamynd. en komst fljótlega að því að ég væri að horfa á aulagrínmynd í anda Will ferrell-mynda.“ Hljómsveitin FM Belfast hefur vakið mikla athygli fyrir fyrstu plötu sína How to make friends. Platan hefur fengið einróma lof gagn- rýnenda og þegar unnið til verðlauna. Parið Árni Rúnar Hlöðversson og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir stofnuðu sveitina sem varð til í kring- um jólin 2005. Þrátt fyrir frábærar mót- tökur ætlar sveitin ekki að taka þátt í Íslensku tónlistar- verðlaunum. Byrjaði sem jól p KKi FM Belfast eru löngu byrjuð að semja efni á næstu plötu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.