Lögmannablaðið - 01.06.2009, Blaðsíða 25

Lögmannablaðið - 01.06.2009, Blaðsíða 25
LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2009 > 25 Umfjöllun Gönguferð að hliði Helvítis Laugardagsmorguninn 13. júní lagði 51 manns hópur af stað á jeppum frá Álftamýri 9. Ekið var í Skjólkvíar við Heklurætur og þaðan lagt af stað í blíðviðri upp á Heklu. Fyrir gönguna hafði Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur komið á fund og frætt ferðalanga um jarðsögu fjallsins. Þar kom meðal annars fram að búist er við gosi á næstu tveimur árum en mælar á fjallinu gefa vísindamönnum vísbend- ingu um hvað er í vændum með eins til tveggja klukkustunda fyrirvara. Hekla var lengi talin vera hlið Helvítis og er ekki að undra því þegar upp er komið þá rýkur úr toppnum. Göngu- menn urðu þó einskis varir en sagður var brandari um verkfræðinginn sem var sendur niður til Helvítis fyrir mistök. Innan skamms var þar komin fínasta loftræst ing og Guð var ekki sáttur. Hann vildi fá verkfræðinginn upp til sín og hótaði málaferlum ef Fjandinn sendi verk fræðinginn ekki eins og skot upp. Þá glotti Fjandinn og sagði „Þú í mál? Með hvaða lögfræðinga?“ Þegar hópurinn hafði áð um stund á toppi Heklu breyttist veðrið og á niður- leið hreppti hann rigningu og haglél. Ekki þótti ferðalöngum það verra eða eins og einn orðaði það: „Mikið var þetta vellukkað allt saman, veðrið dásam legt, haglélið og allt.“ Að lokinni göngu var farið í Heklusetrið á Leirubakka en þar er merkileg sögu- sýning um fjallið. Svo var farið í heita potta og víkingalaug og að lokum borðaður kvöldverður. „Lofa skal mey á toppi“ sagði einn göngumanna spekingslega við Guðrúnu Sesselju Arnardóttur (t.v.) í byrjun göngu en hún hafði lokið hrl. prófraun daginn áður og fagnað með viðeigandi hætti. Hér er hún ásamt Evu Bryndísi Helgadóttur á toppnum. Þar rauk úr hrauninu og ekki laust við að ónota- tilfinning blandaðist ánægjunni við að vera komin upp. Hekla er 1491 metri að hæð en gönguhækkun frá Skjólkvíum er 1040 metrar. Náttúrufræðingarnir bjarni Pálsson og Eggert ólafsson gengu fyrstir manna á fjallið árið 1750 og var gangan talin tákn rænn viðburður sem markaði þáttaskil, bæði sem könnunarleiðangur og upp reisn gegn gömlum hindurvitnum. Síðan þá hafa margir gengið upp á fjallið og haft gaman af.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.