Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.02.1913, Síða 17
257
Athugasemdir við skýrsfurnar.
Skýrslurnar eru í sama formi sem fyr. Árin 1904—1906 voru almenn lög-
reglumál 299 að meðaltali. Árin 1907—'10 voru þau 303 að meðaltali. Árin 1910
—’12 hefur tala þeirra verið:
árið 1910........................ 204 að tölu
— 1911 180 — —
— 1912...........................216 — —
alls 594 að tölu
eða að meðaltali 198, og er það mikil lækkun frá því sem var undanfarin ár, um
þriðjungs lækkun, en annars er það að nokkru leyti undir ýmsum ástæðum komið,
hve margir eru kærðir fyrir brot á allsherjar reglu, svo sem röggsemi lögreglu-
stjórans, og yfir höfuð duglegri löggæslu. Mál þessi eru eins og vænta mátti Iang-
flest í Reykjavik, tæp 29%, þar næst úr Eyjafjarðarsýslu og Akureyri 17%, og er
það nokkur hækkun frá því sem verið hefur, þá koma Vestmannaeyjar með tæp
15% og er þar mikil hækkun, þá Gullbringu- og Kjósarsýsla með Hafnarfirði 9,i%
og ísafjarðarkaupstaður 7,s %. í sveitasýslum eru þessháttar brot mjög fátíð, eða þá
þau eru ekki kærð, því að svo margar samþyktir eru þó til, að ótöldum fjallskila-
reglugerðum, að sennilegt væri, að þær væru brotnar oftar en raun virðist á vera.
f Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og Þingeyjarsýslu hafa engin lögreglubrot komið fyrir
á þessu tímabili, og eru þó all-fjölmenn kauptún í báðum þessum sýslum, og lög-
reglustjóri í hinni síðarnefndu búsettur í kauptúni. í Dalasýslu hefur komið eitt
brot fyrir. Af þessum 594 málum hafa 525 verið útkljáð af dómaranum samkvæmt
lögum 3. október 1891, 496 með sekt og 29 með aðvörun, en 56 hafa verið útkljáð
með dómi, eru þar á meðal öll mál gegn botnvörpungum fyrir landhelgisbrot, því
erlendar stjórnir heimta ætíð dóm, en láta sjer eigi lynda sátt fyrir rjetti.
Einkalögreglumál voru á tímabilinu 1904—06, 20 að meðaltali, og á tíma-
bilinu 1907—’09 sömuleiðis 20. Á þessu tímabili 1910—’12 hafa þau farið talsvert
fækkandi, hafa alls verið 42 eða 14 að meðaltali. Af þeim eru 69% sætt eða nið-
urfallin og 31 % dæmd. Málin eru aðallega hjúamál og barnsfaðernismál.
LHSK, 1912.
33