Fréttablaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 72
Dreifing dreifing@postdreifing.is Ef blaðið berst ekki 800 1177 Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 512 5000 Vísir Ritstjórn 512 5200 Fax: 512 5301 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild auglysingar@frettabladid.is Prentun Ísafoldarprentsmiðja Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Bakþankar Eitt hádegishléið ætlaði ég að fara að rífa í mig samloku á torgi í Malaga þegar geitungur mikill kemur aðvífandi og ætlaði að deila henni með mér. Varð ég reiður mjög og lamdi til þess röndótta en án árangurs. Þá datt mér í hug að rífa smá bút af samlokunni, leggja hann á tröppurn- ar þar sem ég sat og setja samlokuna í pokann uns geitungurinn færi að gamna sér yfir skorpunni. Þegar hann gerði það tók ég samlokuna upp aftur og át geitungi til samlætis. Úr varð hin mesta gæðastund. Linkind mín var ekki lengi að spyrjast út og innan skamms var ég orðinn vinsæll mjög í skordýraheim- um, þó ég segi sjálfur frá. Nú síðast í gærkvöldi seig kónguló fyrir framan nef mitt meðan ég var að fylgjast með Norðfjarðarsögu Egils Ólafssonar af tölvuskjá. Mín fyrsta hugsun var að klippa á þráðinn og kremja kóngu- lóna undir ilskónum en ég hætti við. Hún sveiflaðist hins vegar í þræð- inum þar sem ég andvarpaði en því næst fór ég að dást að aðförunum og varð úr hin skemmtilegasta stund. Þessar litlu verur hafa sannfært mig um að við mannfólkið séum orðin svo dekruð að okkur finnst við eiga rétt á því að verða ekki fyrir neinum inngripum í lífinu. Það á að útiloka allt slíkt rétt eins og veröldin væri Arnarnes. Eru ekki múrar heimsins byggðir með þessu viðmóti? Og af mönnum sem vilja frekar breyta veröldinni en viðhorfi sínu. Vilja loka sig inni í vandalausri veröld. En það eru einmitt oft þessi inngrip sem gera lífið skemmtilegt. Lífið er nefnilega það sem kemur fyrir meðan við erum upptekin við aðrar áætlanir einsog Frið-jón sagði. Í morgun rakst ég svo á ófrýnilegt suðrænt skordýr á baðherbergisgólf- inu. Ilskórinn var kominn á loft en þá minntist ég þess að mér stafar mun meiri hætta af þessum smákallalegu viðbrögðum en litlum meinleysingja á gólfinu. Veröld a la Arnarnes Glæsilegar jólagjafir Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka 2 1 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 7 2 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 C 6 -1 3 8 8 1 7 C 6 -1 2 4 C 1 7 C 6 -1 1 1 0 1 7 C 6 -0 F D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 2 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.