Lögmannablaðið - 01.06.2009, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 01.06.2009, Blaðsíða 14
14 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2009 Voru neyðarlögin nauðsynleg? Var gengið of langt eða of skammt með setningu þeirra? Lagadagurinn: VI. málstofa Það ætti kannski ekki að segja það en neyðarlögin svokölluðu eru í lagalegum skilningi ein áhugaverðustu lög sem sett hafa verið hér á landi. Lögin eru uppspretta endalausrar vinnu fyrir lögmenn landsins og gera má ráð fyrir að þeir eigi eftir að flytja fjölda dóms- mála um túlkun þeirra og stjórn skip- unarlegt gildi þegar fram líða stundir. Lögin varða hagsmuni gríðar lega margra aðila; kröfuhafa fjármála- fyrirtækja, fyrrum eigenda þeirra og viðskiptavina bankanna. Í þeim vegast á hagsmunir þessara aðila og almanna- hagsmunir, efnhagsleg framtíð og undirstaða þjóðarinnar. Með lögunum voru málsmeðferðarreglur stjórnsýslu- réttarins að hluta teknar úr sambandi og vekur það upp margar lögfræðilegar spurningar á sviði stjórnskipunar- og stjórnsýsluréttar. Það er því ekki að undra að málstofa um neyðarlögin á Lagadeginum 2009 var gríðarlega vel sótt. Jóhannes Karl Sveinsson hrl. hjá Landslögum og Ragnar H. Hall hrl. hjá Mörkinni lögmannsstofu fluttu framsögu. Í pallborði sátu Steinunn Guðbjartsdóttir hrl. hjá Borgarlögmönnum, Steinar Þór Guðgeirsson hrl. hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur, Einar Karl Hallvarðsson hrl. hjá Ríkislögmanni og dósent við lagadeild Háskólans á Bifröst og Eva Margrét Ævarsdóttir hdl. hjá Lex lögmannsstofu. Hákon Árnason hrl. hjá LOGOS lögmannsþjónustu stjórnaði framsögum og umræðum. Jóhannes Karl fjallaði um aðdragandann að setningu laganna. Hann lýsti ítarlega þeim aðstæðum í byrjun október 2008 sem kölluðu á dramatískar aðgerðir í formi neyðarlaganna. Hann fjallaði um stærð bankanna í samanburði við landsframleiðslu og tekjur ríkisins og hvaða afleiðingar það hefði getað haft ef ríkisvaldið hefði „leyft“ þeim að falla án nokkurrar íhlutunar hins opinbera. Hann benti á að þó margt sé umdeilan- legt í lögunum og beitingu þeirra þá hafi tekist að koma í veg fyrir algjöra upplausn samfélagsins sem má ímynda sér ef til að mynda greiðslukerfið hefði hrunið. Vissulega sé réttlætanlegt að ganga langt til að halda slíkum inn- viðum samfélagsins gangandi. Ragnar var öllu gagnrýnni í umfjöllun sinni á neyðarlögin og taldi að of langt hefði verið gengið. Hann efaðist um stjórnskipunarlegt gildi sumra ákvæða laganna og er sjálfsagt ekki einn um þá skoðun. Steinunn og Steinar Þór lýstu aðkomu sinni að neyðarlögunum frá hinu praktíska sjónarhorni aðstoðar- manns í greiðslustöðvun og skila- nefndar manns. Steinunn sem aðstoðar- maður Glitnis banka í greiðslustöðvun og síðar í slitastjórn bankans og Steinar Þór sem formaður skilanefndar Kaup- þings banka. Eva Margrét fjallaði um hvort rétt- lætanlegt væri að beita neyðar lögunum á vormánuðum 2009 þegar þær neyðar- aðstæður sem uppi voru í október 2008 voru ekki lengur til staðar. Of langt hefði verið gengið við beitingu neyðar- laganna gegn Straumi og spari sjóð- unum og benti hún á mismunandi rökstuðning Fjármála eftirlitsins fyrir þeim ákvörðunum og þeim ákvörðunum sem teknar voru í byrjun október. Í ákvörð unum um skipanir skilanefnda viðskiptabankanna þriggja er talað um „kerfislægt mikil vægi þeirra og þeirra keðjuverkandi áhrifa sem mögulegt gjaldþrot kynni að hafa á íslenska hagkerfið.“ Ekkert slíkt orðalag sé hins vegar að finna í ákvörð unum Fjármála- eftirlitsins á vormán uð um 2009. Að loknum framsögum og stuttum erindum þátttakenda í pallborði var tíminn því miður á þrotum. Lögmenn munu þó sjálfsagt fá mörg tækifæri til að ræða um neyðarlögin í framtíðinni, hvort sem er á þessum vettvangi eða öðrum. Katrín Helga Hallgrímsdóttir hdl. F.v. Steinar Þór guðgeirsson, Steinunn guðbjartsdóttir, Einar Karl Hallvarðsson, Ragnar H. Hall, jóhannes Karl Sveinsson og Hákon Árnason. Á myndina vantar Evu margréti Ævarsdóttur.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.