Fréttablaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 26
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Frá 1. febrúar 2014 hefur umboðsmaður skuldara greitt dómstólum tryggingu fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta 229 einstaklinga. Að auki hefur embættið veitt 50 einstaklingum vilyrði fyrir að greiða þennan kostnað óski þeir eftir gjaldþrotaskiptum hjá hlutaðeigandi héraðsdómsstól. Aðstoðin byggist á lögum um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta nr. 9/2014. Líkt og við árslok 2014 hafa þeir sem leita til embættisins lýst yfir áhyggjum yfir því að þetta úrræði og tveggja ára fyrningarfrestur krafna við gjaldþrotaskipti muni falla niður um næstkomandi áramót. Virðist vera um útbreiddan misskilning að ræða. Embættið vill vekja athygli á því að engin umræða hefur farið fram hjá stjórnvöldum um að fella framan- greind lög úr gildi. Til að lengja fyrningarfrest krafna í kjölfar gjaldþrotaskipta þarf að breyta lögum um gjald- þrotaskipti nr. 21/1991 en ekkert slíkt frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi. Það er því ekki fyrirsjáanlegt í náinni framtíð að nokkuð muni breytast er snýr að aðgengi einstaklinga að fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrota- skipta eða fyrningu krafna. Innifalið í aðstoð umboðsmanns skuldara er mat á skuldastöðu þeirra sem til embættisins leita, öflun gagna sem þarf að leggja fyrir dómstóla og leiðbeiningar fyrir þá sem embættið telur að geti komist úr skuldavanda með öðrum hætti en með gjaldþrotaskiptum. Það er stór ákvörðun að óska eftir að verða gjaldþrota og mikilvægt að vera vel upplýst/ur um hvað það getur haft í för með sér. Það eru hagsmunir allra að skoða fyrst hvort önnur vægari úrræði geti hentað. Hlutverk embættisins felst í því að veita leiðbeiningar um úrræðið og er kappkostað að veita þeim sem til þess leita sem besta þjónustu. Er því óþarfi fyrir ein- staklinga að leita sér kostnaðarsamrar aðstoðar til að sækja um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar. Það er jákvætt að einstaklingar leiti lausna á sínum skuldamálum og óski sem fyrst eftir gjaldfrjálsri aðstoð umboðsmanns skuldara. Þeir þurfa þó ekki að hafa áhyggj- ur af því að gjaldþrot eða tveggja ára fyrningarfrestur krafna í kjölfar gjaldþrots sé að renna þeim úr greipum. Gjaldþrot ekki að renna úr greipum Ásta S. Helgadóttir umboðsmaður skuldara Óþarfi er fyrir einstaklinga að leita sér kostnaðar- samrar aðstoðar til að sækja um fjárhagsað- stoð vegna skiptakostn- aðar.Vikan 28.10–3.11. 01.11.-22.11.2015 Ævisögur2 Mikael með magnaða bók Fréttablaðið Stundin Hið hefðbundna í henglum Á sunnudagskvöldið var ljóst að róttækur stjórnmálaflokkur hefði skekið stoðir hins hefð- bundna stjórnmálakerfis á Spáni. Róttæki vinstriflokkur- inn Podemos hefur á örfáum mánuðum gerbylt spænskum stjórnmálum. Kjósendur hafa fengið sig fullsadda af hefð- bundnum stjórnmálaflokkum. Sömu sögu mátti segja með Syriza í Grikklandi, sigur Jeremys Corbyn í Verkamanna- flokknum og uppgang Bernie Sanders í Bandaríkjunum. Það stefnir í að enn eitt vígið falli árið 2017 en allt bendir til þess að Píratar muni gera út af við hið hefðbundna stjórnmálakerfi í næstu þingkosningum. Yfirsjón Alþingis Fjölmiðlanefnd hefur gert athugasemd við setu Marðar Árnasonar og Kristins Dags Gissurarsonar í stjórn RÚV. Báðir eru þeir varamenn, Mörð- ur varaþingmaður Samfylking- arinnar og Kristinn varabæjar- fulltrúi Framsóknarflokksins. Í lögum um RÚV segir að kjörnir fulltrúar til Alþingis og sveitar- stjórna séu ekki kjörgengir í stjórn RÚV. Ný stjórn RÚV var kosin af Alþingi í ár samkvæmt tilnefningu valnefndar sem skipuð var af menntamálaráð- herra. Ef Mörður og Kristinn eru ekki kjörgengir er ábyrgðin því Alþingis og ráðherra. stefanrafn@frettabladid.is Mál fjölskyldnanna tveggja frá Albaníu, sem farið hefur hátt undanfarið, fékk farsælan endi um helgina þegar þær fengu ríkis-borgararétt hér á landi.Fjölskyldurnar sóttu upphaflega um hæli hér en fengu synjun og var vísað úr landi. Í báðum fjölskyldum voru langveik börn. Veikindi barnanna og myndir af þeim þegar lögregla sótti þau og foreldra þeirra í rútu um miðja nótt til að vísa þeim úr landi vakti hörð viðbrögð. Undantekningarlaust fannst fólki sárt að horfa á börnin halda út í óvissuna, veik í þokkabót, vegna þess eins að mál þeirra uppfylltu ekki ákveðin skilyrði. Ekki bætti úr skák að öðru barninu var ekki hugað líf vegna ástands heilbrigðiskerfis Albaníu. Útlendingastofn- un var því ekki bara að senda lítið barn úr landi – heldur út í opinn dauðann. Í augum margra var það grímulausa kaldlyndi kornið sem fyllti mælinn. Þrátt fyrir farsælan endi fyrir fjölskyldurnar tvær er mikið eftir ógert í þessum málaflokki. Með þeim í rútunni þessa nótt voru nefnilega fleiri útlendingar. Útlendingar sem hingað koma með von í brjósti um betra líf en var vísað burt af því þeir uppfylltu ekki formskilyrði. Og rútufarmarnir af einstaklingum sem hefur verið vísað héðan úr landi eru margir. Hælisleitendakerfið var búið til fyrir fólk í neyð. Flestum umsóknum Albana um hæli hér á landi hefur verið hafnað, þar sem mat á aðstæðum hefur verið slíkt að þær séu þess eðlis að þær uppfylli ekki viðeigandi skilyrði. Ástæða þess að fólk sem sækir um hæli á Íslandi, án þess að uppfylla skilyrðin, er sú að enginn annar raunhæfur kostur er í stöðunni. Útlendingar sem vilja setjast hér að geta vissulega óskað eftir dvalarleyfi. En lagaákvæði um slík leyfi eru þröng. Atvinnuleyfi fást til að mynda aðeins vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar, fyrir íþróttafólk eða vegna skorts á vinnuafli, en slík leyfi eru aðeins tímabundin. Leiðin að slíkum leyfum er flókin og erfið í framkvæmd fyrir fjölskyldur. Og of margir fá sömu synjun þar og í hælismálunum. Fyrir Alþingi liggur frumvarp um að fjölga þeim leiðum sem hægt er að fara til að sækja um þessi leyfi. Næsti vetur á þingi verður kosningavetur. Þá verða stjórnmálamenn oft hræddir um eigin hag og þeim hættir til að leiðast út í popúlisma. Aukast þá líkurnar á því að óvandaðir stjórn- málamenn sjái sér leik á borði og hoppi á vagn þeirra sem ala á fáfræði, fordómum og hræðslu gagnvart fólki af erlendum uppruna. Það er því brýnt að frumvarpið fari fyrir þingið tafar- laust og afgreiðslu þess ljúki áður en einhverjir flokkar fara að daðra við þjóðernishyggju og rasisma. Ekki bara vegna þess að tillögur frumvarpsins eru skynsamlegar út frá þjóðarhag. Líka vegna þess að við þurfum sárlega sem þjóð að geta staðið á því – hvert gagnvart öðru jafnt sem þeim sem deila þessari plánetu með okkur – að allsnægta- samfélagið sem við búum í hafi ekki gjörsneytt okkur allri samvisku, samúð og mennsku. Eitthvað sem hefur sárlega vantað eftir að Útlendingastofnun sendi lítinn veikan dreng út í opinn dauðann núna í jólamánuðinum. Of fáar leiðir Aukast þá líkurnar á því að óvandaðir stjórnmála- menn sjái sér leik á borði og hoppi á vagn þeirra sem ala á fáfræði, fordómum og hræðslu gagnvart fólki af erlendum uppruna. 2 2 . d e s e m b e r 2 0 1 5 Þ r I Ð J U d A G U r26 s k o Ð U n ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð SKOÐUN 2 1 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 C 6 -5 D 9 8 1 7 C 6 -5 C 5 C 1 7 C 6 -5 B 2 0 1 7 C 6 -5 9 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 7 2 s _ 2 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.