Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.02.1913, Qupperneq 23
263
1. Tafla I, sýnir mannfjöldann í hverju prófastsdæmi (Reykjavík og Vest-
mannaeyjar eru þó sjer í lagi) eins og hann reyndist í árslok 1910 og 1911, sam-
kvæmt skýrslum presta. Tala allra landsbúa var:
1910 ................... ........ 84856
1911 ........................ 85676
Samkvæmt skýrslum presta hefur því fólksfjölgunin á árinu 1911 numið alls
820 manns, en 1053 fæddust fleiri en dóu á árinu, og vantar því 233 manns til þess,
að fólksljölgunin hafi verið jöfn mismun fæddra og dáinna.
Tala landsbúa samkvæmt skýrslum presta er ávalt lægri en mannfjöldinn
er í raun og veru. Það kemur best í Ijós við aðalmanntölin, er tekin eru 10. hvert ár.
Síðasta aðalmanntal fór fram 1. des. 1910 — um líkt leyti og prestar húsvitja —
og reyndist þá mannfjöldinn (tala heimilisfastra) um 200 manns hærri, en samkvæmt
skýrslum presta það ár. Þó var þetta óvenjulítill munur og stafar það mest af því,
að prestar höfðu mikinn stuðning við aðalmanntalið. 1911 hafa heimturnar ekki
verið eins góðar, þareð samkvæmt skýrslum presta 1910 og 1911 ættu 233 manns
að hafa flutt burt af landinu fram yfir þá er innfluttust. Til Vesturheims hafa í
mesta lagi farið 150 manns samkvæmt upplýsingum þeim er fengist liafa í því efni,
en útflutningur fólks til annara landa mun eigi nema meiru en innflutningur til
landsins, og eru því vanheimturnar tæpum 100 manns meiri en 1910 (þá um 200).
Gera má því ráð fyrir, að tala landsbúa hafi i raun og veru verið tæp 86000
manns í árslok 1911.
2. í árslok 1911 var íbúatala kaupstaða og verslunarstaða, er höfðu yfir
300 íbúa, alls 27764 manns eða tæpur 7s allra landsbúa. Auk þess bjuggu í verzl-
unarstöðum, er höfðu 100—300 ibúa, 3182 manns. íbúatala Reykjavíkur var 12239
eða um V7 allra landsbúa. íbúatala kaupstaðanna og verslunarslaðanna, hvers ein-
staks, sjest á töflu II, er hjer fer á eftir.
Tafla II. Mannfjöldi i kaupstöðum og verslunarstöðum, er höfðu yfir 100 ibúa 1911.
Kaupstaðir og verslunarstaðir: Karlar Konur Alls
Kaupstaðir:
Reykjavik 5419 6820 12239
Akureyri 850 1006 1856
ísafjörður 864 964 1828
HafnarQörður 724 760 1484
Seyðisfjörður 422 469 891
Verslunarstaðir:
Vestmannaeyjar1) 560 625 1185
Akranes 411 440 851
Eyrarbakki 354 403 757
Bolungarvík 377 364 741
Stokkseyri 330 348 678
Húsavik 288 311 599
Stykkishólmur 241 329 570
Ólafsvík 250 254 504
1) Verslunarlóðin í Vestmanuaeyjum var stækkuð með lögum 1911.