Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2010, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 24. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR 11
Í byrjun september 2007 bauð Glitnir
vel völdum mönnum í nokkurra daga
ferð til New York-borgar í Banda-
ríkjunum. Tilefnið var opnun útibús
Glitnis á Manhattan þann 5. sept-
ember og kynning á orkuútrás bank-
ans sem Magnús Bjarnason og Árni
Magnússon áttu að fara fyrir.
Meðal gesta í ferðinni voru Ól-
afur Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, Hannes Smárason, forstjóri FL
Group, Lárus Welding, forstjóri Glitn-
is, Þorsteinn M. Jónsson, stjórnar-
formaður Glitnis, og flestir af öðrum
helstu stjórnendum Glitnis á þessum
tíma. Heiðursgesturinn á einni sam-
komunni í ferðinni var George Soros,
einn þekktasti fjárfestir heims.
Sótt var ráðstefna um orkumál
þar sem Ólafur Ragnar stal senunni
og heillaði viðstadda upp úr skón-
um með þekkingu sinni á orkumál-
um. Í samtali við DV síðasta sumar
sagði einn gestanna í ferðinni, Árni
Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ,
að Íslendingarnir hefðu verið stolt-
ir af Ólafi þegar hann hélt ræðu sína.
„Menn voru stoltir af forseta sínum
á þessum tíma; fyrir það hvað hann
flutti mál sitt vel um tækifæri Íslands
á sviði orkumála,“ sagði Árni um Ólaf
Ragnar.
Um þetta leyti stóð sameining REI
og Geysis Green Energy einnig fyrir
dyrum en Glitnir var einn af helstu
þátttakendunum í því ævintýri sem
síðar átti eftir að fara út um þúfur.
Til að rifja upp þann stórhug sem
var í mönnum varðandi orkuútrás-
ina á þessum tíma má geta þess að
í byrjun október, mánuði eftir ferð-
ina, héldu Bjarni Ármannsson og
Hannes Smárason kynningu fyrir
fjárfesta á starfsemi hins sameinaða
félags REI í London. Stjórn Orku-
veitu Reykjavíkur hafði þá samþykkt
sameiningu fyrirtækjanna og Hann-
es og Bjarni áttu að stjórna því. Í
kynningunni sögðu Bjarni og Hann-
es að draumur þeirra væri að búa til
stærsta jarðvarmafyrirtæki í heimi
sem átti að eiga eignir upp á 5 til 8
milljarða Bandaríkjadala.
Hópurinn flaug til New York á
Saga Class og voru nokkrir tugir
herbergja á Hotel New York Palace
keyptir undir gestina. Íburðurinn í
ferðinni var hvílíkur að erlendir gest-
ir sem tóku þátt í dagskránni spurðu í
forundran: „How big is this Glitnir?“
og mun það hafa komið þeim í opna
skjöldu hvað Glitnir var í raun lítill
banki.
Meðal þess sem menn gerðu sér
til dundurs í New York-ferðinni var
að sitja gala-kvöldverð í menning-
armiðstöðinni Lincoln Center, þar
sem Lárus Welding og Ólafur Ragnar
Grímsson héldu meðal annars tölu,
líkt og sjá má á myndunum. Þar lék
Winton Marsalis, nífaldur Grammy-
verðlaunahafi, undir borðum.
Einnig fóru gestirnir í Glitnisferð-
inni í siglingu á snekkju, líkt og sjá
má á myndunum af Hannesi Smára-
syni og Lárusi Welding, og eins mun
hafa verið boðið upp á þyrluferð, út-
sýnisflug yfir New York, þar sem gest-
irnir gátu skoðað skýjakljúfana úr há-
loftunum.
Myndir úr ferð Glitnis til New York haustið 2007 sýna þann stórhug sem einkenndi útrás bankans í orku-
málum. Ólafur Ragnar Grímsson talaði um vöxt og velgengni útrásarinnar. Hannes Smárason og Lárus
Welding sóluðu sig á lúxussnekkju og einhverjir fóru í útsýnisflug á þyrlu.
GLEÐI GLITNIS Í
NEW YORK 2007
ÞEIR VORU MEÐ
Bjarni Benedikts-
son, þáverandi
þingmaður og
stjórnarformaður
olíufélagsins N1
og núverandi
formaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Árni Sigfússon, bæj-
arstjóri í Reykjanesbæ
og stjórnarformaður
Hitaveitu Suðurnesja.
Var boðið í ferðina
sem stjórnarformanni
Hitaveitu Suðurnesja.
Þór Sigfússon,
fyrrverandi
forstjóri Sjóvár
og formaður
Samtaka
atvinnulífsins.
Magnús
Kristinsson,
hluthafi í
Gnúpi.
Þórður Már
Jóhannesson,
forstjóri
Gnúps.
Árni Magnússon,
fyrrverandi
félagsmála-
ráðherra og
starfsmaður
Glitnis.
Jón Jósep
Snæbjörnsson.
(Jónsi í Í svörtum
fötum). Jón sá um
að skipuleggja
viðburði og boðs-
ferðir fyrir Glitni á
þessum tíma.
Ólafur Ragnar
Grímsson,
forseti Íslands.
Lárus Welding
bankastjóri,
forstjóri Glitnis.
Hannes
Smárason,
forstjóri FL
Group.
Þorsteinn
M. Jónsson,
stjórnarfor-
maður Glitnis.
Flogið yfir New York Einhverjir af gestunum í Glitnisferð-
inni fóru í útsýnisflug á þyrlu og skoðuðu New York-borg úr
háloftunum.
Á snekkjunni Lárus Welding sést hér - sá með
sólgleraugun - ásamt óþekktum manni á snekkjunni
sem siglt var í ferðinni til New York.
FL-maðurinn Hannes
Smárason var einn af
stofnendum Geysis
Green Energy í gegnum
FL Group. Hann sést hér
á snekkju sem siglt var á í
ferð Glitnis til New York.
Forstjórinn Lár-
us Welding sést
hér halda ræðu
í Glitnisferðinni.
Íburðurinn í ferð-
inni var hvílíkur
að erlendir gestir
á viðburðunum
sem Glitnir hélt
spurðu: „How big
is this Glitnir?“
Forsetinn Ólafur Ragnar var skrautfjöðrin í Glitnisferðinni og
vakti hann mikla aðdáun, bæði hjá Íslendingunum í ferðinni sem
og útlendingunum, vegna þekkingar sinnar á orkumálum.
Hápunktur Myndin er tekin í ferð Glitnis til New York í sept-
ember 2007. Annar frá vinstri er Ásgeir Margeirsson, forstjóri
Geysis Green Energy; fjórði frá vinstri er Ólafur Ragnar Grímsson
forseti en við hlið hans er Lárus Welding, forstjóri Glitnis, og svo
Magnús Bjarnason, sem var yfir útibúi Glitnis í New York. Lengst
til hægri er Árni Magnússon sem átti að stýra orkuútrás bankans.
Leysið orkuna úr
læðingi Ólafur Ragn-
ar Grímsson heldur
ræðu í ferð Glitnis
til New York haustið
2007. Á bak við hann
stendur: „Mýmörg
tækifæri. Leysið
orkuna úr læðingi,“
og að bankastarfsemi
Glitnis hafi verið
gáfuleg.