Lögmannablaðið - 01.06.2009, Blaðsíða 13

Lögmannablaðið - 01.06.2009, Blaðsíða 13
LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2009 > 13 Lagadagurinn: V. málstofa F.v. Ástríður grímsdóttir, Ástráður Haraldsson, agnes bragadóttir, brynhildur Flóvens og Valgerður Sverrisdóttir. Sigurður Líndal er á hægri mynd. Pólitísk ábyrgð ráðherra: Refsiábyrgð og réttarfar í málum vegna embættisbrota ráðherra Eru núgildandi lög um ábyrgð ráðherra úrelt? Hver er krafa nútímans um sið- ferði og pólitíska ábyrgð ráðherra, m.t.t. stjórnsýslulaga og álita umboðsmanns Alþingis? Þessum spurningum var velt upp í málstofu um ráðherraábyrgð. Það leikur ekki vafi á að undanfarin ár hefur athygli manna í ríkum mæli beinst að því hver og hver á að vera lagaleg og póliísk ábyrgð stjórnmála- manna. Atburðir nýliðins vetrar og svo gríðarlega flókna staða sem stjórnmála- menn landsins hafa staðið frammi fyrir. Það hvort þeir hafa staðist prófraunina eða ekki. Allt hefur þetta kallað á að sjónarmið um ábyrgð þeirra hafa verið uppi í umræðum manna á meðal. Sigurður Líndal, prófessor emertius og Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgun blaðinu fluttu framsögu í þessari málstofu. Í pallborði sátu Ást- ráður Haraldsson, hrl. hjá Mandat og dósent við lagadeild Háskólans á Bifröst, Brynhildur Flóvenz, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður og fyrr- verandi ráðherra. Ástríður Grímsdóttir, héraðsdómari við Héraðsdóm Suður- lands stjórnaði framsögum og umræð- um. Sigurður Líndal rakti sögu hugmynda og lagaákvæða um ráðherraábyrgð og setti núgildandi lagastöðu í samhengi við mismunandi grundvallarviðhorf til ríkisvaldsins og hlutverks laga og stjórn mála. Hann vakti athygli á að þrátt fyrir þingræðisregluna er ekkert dæmi um að ríkisstjórn eða einstakur ráðherra hafi vikið vegna þess að samþykkt hafi verið vantrauststillaga. Í þessu sambandi velti hann fyrir sér hvort framkvæmdarvaldið sé orðið ofjarl Alþingis. Niðurstaða Sigurðar var að þróunin hefði orðið sú að þingræðið sem átti að fella ábyrgð ráðherra í þann farveg að embættismissi varðaði ef þingið vildi ekki una stjórnarframkvæmd hans hefði smám saman snúizt í andhverfu sína. Þegar meiri hluti þings styður ráðherra og ríkisstjórn sé hætt við að aðhaldið bresti að einhverju leyti, ekki sízt ef flokkshollusta og flokksagi ýtir undir óhæfilegt umburðarlyndi við ráðherra. Þá velti Sigurður fyrir sér leiðum til úrbóta eins og að áskilja að ráðherrar gegndu ekki þingmennsku. Eða að Alþingi eða meirihluti þess kysi utan- þingsmenn til ráðherrastarfa. Agnes Bragadóttir blaðamaður lagði áherslu á að í máli sínu fjallaði hún um viðfangsefnið sem leikmaður. Á undan- förnum áratugum hefðu komið upp álitamál þar sem rætt hefði verið hvort ráðherra hafi brotið af sér með slíkum hætti, að skoða bæri hvort Alþingi ætti að kæra ráðherra fyrir embættisrekstur en slík umræða hafi aldrei orðið neitt hávær eða yfirgnæfandi, a.m.k. ekki á lýðveldistíma. Hún spurði hver ber endanlega ábyrgð á störfum FME, hvort það væri þáverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, Fjármáleftirlitið eða kannski enginn? Agnes sagði að hér á landi hefði stjórnkerfið byggst á „ráð- herra stjórnsýslu“ þar sem hver ráðherra væri yfirmaður síns málefnasviðs og hefði stjórnsýslulegt, stjórnunarlegt og rekstrarlegt forræði yfir sínu ráðuneyti og öllum stofnunum undir því. Þannig skipti ráðherra sér t.d. af rekstri og getur snúið ákvörðunum einstakra stofnana. Stjórnkerfið væri byggt upp framhald á bls. 31.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.