Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.02.1913, Qupperneq 165
Athugasemdir við verðskýrslurnur 1898 —1912.
I. Verðhækkunin á nauðsynjum, verkalaunum o. fl.
Eins og skýrslurnar bera ineð sjer, ná þær yfir verðið á vörum þeim, sem
keyptar liafa verið til Holdsveikraspitalans í Laugarnesi þessi ár. Á spitalanum eru
hjerurabil 66 manns heimilisfastir. Til hans eru keypt matvæli, eldiviður og ýmsar
vörur, sem hann þarfnast, svo mikið í einu, að það er mörgum sinnum meira en
nokkurt heimili kaupir. Vörurnar eru borgaðar þegar þess er krafist, og þess vegna
fær spitalinn alt sem liann kaupir (nema verkalaun) framt að því 10% ódýrara, en
einstakir menn. í verðinu hjer að framan, er ekki flutningur til spítalans nema á
kolum, því spitalinn hefur menn, hesta og vagn til aðflutninga sjálfur. Þrátt fyrir
ódýr kaup, verður hlutfallið á verðhækkun vörunnar, eða verðlækkun, ef því er að
skifta, hjerumbil hin sama sem hjá þeim, er öll 15 árin hafa neyðst til að kaupa
sömu vörurnar alt að 10% dýrara.
Á bls. 399—403 er yfirlit yfir hver 5 ár með meðaltali yfir verðhæð hverrar
vörutegundar fyrir sig og verkalaun ýmsra verlcmanna, sem spítalinn verður, að
hafa, ýmist stöðugt eða við og við, í sinni þjónustu. Vöruverðið hefur, á einstökum
vörutegundum, gengið upp og niður einstök ár, en sje 15 ára tímabilið tekið í
heild sinni, endar það ávalt með því, að varan eða verkkaupið hefur hækkað mjög
verulega. Skýrslurnar hjer að framan eru einskonar 15 ára verðlagsskrá, sem ekki
er sett eða tilbúio, heldur er hún áreiðanleg og sannanleg í öllum greinum af reikn-
ingunum sjálfum. Reikningana hafa yfirlitið stjórnendur spitalans, og endurskoð-
un opinberra reikninga.
Samanburður á fyrri árunum við þau síðari, er verðsaga landsins i 15 ár.
Til þess að sýna, hvernig hún lítur út, hefur hjer verið tekið fyrsta árið og síðasta,
og verð þeirra borið saman, og sýnt i þriðja dálkinuin, hve mikið það hefur hækkað
eða lækkað. Þar eru ekki leknar nema meiri háttar vörutegundir, sem hafa áhrif
á daglega lífið, og slept öllum hinum smærri, sem minna þýða fyrir það. Saman-
burðurinn er þessi:
Verð á ýmsum vörum árin 1898 og aftur 1912, og hve mikið verðið'hefur
hækkað hlutfallslega.
Innlendar matvörur: 1898, aurar 1912, aurar Hækkun aflOO
Kindakjöt nýtt, pd 16.5 25.7 55.7
— saltað, pd 18.0 (keypt siöast’JO) 28.6 53.9
— hangið, pd 28.0 (keypt siöast ’IO) 45.0 60.7
Nautakjöt nýtt, pd ... (keypt fyrst ‘99) 26.2 34.7 32.5
Fiskur nýr, pd ... (keyptur fyrst ’Ol) 4 10 150.0
— saltaður, pd 10.2 (keypl siðasl 'll) 14.1 38.2
Heilagfiski nýtt, pd ... (keypt fyrst ’Ol) 7.3 10 37.0