Fréttablaðið - 22.12.2015, Síða 12

Fréttablaðið - 22.12.2015, Síða 12
VERUM, VERSLUM OG NJÓTUM ÞAR SEM AÐVENTUHJARTAÐ SLÆR WWW.MIDBORGIN.IS Opið til kl. 22 í verslunum miðborgarinnar í kvöld og til kl. 23 á morgun. NÆG BÍLASTÆÐI OG MUNIÐ BÍLASTÆÐAHÚSIN! KLÁRAÐU UNDIRBÚNINGINN Í MIÐBORGINNI Korter í jól í Miðborginni okkar Notum bílastæ ðahús in! Vitator g, Trað arkot, Kolapo rt, Stjö rnupo rt og Ber gstaði r eru í stuttri göngu fjarlæg ð frá TUK TUK s kutlum . Tuk Tuk vagnar ferja þig milli bílastæðahúsa á Hverfisgötu og Laugavegi í dag og á morgun frá kl. 17–22. Jólamarkaður á Fógetatorgi í dag og á morgun. Jólasveinar og lifandi tónlist um gjörvalla miðborg. • • • Stórsöngkonurnar Þóra Einarsdóttir, Dísella Lárusdóttir og Sigríður Ósk Kristjánsdóttir syngja jólaperlur á svölum Caruso í Austurstræti. Þorláksmessa 21:00 Utanríkisviðskipti Samþykkt var bann við útflutningsbótum fyrir landbúnaðarafurðir á ráðherra- fundi Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar (WTO) sem lauk fyrir helgi í Kenía. Bannið er sagt marka tímamót og lýsti Roberto Azavêdo, fram- kvæmdastjóri WTO, því svo að ákvörðunin væri mikilvægasta niðurstaða stofnunarinnar á sviði landbúnaðar frá stofnun hennar fyrir 20 árum. „Útflutningsbætur skulu að fullu afnumdar árið 2020 fyrir iðnríki og 2023 fyrir þróunar- ríkin. Ísland hefur þegar afnumið slíkar bætur,“ segir á vef utanríkis- ráðuneytisins. Þá var á fundinum staðfest niður staða um endurskoðun samnings um upplýsingatæknivör- ur. Hún er sögð fela í sér að þátt- tökuríki felli niður tolla á rúmlega 200 upplýsingatæknivöruflokkum. Rúmlega 50 ríki eru sögð aðilar að samkomulaginu, þar á meðal ríki Evrópusambandsins, Bandaríkin, Kína, Kanada, Japan, Sviss, Nor- egur og Ísland. „Á árunum 2012 og 2013 fluttu íslensk fyrirtæki út vörur, svo sem rafeindavogir, röntgentæki og ýmis fjarskiptatæki, að verðmæti sam- tals 9 milljarða króna sem njóta munu tollfríðinda samkvæmt samningnum.“ Fyrir sendinefnd Íslands fór Martin Eyjólfsson, fastafulltrúi í Genf. Hann er í ávarpi sínu sagður hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að WTO sýndi meiri sveigjanleika í störfum sínum og léti þrátefli í Doha-viðræðunum ekki koma í veg fyrir að unnið yrði að málum sem meiri samstaða ríkti um. Hann hafi jafnframt lagt áherslu á mikil- vægi þess að setja frekari skorður við ríkisstyrkjum í sjávarútvegi. „Þrátt fyrir breiðan stuðning á fundinum við tillögu um bann við ríkisstyrkjum sem renna til veiða á ofveiddum fiskistofnum eða ólög- legra fiskveiða náðist ekki sam- staða um tillöguna.“ – óká Mikilvægasta niðurstaða frá stofnun WTO viðskipti Hrávöruverð á olíu heldur áfram að falla. Verð á Brent-hráolíu er nú komið niður í 36 dollara, 4.700 íslenskar krónur, á tunnu. Þetta er lægsta verð á tunnu síðan árið 2004. Hrávöruverð er að ná lægstum lægðum og er orðið lægra en það var í efnahagskreppunni árið 2008. Offramboð á olíu hefur valdið verðhruni undanfarin misseri. Fyrir ári kostaða tunnan af Brent sextíu dollara, tæplega 8.000 krónur. Það er tæplega þriðjungur af verðinu í júní 2014 sem var 115 dollarar, eða 15 þúsund krónur. Hrávöruverð á olíu í Bandaríkjunum féll einn- ig í gær og kostar tunnan nú 34,4 dollara, 4.500 krónur, sem er lægsta talan frá 2009. – sg Olíuverð ekki lægra í áratug Hrávöruverð á olíu hefur ekki verið lægra í rúman áratug. Fréttablaðið/Getty stangveiði Ákvörðun um framleng- ingu samstarfssamnings Orkuveitu Reykjavíkur og Stangaveiðifélags Reykjavíkur um stangveiði í Elliða- ánum var frestað á fundi stjórnar OR í nóvember. Til stóð að framlengja samninginn til ársloka 2018 en stjórn OR taldi rétt að bíða eftir niðurstöðu starfshóps um framtíð Elliðaárdals. Hins vegar samþykkti Orkuveitan breytingar á verði veiðileyfa fyrir sum- arið 2016 með fyrirvara um samþykki Reykjavíkurborgar. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur haft Elliðaár á leigu frá stofnun félagsins árið 1939. – gar Ekki framlengt strax í Elliðaám torfi ingólfsson við veiðar í elliða- ánum. Fréttablaðið/SteFán Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður bHM, sem hefur kært íslenska ríkið. Fréttablaðið/GVa Dómsmál BHM hefur kært íslenska ríkið fyrir hönd átján aðildarfélaga sinna til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þetta kemur fram í til- kynningu frá BHM. Kæran lýtur aðallega að setningu laga frá 13. júní síðastliðnum þar sem verkfall átján stéttarfélaga innan BHM var bannað með lögum. Þá mun reyna á það fyrir dómstólnum hvort íslensk stjórnvöld hafi brotið gegn Mann- réttindasáttmála Evrópu með inn- gripi sínu í samningsfrelsi stéttar- félaga. Uppfylla þarf nokkur skilyrði til þess að kæra fyrir Mannréttinda- dómstóli Evrópu teljist tæk til efnis- meðferðar. Á næstu mánuðum mun koma fram hvort dómstóllinn telur kæruna tæka. - ngy BHM kærir ríkið Útflutningsbæturskulu að fullu afnumdar árið 2020 fyrir iðnríki og 2023 fyrir þróunarríkin. Ísland hefur þegar afnumið slíkar bætur 2 2 . D e s e m b e r 2 0 1 5 Þ r i ð J U D a g U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 1 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 C 6 -6 2 8 8 1 7 C 6 -6 1 4 C 1 7 C 6 -6 0 1 0 1 7 C 6 -5 E D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 7 2 s _ 2 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.