Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2010, Blaðsíða 30
Athafnakonan Jónína Bene-
diktsdóttir og Gunnar í Krossin-
um giftu sig sem kunnugt er um
helgina. Hamingjuóskum hefur
rignt yfir hjónakornin á fésbók-
inni. Bubbi Morthens skrifar
einn af sínum mögnuðu textum
til þeirra hjóna í sinni kveðju.
Stundum er gatan
sem gengin er
önnur en við héldum.
Beina breiða gatan þín
var bugðótt og grýtt
torfær oft og tíðum
það var ákveðið
löngu áður en
ganga þín hófst.
Stundum erum við stoppuð
efinn sækir að
við óttumst
en við göngum áfram
sama hversu
erfitt það er
og þegar við höldum
í vanmætti okkar
að við séum ein
þá er ... hann búinn að
sjá hamingju þína
á undan þér
og mildilega
leiðir hana
á þinn fund.
„Ég veit ekki hvernig hann fór að
þessu. Olli slydda er bara mjög
góður veðurfréttamaður og hans
spár eru yfirleitt hundrað pró-
sent,“ segir Guðmundur Páls-
son Baggalútur um veðurfrétta-
manninn sem vinnur á ritstjórn
Baggalúts, Olgeir Olgeirsson. Sá
skeleggi kappi spáði nefnilega
fyrir um eldgosið sem hófst á
Fimmvörðuhálsi síðastliðið laug-
ardagskvöld eins og sjá má í svo-
kölluðu Fréttaljósi Baggalúts sem
sett var inn á Youtube á laugar-
daginn.
„Olli þarf ekkert að vera á vett-
vangi. Hann fær ákveðin mæli-
gögn í hendurnar og þá sér hann
þetta fyrir sér,“ segir Guðmundur,
spurður hvort Olgeir sé ekki núna
í því að fljúga yfir gosið í gríð og
erg eins og fulltrúar annarra fjöl-
miðla. „Fyrir hann er þetta eins
og nótur fyrir góða tónlistarmenn
sem heyra músíkina við það eitt
að horfa á nóturnar. Hann horfir
á gögnin og horfir þá á eldgosið.“
En ætli stóru fjölmiðlarnir
eins og RÚV og Stöð 2 hafi ekki
borið víurnar í Olgeir í ljósi þess-
arra einstöku hæfileika hans?
„Olli er hugsjónamaður og
prinsippmaður og veit að hans
spár fá brautargengi í Heimsljós-
inu, miðli sem mark er tekið á.
Hann er því ekkert að hugsa sér
til hreyfings, sama hvað menn
bjóða honum.“
kristjanh@dv.is
KRISTRÚN ÖSP:
Ásgeir Davíðsson, oftast kennd-
ur við Goldfinger, er ekki sáttur
við þá ákvörðun þingheims að
banna nektardans á Íslandi.
Vefmiðillinn pressan.is sló á
þráðinn til hans nánast um leið
og ákvörðunin var tekinn á Al-
þingi og var Geiri ekki sáttur.
„Mér finnst þetta bölvaðar kvígur
sem láta kjósa sig á þing til að
mótmæla forræðishyggjunni og
standa svo ekki upp til að verja
málstaðinn. Það er helvíti hart að
þurfa að skoða hverjum menn
eru giftir áður en maður kýs þá.
Þetta virðist allt vera ákveðið
bara við eldhúsborðið heima.“
ÞINGKONUR
ERU KVÍGUR
30 MIÐVIKUDAGUR 24. mars 2010 FÓLKIÐ
HAMINGJUÓSKIR
FRÁ BUBBA
„Hann setti mér úrslitakosti og nú verð ég að taka ákvörðun,“
segir Kristrún Ösp Barkardóttir, fyrirsæta og vinkona knatt-
spyrnukappans Dwight Yorke. Kristrún Ösp, sem hefur verið
að hitta Yorke af og til í rúm tvö ár, flaug til Bretlands í heimsókn
til hans í síðustu viku. Hún bjóst við skemmtilegri djammferð,
stútfullri af spennandi ævintýrum eins og vanalega, en í þetta
skipti var fótboltastjarnan í alvarlegri gír. „Hann tjáði mér ást
sína en það er í fyrsta skiptið sem það gerist. Ég bjóst alls ekki
við því og var í frekar miklu áfalli. Hann vill að ég flytji út til
hans ef þetta samband okkar á að ganga.“
Orðin enn hrifnari
Kristrún Ösp sagði í ítarlegu viðtali við Helgarblað DV að hún væri
líklega ekki ástfangin af Yorke þótt hún væri afar hrifin af honum. Hún við-
urkennir nú að tilfinningar hennar hafi aukist við að heyra ástarjátningarnar.
„Hann er miklu eldri en ég og vill ekki eyðileggja mín unglingsár. Hann er
mikið í burtu vegna vinnunnar og ef ég flyt verð ég mikið ein en hann þarf
að ferðast mikið til að mæta í íþróttaþætti í sjónvarpinu auk þess sem hann
þjálfar af og til landsliðið í Trinidad. Hann segist gera sér grein fyrir að ég
er mun yngri og að það væri skiljanlegt að ég vildi lifa lífinu,“ segir hún og
bætir við að Yorke hefði sagst vera löngu búinn að biðja um hönd hennar ef
hann væri tíu árum yngri en knattspyrnumaðurinn er 38 ára gamall.
Vill koma til Íslands
Kristrún segir Yorke í fyrsta skiptið hafa talað um að heimsækja Ísland. „Ég er
lengi búin að reyna fá hann hingað með mér en hingað til hefur hann sagt að
hér sé of kalt fyrir hann. Kannski er hann til í að koma núna til að hitta mömmu
og pabba en hann hefur aldrei hitt þau. Strax og ég kom út fór hann að spyrja mikið,
spurði hvort ég saknaði ekki Englands, hvort ég myndi frejar vilja búa í London eða
Manchester og sagði að ég yrði að koma með honum til Trinidad í sumar. Ég var ekk-
ert að kveikja á perunni og gerði mér ekki grein fyrir hvað vakti fyrir honum fyrr en
hann skellti þessu á mig.“
Þarfnast hans ekki
Kristrún ætlar að taka sér góðan tíma
í að hugsa málið. Hún viðurkenn-
ir að ef hún segir nei við Yorke sé hún
einnig að segja nei við spennandi líf
enda er kappinn hluti af knattspyrnu-
elítu Evrópu. „Ég gæti samt upplif-
að spennandi hluti án hans ef ég flyt
út og ákveð að vera ein. Ég þarf ekki
þannig á honum að halda,“ segir
hún en viðurkennir að eins og mál-
in líti út fyrir henni í dag séu frek-
ar líkur á að hún flytji út til hans
heldur en ekki. „Ef ég ímynda
mér lífið án hans verð ég leið
og ég veit að ég myndi upp-
lifa mikla ástarsorg ef ég
sleppi takinu á honum. Ætli
ég fari ekki út til hans þegar ég
hef tekið ákvörðun. Við heyr-
umst daglega í síma en það er
glatað að ræða þetta símleiðis.“
indiana@dv.is
Knattspyrnumaðurinn Dwight Yorke
vill að Akureyrarmærin Kristrún Ösp
Barkardóttir flytji út til sín. Yorke er
ástfanginn og vill eyða lífinu með Krist-
rúnu sem verður að gera upp hug
sinn fljótlega ef þau eiga að halda
áfram að hittast.
ÁSTFANGINN YORKE
SETUR AFARKOSTI
Hann tjáði mér ást sína en það er í fyrsta
skiptið sem það gerist. Ég
bjóst alls ekki við því og var
í frekar miklu áfalli.
Hugsar málið Kristrún ætlar að taka sér
góðan tíma. Hún er aðeins tvítug og er
ekki viss um að hún sé til í svo alvarlegt
samband. MYND ÞÓRHALLUR/PEDROMYNDIR
Flott saman
Kristrún og
Yorke hafa verið
að hittast af og
til í rúm tvö ár
en nú vill Yorke
gera alvöru úr
sambandinu.
VEÐURFRÉTTAMAÐUR BAGGALÚTS SAGÐI FRÁ ELDGOSINU Á FIMMVÖRÐUHÁLSI ÁÐUR EN ÞAÐ HÓFST:
SÁ GOSIÐ FYRIR
Olgeir veðurfrétta-
maður Þarf ekki að vera
á vettvangi gossins. Sér
þetta bara fyrir sér.
Guðmundur Pálsson
Segir Olla ekki vera á leið
til RÚV eða Stöðvar 2.