Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2010, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 24. mars 2010 FRÉTTIR Eyrún Sigfúsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Tálknafjarðar- hreppi og oddviti hreppsins, leigir út bát sinn og kvóta, þar með talinn byggðakvóta sem báturinn hefur fengið úthlutað síðastliðin þrjú ár. Eyrún á bátinn Sæla SU-333 í gegnum félagið Steglu ehf. sem aftur leigir bátinn út og kvótann með til út- gerðarinnar Þórsbergs ehf. á Tálkna- firði. Í þeim kvóta er að finna byggða- kvóta sem úthlutað er af Fiskistofu og síðustu þrjú ár hefur Sæli fengið út- hlutað. Allt í allt eru það í kringum 34 tonn af þorski, 27 tonn af ýsu og 19 af ufsa. Sé horft til leiguágóða byggða- kvótans eingöngu er hann sextán milljónir króna síðustu þrjú ár. Í heildina hefur Eyrún þó fengið nær 160 milljónir fyrir að leigja bátinn út með kvóta. Ekkert sem bannar Auðunn Ágústsson, sérfræðingur á fiskveiðistjórnunarsviði Fiskistofu, telur það ekki skipta máli hver veiðir kvótann á meðan vinnslan skili sér í viðkomandi byggðalag. Aðspurð- ur segir hann ekkert sem banni að byggðakvóti sé leigður út. „Meg- inreglan fer eftir því hversu miklu skipin hafa landað í byggðarlaginu á tilteknum tíma. Til að fá þetta af- hent þarf útgerðin að hafa landað að minnsta kosti tvöfalt því magni í byggðinni. Það er ekkert sem bann- ar mönnum að leigja báta og byggða- kvóta áfram á meðan viðkomandi uppfyllir skilyrði um löndun. Á með- an aflinn skilar sér á land í byggð- arlaginu er nokk sama hver veiðir hann,“ segir Auðunn. Jón Þórðarson útgerðarmaður telur aftur á móti óeðlilegt að Ey rún leigi út byggðakvóta enda samræm- ist slíkt ekki reglum. Hann skilur ekki hvers vegna sjávarútvegsráðuneyt- ið sníði kvótaúthlutun að geðþótta sveitarstjórnamanna. „Ég hélt að það væri bannað að framselja byggða- kvóta, hann er ekki til útleigu. Ráðu- neytið hefur því miður sniðið regl- urnar í samráði við sveitarstjórnir og geðþótta þeirra við að úthluta byggðakvótanum. Þannig er úthlut- unin þóknanleg sveitarstjórnar- mönnum,“ segir Jón. Ekki að græða Eyrún staðfestir að báturinn hafi ver- ið leigður út síðustu tvö ár en það sé gert af illri nauðsyn og það tryggt að reksturinn haldi áfram innan byggð- arlagsins. Hún hafnar því að græða nokkuð á útleigunni þar sem tekj- urnar komi á móti skuldum. „Við leigjum bátinn út til útgerðar sem gerir út hér á staðnum og allur kvóti bátsins kemur hér til vinnslu. Við vildum fara þessa leið því við vild- um ekki láta bátinn fara úr bænum. Við erum ekki að leigja út byggða- kvóta heldur fer hann í gegnum bát- inn okkar. Með því að leigja bátinn út eigum við fyrir afborgunum og náum að standa skil á okkar skuldum. Ég er ekki að græða á þessu því ég hefði stórgrætt á því að annaðhvort selja bátinn eða láta hann fara úr byggð- arlaginu,“ segir Eyrún. „Það vildum við ekki. Þess í stað, í staðinn fyrir að hætta útgerð, var það fyrst og fremst okkar markmið að láta bátinn og heimildirnar vinna fyrir byggðarlagið.“ Á meðan aflinn skilar sér á land í byggðarlaginu er nokk sama hver veiðir hann. ODDVITI LEIGIR ÚT BYGGÐAKVÓTA Eyrún Sigfúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, hefur síðustu ár leigt út bát sinn og kvóta, þar á meðal byggðakvóta. Fiskistofa segir ekkert því til fyrirstöðu uppfylli báturinn skilyrði fyrir byggðakvóta. Jón Þórðarson útgerðarmaður telur reglurnar skýrar, byggðakvóti sé ekki til útleigu. Braskar með kvóta Oddvitinn leigir út Sæla og með honum allan kvóta, þar með talinn byggðakvóta. Ekki að græða Eyrún hafnar því að græða nokkuð á því að leigja bátinn út því með því eigi hún aðeins fyrir skuldunum. Vill auka kvóta Sigmundur Ernir Rúnarsson, þing- maður Samfylkingarinnar, skoraði á Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að bæta við aflaheimildir til þess að fjölga störf- um um allt land, á Alþingi á þriðju- dag. Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir með Sigmundi Erni og taldi að meirihluti væri fyrir því á Alþingi. Sigmundur Ernir hefur áður skorað á ríkisstjórn- ina til að fjölga atvinnutækifærum úti á landi. Hræddir læknar Kristján Guðmundsson, formað- ur samninganefndar Læknafé- lags Reykjavíkur, óttast að þjónusta sérfræðilækna leggist af, að því er fram kemur á vef Ríkisútvarpsins. Boðaður niðurskurður, sem Álf- heiður Ingadóttir heilbrigðisráð- herra stendur fyrir, sé reiðarslag fyrir lækna. Gert er ráð fyrir að hið opinbera dragi saman um þriðjung í kaupum á þjónustu sérfræðilækna. Kallaður á fund Sjónvarpsmaðurinn Steindi Jr, öðru nafni Steinþór Hróar Steinþórsson, hefur verið boðaður á fund Stöðvar 2 eftir að hann tók sæti á lista vinstri grænna fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar sem fram fara í Mosfellsbæ í maí, frá þessu er greint á Pressunni. Pálmi Guðmundsson, framkvæmda- stjóri dagskrársviðs Stöðvar 2, segir að ekki standi til að Stöð 2 blandi sér í sveitarstjórnarkosningar. N1 hagnast Hagnaður af rekstri N1 var 277,4 milljónir króna eftir skatta á síðasta ári, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá félaginu. N1 tapaði 1,1 millj- arði króna á síðasta ári. Þrátt fyrir að rekstrartekjur N1 hafi dregist saman um 3,7 milljarða á milli ára, úr 43,7 í 40 milljarða, var engu að síður hagnaður á rekstrinum. N1 segir í tilkynningu að rekstrarhorfur séu áfram erfiðar vegna óstöðugleika í efnahagsmálum. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Búist við að fjöldi ferðamanna geri sér ferð upp á Fimmvörðuháls: Í lagi fyrir vana að fara að gosinu „Mín persónulega skoðun er að það sé ekki hætta frá gosinu, heldur hætta sem fylgir því að ferðast á jökli í þessu veðri sem verið hefur,“ segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræð- ingur aðspurður hvort það sé óhætt fyrir ferðamenn að fara upp að gos- stöðvunum á Fimmvörðuhálsi. Búist er við því að fjöldi ferð- manna leggi leið sína að gosstöðvun- um á næstu dögum, til þess að berja þetta fyrirbæri í náttúrunni aug- um. Auk þess eru fjölmargir erlend- ir ferðamenn áhugasamir um að fara upp á Fimmvörðuháls. Þá fór hópur vélsleðamanna upp eftir á mánudag, þar sem þeir komust í um 200 metra fjarlægð frá gosinu. Haraldur telur að það fari að koma að því að fólki verði leyft að fara upp að gossvæðinu. Hann bendir á að það sé aðeins hans per- sónuega skoðun og að Almanna- varnir hafi ákveðnar reglur um slík- ar ferðir. Aðspurður hvort gosið geti breyst á næstunni segir Haraldur: „Það veit enginn. Það er alltaf með eldgos að menn vita ekki hvað gerist næst. En eins og málið stendur þá virðist gos- ið vera stabílt og að það haldi áfram svipað og hefur verið. Kvikan sem kemur upp er mjög heit. Við höfum fengið efnagreiningu á kvikunni. Hún er 1.150–1.200 stiga heit. Það virðist ekki vera sprengivirkni, held- ur bara gjóskustrókur.“ valgeir@dv.is Eldgosið á Fimmvörðuhálsi Eldfjallafræð- ingur telur að á næstu dögum verði í lagi fyrir ferðamenn að fara að gosstöðvunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.