Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2010, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2010, Blaðsíða 3
FRÉTTIR 24. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR 3 Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur á Selfossi, vill ekki gefa frá sér skrifstofu Selfosskirkju til yfir- manns síns, sóknarprestsins Krist- ins Ágústs Friðfinnssonar. Hann óskaði eftir lyklunum að skrifstof- unni um síðustu mánaðamót en hefur enn ekki fengið þar sem und- irmaðurinn Óskar vill ekki víkja. Séra Kristinn Ágúst tók við sem sóknarprestur nýs samein- aðs Selfossprestakalls sem ákveðið var að sameina á síðasta kirkjuþingi. Hluti sóknarbarna Sel- fosskirkju hefur barist hart fyrir því að fá að velja sér sóknarprest yfir kirkjuna eftir að séra Gunnar Björns- son var settur af sem sóknarprestur þar. Nú hefur Kristinn Ág- úst fengið lyklavöldin í Selfosskirkju, allt nema lyklana að skrifstof- unni sem Óskar vill ekki láta frá sér. Fékk leyfi til að stjórna Síðustu tvo mánuði, í janúar og febrúar, fékk Óskar sérstakt leyfi frá stjórnendum Þjóðkirkjunnar og séra Kristni Ágústi til þess að stýra Selfosskirkju en nú er leyfið runn- ið út og sóknarpresturinn hugðist koma sér fyrir á skrifstofu Selfoss- kirkju. Það hefur reynst honum erfitt síðustu vikurnar því lyklana fær hann ekki og sóknarnefndin hefur þess í stað boðið honum aðra skrifstofu síðar meir. Kristinn Ágúst staðfestir að lykl- ana að skrifstofunni fái hann ekki þar sem Óskar vilji halda henni. Hann skilur lít- ið í framgangi und- irmanns síns og sér fram á að þurfa fara vel yfir málin á næstu dögum. „Ég er búinn að fá lykla að húsinu en ekki skrifstofunni þar sem afleys- ingapresturinn hefur verið. Sjálf- ur hef ég stung- ið upp á því að við deilum skrifstof- unni tímabundið en hann hef- ur ekki verið sáttur með það. Ég er að reyna að lempa hann til með góðu en ef það tekst ekki er sóknar- nefndin með hugmyndir að ann- arri skrifstofu,“ segir Kristinn Ág- úst. Fær ekki að þjónusta Það eru fleiri deilumál í gangi í Sel- fosskirkju en samkvæmt heimild- um DV vildu brúðhjón nýverið fá séra Gunnar Björnsson, fráfarandi sóknarprest Selfosskirkju, til að gefa þau saman. Þeirri hugmynd var fálega tekið hjá kirkjunni, svo fálega að hjónin töldu ráðlegast að hverfa frá þeirri hugmynd og leita til annars prests. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem komið er í veg fyrir að séra Gunn- ar þjónusti við kirkjuna því honum var meinað að jarða gamlan vin sinn í byrjun októbermánaðar. Aðstandendur þess látna fóru fram á það við séra Gunnar að hann sæi um útförina og í kjölfar- ið óskaði hann eftir því að fá afnot af Selfosskirkju. Það gerði hann með því að leita til starfandi sókn- arprests, Óskars Hafsteins, með erindið. Óskar taldi ekki rétt að veita forvera sínum heimildina og leitaði ráðgjafar hjá biskupi. Biskup taldi heldur ekki rétt að séra Gunnar fengi heimild til að sjá um áðurnefnda útför og þar við stóð. Ekkjan þurfti þá að sætta sig við niðurstöðuna og Óskar sá um útförina. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur í Selfossprestakalli, vill ekki gefa yfirmanni sínum eftir skrifstofu kirkjunnar. Sóknarpresturinn, séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson, skilur lítið í framgangi prestsins og reynir nú að fá Óskar til að sætta sig við að hann hafi fengið yfir sig sóknarprest. PRESTUR VILL EKKI VÍKJA TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Ég er að reyna að lempa hann til með góðu en ef það tekst ekki er sóknar- nefndin með hugmynd- ir að annarri skrifstofu. Mátti ekki gifta Í Selfosskirkju var nýverið tekið fálega í hugmynd brúðhjóna um að fá séra Gunnar til að gefa þau saman, svo fálega að hjónin ákváðu að ráðlegast væri að fá annan prest til verksins. Fær ekki lyklana Kristinn Ágúst sóknarprestur fær ekki lyklana að skrifstofu Selfosskirkju og reynir nú að koma undirmanni sínum í skilning um að hann sé ekki sóknarprestur. STJÓRNIN BANNAR vegar lýtur þetta allt að því sama. Ríkisstjórnin er aðgerðalaus og því hafa þingmenn og ráðherrar tíma og svigrúm til að koma með gælu- verkefni til að draga athyglina frá sínum eigin vandræðum, með fullri virðingu fyrir þessum málum,“ seg- ir Þorgerður. Að hennar mati eru viðbrögð vinstrigrænna við hug- myndum um atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum sorgleg. Það sé sama hvaða hugmyndir heimamenn komi með. Alltaf leggist vinstrigræn- ir gegn þeim. Hvort sem um sé að ræða gagnaver, álver, sjúkrahús eða flugvélaþjónustu. „Það er lok, lok og læs á allt,“ segir hún. Þorgerður segist vonast til þess að ekki skapist ófremdarástand á næstunni vegna aðgerðaleysis ríkis- stjórnarinnar. „Ég held að við höfum betra við krafta okkar að gera núna. Ég mun styðja ríkisstjórnina í því að skapa störf og koma með lausnir sem fólk trúir á og koma í veg fyrir að fleiri hópar fari í þrot. Við þurfum að koma með lausnir fyrir almenn- ing en ekki bara sértækar lausnir sem þó hafa hjálpað ákveðnum hópi fólks,“ segir Þorgerður. Mál sem vinstrigrænir hafa verið fylgjandi: n Lög um bann við nektardansi n Lög um bann við ljósabekkjanotk- un 18 ára og yngri n Frumvarp um bann við auglýs- ingu óafengra drykkja sem bera sama nafn og áfengir drykkir n Bann við auglýsingum erlendra aðila sem bjóða fjárhættuspil Með Mál sem vinstrigrænir eru á móti: n Uppbygging gagnavers í Reykjanesbæ n Uppbygging álvers í Helguvík n Uppbygging heilsusjúkrahúss í Reykjanesbæ n Upbbygging viðhalds- og tækniþjónustu fyrir óvopnaðar flugvélar á gamla varnarsvæðinu í Reykjanesbæ Á móti Vill raunverulegar lausnir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ríkisstjórnina draga athyglina frá eigin vangetu með lagasetningu um málefni sem megi bíða betri tíma. MYND GUÐMUNDUR VIGFÚSSON Bannað innan 18 ára Alþingi samþykkti í gær lög sem banna einstaklingum 18 ára og yngri að nota ljósabekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.