Fréttablaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 36
Fólk| heilsa Samtökin Ljónshjarta fengu ný- verið styrk frá Creditinfo sem stendur til að nota til að efla fag- lega ráðgjöf til þeirra sem missa maka skyndilega en hana hefur töluvert skort. Samtökin voru stofnuð árið 2013 en þau eru hugsuð fyrir yngra fólk sem missir maka í blóma lífsins. „Við miðum við fólk á aldrinum 20 til 50 ára en þeir sem eru yngri eða eldri með ung börn eru líka velkomnir,“ segir Karen Björk Guðjónsdóttir, varaformaður samtakanna. Hún missti manninn sinn úr krabba- meini og segir það svolítið ólíkt því að missa maka skyndilega. „Hann dó á líknardeild og þar er ágætis stuðningur við maka og aðstandendur fyrir hendi. Ég fékk afhenta upplýsingamöppu um það helsta sem stendur að- standendum til boða. Það sama á ekki endilega við um þá sem missa maka af slysförum eða öðrum skyndilegum orsökum. Í samtökunum hefur verið talað um að þeir standi svolítið ráð- þrota og er vilji til þess að reyna að bæta úr því. Endanleg ákvörð- un um framkvæmdina verður þó ekki tekin fyrr en á stjórnarfundi í byrjun næsta árs,“ útskýrir Karen. Samtökin eru ung að árum og segir Karen styrkinn hafa komið ánægjulega á óvart. „Það var líka svo skemmtilegt hvernig Credit- info stóð að þessu. Í gegnum tíð- ina hefur fyrirtækið sent jólagjaf- ir til viðskiptavina en í fyrra var ákveðið að láta féð heldur renna til góðgerðarmála og það ár fékk Mæðrastyrksnefnd um fjögur- hundruð þúsund krónur. Í ár var ákveðið að ganga skrefinu lengra og fá starfsmenn til að taka virkari þátt. Efnt var til keppni á milli deilda og stóð hvert svið fyrir fjáröflun innanhúss. Það var haldið bingó, útbúinn dögurður sem selt var inn á, haldin boot- camp-keppni og hjólaáskorun. Sú deild sem safnaði mestu fékk að velja líknarfélag til að styrkja og varð Ljónshjarta fyrir valinu. Við fengum samanlagða upphæð allra deilda sem hljóðaði upp á 650 þúsund krónur og bætti fyrirtækið sömu upphæð við,“ upplýsir Karen. Hún fór ásamt Söru Óskars- dóttur, vefstjóra Ljónshjarta, og tók við styrknum. „Þegar við spurðum af hverju okkar samtök urðu fyrir valinu fengum við þau svör að meðal- aldur starfsmanna væri lágur og þó enginn vilji lenda í okkar sporum þykir þeim gott að starf- semi sem þessi sé fyrir hendi,“ segir Karen. Hún segir samtökin fyrst og fremst ganga út á jafn- ingjafræðslu og jafningjastuðning enda finnst flestum hjálplegt að komast í kynni við fólk með svip- aða reynslu. „Markmið okkar er að styðja við bakið á yngra fólki eftir maka- missi og vera vettvangur þar sem fólk getur hjálpað hvert öðru í sorg. Starfið felst meðal annars í því að halda úti heima- síðu með ýmiss konar fræðslu- efni. Þar getur fólk meðal annars nálgast upplýsingar um réttindi sín í kerfinu og sorgarferli barna og fullorðinna. Þar bendum við sömuleiðis á fagfólk sem hefur reynst vel. Þá efnum við til fyrir- lestra og samverustunda þar sem fullorðnir, unglingar og yngri börn hittast og eiga góða stund.“ Karen bendir á að hægt er að sækja um aðgang að LJÓNS- HJARTA á Facebook. Það er lokaður hópur fyrir þá sem hafa misst maka en auk þess er opin síða undir heitinu Ljónshjarta sem hægt er að líka við. Karen segir fólk ekki endilega þurfa að leggja eitthvað til málanna í lok- aða hópnum. „Sumum þykir nóg fylgjast með og upplifa stuðning og styrk í frásögnum annarra og er það í góðu lagi.“  n vera@365.is Vilja efla faglega ráðgjöf skyndilegur makamissir Ljónshjarta, samtök til stuðnings yngra fólki sem hefur misst maka og börnum þeirra, fengu nýverið myndarlegan styrk sem stendur til að nota til að efla faglega ráðgjöf til þeirra sem missa maka skyndilega. Vaxandi samtök „Í ljónshjarta hefur verið talað um að þeir sem missa maka sinn skyndilega standi svolítið ráðþrota. Við viljum reyna að bæta úr því,“ segir karen. Fljótleg og holl grænmetissúpa 1 kg tómatar 500 g gúrka 300 g rauð paprika 1-2 hvítlauksrif 50 ml hvítvínsedik 150-200 ml jómfrúarolía 100-150 g dagsgamalt brauð án skorpu sjávarsalt og hvítur pipar Skrælið gúrkurnar og fræ- hreinsið paprikurnar. Skerið allt grænmetið í bita og setjið í skál með brauðinu. Hluta af ediki og olíu bætt út í ásamt salti og pipar. Látið standa við stofuhita í 30 mín- útur. Maukið þá með töfrasprota og bætið restinni af olíunni og edikinu út í. Smakkið til með salti og pipar. Kælt áður en borið er fram. Uppskriftin er fengin af www.islenskt.is. Höfundur er Sigurveig Káradóttir. Fljótleg og holl Köld grænmetissúpa sem gott er að eiga í ísskápnum og grípa til á milli jólakræsinganna. Tímalaus hönnun | Lífstílsvörur | winstonliving.is Nýbýlavegi 8 í Portinu | 200 Kópavogur 2 1 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 C 6 -3 1 2 8 1 7 C 6 -2 F E C 1 7 C 6 -2 E B 0 1 7 C 6 -2 D 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 2 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.