Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.02.1913, Page 58
Jarðabætur búnaðarfjelaga 1912.
Nokkrar athugasemdir.
Búnaðarfjelögin og fjelög með jarðabótum fyrir mark og mið eru orðin svo
útbreidd um alt land, að vel má gjöra ráð fyrir því, að þau vinni ekki að eins
aðalverkin, sem unnin eru, heldur jafnvel, að verkin sem fyrir utan þau eru gjörð
sjeu svo tiltölulega lítil, og skýrslurnar um þau svo ónákvæmar, að það megi sleppa
þeim án nokkurs verulegs tjóns fyrir jarðabótaskýrslur landsins í heild sinni. Jarða-
bætur fjelaganna vaxa ár frá ári. Maður, sem byrjar á þeim umbótum leggur þær
sjaldnast fyrir óðal fyrr en hann bættir búskap, meðan hann hefur jörð sem verður
endurbætt, og hjer er jörð í fullum mæli, og í því ástandi, að geta tekið bótum.
1. Sljettur eru almennasta jarðabótin. Pað eru ávalt túnin, sem sljettuð eru,
og sje óræktað land sljettað, er því þar með breytt í tún; sje því breytt í kálgarða,
þá er það kallað sáðreitir. Þessar jarðabætur voru gerðar hjá búnaðarfjelögunum árin:
1911 1912
eftir hreppstjóraskj'rslum um (utan búnaðarQelaga).. 37.4 hektarar » hektarar
Búnaðarfjelögin sljettuðu í túnum 290.3 — 291.2 —
Grædd út tún án þess að plægja 101.3 — 96.1 —
— — — með plægingu 23.5 — 47.5 —
452.5 — 434.8 —
Litlu minna verk hefur verið unnið í þessa stefnu 1912, lieldur en árið áður, en
það er eingöngu af því, að 37.4 hektarar eru teknir úr hreppstjóraskýrslunum, en
ekkert árið 1911. Annars hafa túnasljettur verið taldar á öllu landinu á undanförn-
um árum, þegar alt er talið, sem gjört hefur verið á hverju ári, og verkið lagt saman
fyrir hvert tímabil. 1861—1890 voru það 2330 vallardagsláttur eða 711 hektarar
eða teigar. Þar sem þessar sljettur eru nú alveg gengnar úr sjer, ef að líkindum
lætur, er þeim algjörlega slept. Síðan hafa verið sljettaðar og breytt í tún:
1891—1900 samtals.. . 3780 tún.dagsl. — 1206 hektarar
1901—1905 — 3103 = 990
1906—1910 — ... . 4310 = 1375
1911 — 1414 — = 450 —
1912 — ... 1363 — = 434.8 —
1891—1912 — 13970 — = 4455.8 —
Á þessum 22 árum hefur verið sljettaður og græddur út hjer um bil */5 hluti allra
túnanna á landinu, eins og þau voru talin í skýrslunum 1911. Samkvæmt því ættu
öll tún á landinu að vera sljettuð á 90—100 árum. Sje sljettun á einni túndagslátlu
metin á 150 kr., hefur verið kostað til þessava túnbóta í 22 ár 2100 þúsund krónum,
og sljettun og útgræðsla allra túna, sem talin voru 1911, ætti að kosta 9150 þús. kr.