Fréttablaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.12.2015, Blaðsíða 2
SAMFÉLAG Fjörutíu prósent norskra barna á aldrinum 9-16 ára leika tölvuleiki sem framleiðendur leikj- anna mæla með að séu ekki fyrir yngri en 18 ára. Þetta kemur fram í skýrslu norsku netöryggismið- stöðvarinnar fyrir árið 2014. Á vef norska ríkisútvarpsins er greint frá því að margir foreldrar kaupi þessa leiki handa börnunum sínum, til dæmis í jólagjöf. Bent er á að ekki sé bannað að kaupa tölvu- leikina fyrir yngri börn en 18 ára. Aldurstakmarkið sé hins vegar leið- beinandi. Thomas Nordahl, prófessor í upp- eldi við Háskólann í Hedmark, segir foreldra verða að gera sér ljóst að það skapist þrýstingur meðal ann- arra barna láti þeir undan óskum um kaup á ofbeldisfullum tölvu- leikjum. Það séu skilaboð til ann- arra foreldra um að þetta skipti ekki svo miklu máli. Á Íslandi var gerð könnun árið 2005 á vegum vakningarátaks- ins SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni, á notkun tölvuleikja meðal 9-16 ára barna. Fjórðungur barnanna sagði að foreldrar þeirra þekktu frekar lítið eða mjög lítið til þeirra leikja sem þau spiluðu í leikjatölvum. Um 40 prósent sögðu að foreldrar þeirra þekktu lítið eða mjög lítið til netleikja. Jafnframt kom fram að um þriðjungur barna keypti leiki sem ekki voru ætlaðir þeirra aldurshópi. Hrefna Sigurjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir fyrirspurnum frá foreldrum um tölvuleiki hafa fækkað enda hafi verið unnin mikil forvarnavinna á vegum SAFT og Heimilis og skóla. „Það er helst að við fáum fyrir- spurnir um notkun bannaðra leikja þegar út koma nýir leikir eins og Grand Theft Auto og þess háttar. Þá skapast alltaf umræða um fyrir hvaða aldur slíkir leikir eru og hvað þeir innihalda. Það er þá helst þegar foreldrar vilja sameinast um upp- eldisleg viðmið, eins og til dæmis þegar þeir vilja koma í veg fyrir að barnið þeirra spili bannaða leiki í heimsókn hjá vinum.“ Það er mat Hrefnu að líklega megi greina minni áhyggjur þar sem for- eldrar séu nú almennt betur upp- lýstir. „Ef til vill eru yngri foreldrar betur upplýstir um tölvuleikjanotk- un þar sem þeir spila jafnvel tölvu- leiki sjálfir. En það er með þetta eins og allt forvarnastarf. Það þarf að halda málaflokknum vakandi og ekki slaka á kröfunum.“ ibs@frettabladid.is Ef til vill eru yngri foreldrar betur upplýstir um tölvuleikja­ notkun þar sem þeir spila jafnvel tölvuleiki sjálfir. En það er með þetta eins og allt forvarnastarf. Það þarf að halda mála­ flokknum vakandi og ekki slaka á kröfunum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla Veður Norðlæg átt og nokkuð bjart norðanlands fyrri hluta dags, en snjókoma eða él fyrir sunnan og austan. Stöku snjókorn gætu fallið suðvestan- og vestanlands og því er ekki útilokað að allir landsmenn verði varir við einhvern snjó. Hiti um frostmark. Sjá Síðu 36 Jólasveinar einn og átta Fyrirspurnum foreldra um tölvuleiki fækkar Í Noregi leika 40 prósent 9-16 ára barna tölvuleiki sem ætlaðir eru 18 ára og eldri. Halda þarf málaflokknum vakandi, segir Hrefna Sigurjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hún telur foreldra almennt betur upplýsta. Samtökin Heimili og skóli hafa fengið fyrirspurnir vegna tölvuleiksins Grand Theft Auto. LöGreGLuMáL Maður á sextugs- aldri sem varð fyrir bíl í Ártúns- brekkunni í gærmorgun er látinn. Ekið var á manninn sem var á hjóli rétt hjá bensínstöð N1 um hálf sjö í gær og var veginum til austurs lokað í einn og hálfan tíma á meðan lögreglan var að störfum. Lögreglan leitar nú vitna að slysinu og biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að hafa samband við sig. – ngy Banaslys í Ártúnsbrekku Þráðlaus kjöthitamælir FULLT VERÐ 7.990 4.990 Stilltu á tegund og steikingu Mælirinn lætur þig vita þegar maturinn er tilbúinn Fyrir grill og ofna Er frá Þýskalandi Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 www.grillbudin.iswww.grillbudin.is Opið alla daga til jóla DóMSMáL Lárus Welding, fyrr- verandi forstjóri Glitnis, var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir umboðssvik í Stím-málinu svokall- aða í Héraðsdómi Reykjavíkur Þá fékk Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, tveggja ára fangelsisdóm og Þorvaldur Lúð- vík Sigurjónsson, fyrrverandi for- stjóri Sögu Capital, átján mánaða dóm. Í málinu var Lárus ákærður ásamt þeim Jóhannesi og Þorvaldi fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfa- kaupa í Glitni og FL Group. Neit- uðu þeir allir sök. – ngy Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Lárus var dæmdur fyrir umboðssvik í Stím-málinu. FréTTAbLAðið/GVA ViðSkipti Íslandsbanki hefur sett hlut sinn í Frumherja í söluferli. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins verður fyrirtækið auglýst á næstu dögum. Áttatíu prósenta hlutur í fyrirtæk- inu er í eigu bankans en 20 prósent í eigu Orra Hlöðverssonar og Ásgeirs Baldurs. Fyrirtækið er það stærsta á markaðnum sem sinnir bílaskoðun, en það gegnir jafnframt fjölbreyttari starfsemi. Vísir greindi frá því 12. nóvember að fyrirtækið yrði sett í sölu á allra næstu dögum og er það nú orðið að veruleika. Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra, og fleiri fjárfestar keyptu Frumherja árið 2007 af Óskari Eyj- ólfssyni. Eftir bankahrunið var fjár- hagur fyrirtækisins endurskipu- lagður og eignaðist Íslandsbanki hlut í fyrirtækinu þegar því ferli lauk í janúar 2014. – jhh Frumherji loks komið í söluferli Nú fer hver að verða síðastur að kaupa jólagjöf fyrir sína nánustu. Á Íslandi þykir það góð hefð að gefa góða bók en fjölmargir hafa eflaust lagt leið sína í bókabúðir borgarinnar til að vaða jólabókaflóðið fyrir aðfangadag. FréTTAbLAðið/AnTon brink 2 2 . D e S e M b e r 2 0 1 5 Þ r i ð j u D A G u r2 F r É t t i r ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 1 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :3 9 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 C 6 -1 8 7 8 1 7 C 6 -1 7 3 C 1 7 C 6 -1 6 0 0 1 7 C 6 -1 4 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 2 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.