Lögmannablaðið - 01.06.2009, Blaðsíða 4

Lögmannablaðið - 01.06.2009, Blaðsíða 4
4 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2009 Það er lítil stemmning fyrir skynseminni í íslensku samfélagi um þessar mundir. Menn sem hvetja fólk til hætta að borga af lánunum sínum eru vegsamaðir og þeir sem ganga enn lengra og eyðileggja veðsett hús sín eru taldir hetjur. Það eru ekki endilega uppátækin sem slík sem vekja ugg - menn eru jú óútreiknanlegir - heldur eru það viðbrögð samfélagsins, eða kannski öllu heldur fjölmiðla og þeirra álitsgjafa sem hampað er á þeim vettvangi. En sennilega ætti það enn síður að koma á óvart - „Geðbilun er fátíð meðal einstaklinga en hjá hópum, flokkum og þjóðum er hún regla,“ sagði Friedrich Nietzsche. Efnahagslegar þrengingar eru frjósamur akur fyrir alhæfingar, öfgar , nornaveiðar og einfaldar skýringar. Vandamálin sem fjölmiðlar draga upp á hverjum degi eru öllu venjulegu fólki yfirþyrmandi. Þess vegna fá þeir hljómgrunn sem bera á borð fordæmingu í forrétt, skyndilausnir og alhæfingar í aðalrétt og svo aftöku án dóms og laga í desert. Það er það sem fólk skilur – og því líður vel á eftir. Undir þessum kræsingum við hlaðborð hinnar heilögu reiði, eru þeir sem tala fyrir fyrir réttlátri málsmeðferð, óvil- höllum dómstólum og öðrum grund- vallarreglum réttarríkisins einfaldlega úr öllum takti. Í þessum þunga straumi eiga þeir erfitt uppdráttar sem leitast við að synda andstreymis. Þeir sem eru nú á skjön við stemmninguna í samfélaginu fá það óþvegið í hvert sinn sem þeir voga sér að benda á að eitthvað sé nú rotið í Alþýðulýðveldinu nýja. Nýlegt dæmi um hæstaréttarlögmann, sem leyfði sér að vekja máls á því að erlendur „ráðgjafi“ ákæruvalds hefði mögulega bakað sér vanhæfi með yfirlýsingum um sakir tiltekinna manna, sýnir að þeir eru eftir sem áður til sem láta sig hafa það - að standa með skynseminni. Mikilvægt er að fleiri leggi lóð sín á þær vogarskálar og sérstaklega er ánægju- legt að sjá að stjórn Lögmannafélagsins hefur nú gert það með afgerandi hætti í nýlegri ályktun. Stemmningin í samfélaginu er afsprengi af blindri reiði, að ýmsu leyti réttlátri en engu að síður blindri. Á nákvæmlega sama hátt og trú okkar í blindni á eigin getu og einstaka hæfileika leiddi okkur í ógöngur þá mun ríkjandi stemmning endanlega gera út um möguleika okkar á því að vinna til baka það sem tapast hefur. Færa má fyrir því gild rök að það hafi verið skortur á gagnrýnni hugsun í samfélaginu sem leiddi okkur í ógöngur - skortur á gagnrýnni hugsun innan fyrirtækjanna, innan stjórnmála flokk- anna og stjórnkerfisins, og meðal ein- staklinga sem skuldsettu sig í óbilandi trú um eilífan uppgang. Fæstir vildu þá opinbera fákunnáttu sína gagnvart þeim töfrabrögðum sem gerðu íslenskum viðskiptamönnum kleift að kaupa sífellt fleiri útlend risafyrirtæki og skila sífellt fjarstæðukenndari hagnaðartölum. Það er kaldhæðnislegt að sömu eiginlegar skuli eiga stærstan þátt í því núna að búa til þá stemmningu sem tröllríður samfélaginu; að fylgja straumnum í blindni og þora ekki að leggja eigið mat á staðreyndir. Þeir sem eyðileggja veðsettu húsin sín eða hvetja fólk til lögbrota með því að efna ekki samningsskyldur sínar eru ekki hetjur. Þeir sem ekki virða grund- vallarreglur réttaríksins um réttláta máls meðferð eru það ekki heldur. Hetjur Íslands nú eru þeir sem eru reiðu búnir að taka upp hanskann fyrir skynsemina og andæfa stemmningunni. Það er svo miklu meira í húfi en mæla má með stiku hagfræðinnar. Alltaf má fá annað skip, en ef við týnum sjálfum okkur er skaðinn óbætanlegur. Frá ritstjóra Borgar Þór Einarsson hdl. Engin stemmning fyrir skynseminni

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.