Fréttablaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 12
VERUM, VERSLUM OG NJÓTUM ÞAR SEM AÐVENTUHJARTAÐ SLÆR WWW.MIDBORGIN.IS Opið til kl. 22 í verslunum miðborgarinnar í kvöld og til kl. 23 á morgun. NÆG BÍLASTÆÐI OG MUNIÐ BÍLASTÆÐAHÚSIN! KLÁRAÐU UNDIRBÚNINGINN Í MIÐBORGINNI Korter í jól í Miðborginni okkar Notum bílastæ ðahús in! Vitator g, Trað arkot, Kolapo rt, Stjö rnupo rt og Ber gstaði r eru í stuttri göngu fjarlæg ð frá TUK TUK s kutlum . Tuk Tuk vagnar ferja þig milli bílastæðahúsa á Hverfisgötu og Laugavegi í dag og á morgun frá kl. 17–22. Jólamarkaður á Fógetatorgi í dag og á morgun. Jólasveinar og lifandi tónlist um gjörvalla miðborg. • • • Stórsöngkonurnar Þóra Einarsdóttir, Dísella Lárusdóttir og Sigríður Ósk Kristjánsdóttir syngja jólaperlur á svölum Caruso í Austurstræti. Þorláksmessa 21:00 Utanríkisviðskipti Samþykkt var bann við útflutningsbótum fyrir landbúnaðarafurðir á ráðherra- fundi Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar (WTO) sem lauk fyrir helgi í Kenía. Bannið er sagt marka tímamót og lýsti Roberto Azavêdo, fram- kvæmdastjóri WTO, því svo að ákvörðunin væri mikilvægasta niðurstaða stofnunarinnar á sviði landbúnaðar frá stofnun hennar fyrir 20 árum. „Útflutningsbætur skulu að fullu afnumdar árið 2020 fyrir iðnríki og 2023 fyrir þróunar- ríkin. Ísland hefur þegar afnumið slíkar bætur,“ segir á vef utanríkis- ráðuneytisins. Þá var á fundinum staðfest niður staða um endurskoðun samnings um upplýsingatæknivör- ur. Hún er sögð fela í sér að þátt- tökuríki felli niður tolla á rúmlega 200 upplýsingatæknivöruflokkum. Rúmlega 50 ríki eru sögð aðilar að samkomulaginu, þar á meðal ríki Evrópusambandsins, Bandaríkin, Kína, Kanada, Japan, Sviss, Nor- egur og Ísland. „Á árunum 2012 og 2013 fluttu íslensk fyrirtæki út vörur, svo sem rafeindavogir, röntgentæki og ýmis fjarskiptatæki, að verðmæti sam- tals 9 milljarða króna sem njóta munu tollfríðinda samkvæmt samningnum.“ Fyrir sendinefnd Íslands fór Martin Eyjólfsson, fastafulltrúi í Genf. Hann er í ávarpi sínu sagður hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að WTO sýndi meiri sveigjanleika í störfum sínum og léti þrátefli í Doha-viðræðunum ekki koma í veg fyrir að unnið yrði að málum sem meiri samstaða ríkti um. Hann hafi jafnframt lagt áherslu á mikil- vægi þess að setja frekari skorður við ríkisstyrkjum í sjávarútvegi. „Þrátt fyrir breiðan stuðning á fundinum við tillögu um bann við ríkisstyrkjum sem renna til veiða á ofveiddum fiskistofnum eða ólög- legra fiskveiða náðist ekki sam- staða um tillöguna.“ – óká Mikilvægasta niðurstaða frá stofnun WTO viðskipti Hrávöruverð á olíu heldur áfram að falla. Verð á Brent-hráolíu er nú komið niður í 36 dollara, 4.700 íslenskar krónur, á tunnu. Þetta er lægsta verð á tunnu síðan árið 2004. Hrávöruverð er að ná lægstum lægðum og er orðið lægra en það var í efnahagskreppunni árið 2008. Offramboð á olíu hefur valdið verðhruni undanfarin misseri. Fyrir ári kostaða tunnan af Brent sextíu dollara, tæplega 8.000 krónur. Það er tæplega þriðjungur af verðinu í júní 2014 sem var 115 dollarar, eða 15 þúsund krónur. Hrávöruverð á olíu í Bandaríkjunum féll einn- ig í gær og kostar tunnan nú 34,4 dollara, 4.500 krónur, sem er lægsta talan frá 2009. – sg Olíuverð ekki lægra í áratug Hrávöruverð á olíu hefur ekki verið lægra í rúman áratug. Fréttablaðið/Getty stangveiði Ákvörðun um framleng- ingu samstarfssamnings Orkuveitu Reykjavíkur og Stangaveiðifélags Reykjavíkur um stangveiði í Elliða- ánum var frestað á fundi stjórnar OR í nóvember. Til stóð að framlengja samninginn til ársloka 2018 en stjórn OR taldi rétt að bíða eftir niðurstöðu starfshóps um framtíð Elliðaárdals. Hins vegar samþykkti Orkuveitan breytingar á verði veiðileyfa fyrir sum- arið 2016 með fyrirvara um samþykki Reykjavíkurborgar. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur haft Elliðaár á leigu frá stofnun félagsins árið 1939. – gar Ekki framlengt strax í Elliðaám torfi ingólfsson við veiðar í elliða- ánum. Fréttablaðið/SteFán Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður bHM, sem hefur kært íslenska ríkið. Fréttablaðið/GVa Dómsmál BHM hefur kært íslenska ríkið fyrir hönd átján aðildarfélaga sinna til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þetta kemur fram í til- kynningu frá BHM. Kæran lýtur aðallega að setningu laga frá 13. júní síðastliðnum þar sem verkfall átján stéttarfélaga innan BHM var bannað með lögum. Þá mun reyna á það fyrir dómstólnum hvort íslensk stjórnvöld hafi brotið gegn Mann- réttindasáttmála Evrópu með inn- gripi sínu í samningsfrelsi stéttar- félaga. Uppfylla þarf nokkur skilyrði til þess að kæra fyrir Mannréttinda- dómstóli Evrópu teljist tæk til efnis- meðferðar. Á næstu mánuðum mun koma fram hvort dómstóllinn telur kæruna tæka. - ngy BHM kærir ríkið Útflutningsbæturskulu að fullu afnumdar árið 2020 fyrir iðnríki og 2023 fyrir þróunarríkin. Ísland hefur þegar afnumið slíkar bætur 2 2 . D e s e m b e r 2 0 1 5 Þ r i ð J U D a g U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 1 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 C 6 -6 2 8 8 1 7 C 6 -6 1 4 C 1 7 C 6 -6 0 1 0 1 7 C 6 -5 E D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 7 2 s _ 2 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.