Lögmannablaðið - 01.06.2009, Blaðsíða 9

Lögmannablaðið - 01.06.2009, Blaðsíða 9
LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2009 > 9 Vænta má þess að reyna muni í veru- legu mæli á ábyrgð stjórnenda í hluta- og einkahlutafélögum á komandi árum eftir þá gjörningahríð sem nú bylur á íslensku viðskipta-og efnahagslífi. Þótt finna megi í dómaframkvæmd Hæsta- réttar dóma þar sem reynt hefur á bóta- ábyrgð stjórnanda hlutafélaga, verður það að segjast sem er að nánara inntak ábyrgðarinnar er um margt á huldu. Það var því þarft umfjöllunarefni sem tekið var fyrir í málstofu um ábyrgð stjórnenda sem fram fór á lagadeginum svokallaða sem haldinn var þann 30. Apríl sl. Framsögumenn voru þau Áslaug Björgvinsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hrl. og aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Í pallborði sátu síðan þeir Vilhjálmur Bjarnason lektor við við- skipta fræðideild Háskóla Íslands, Hróbjartur Jónatansson, hrl og Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota. Stjórnandi málstofunnar og umræðna var Sigurður Tómas Magnússon, hrl. og sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Í erindi sínu rakti Áslaug almennt um ákvæði hlutafélagalöggjafarinnar sem refsiábyrgð stjórnanda væri reist á. Í erindi sínu fór hún jafnframt yfir helstu dóma Hæstaréttar sem gengið hafa um ábyrgð stjórnenda. Fjallaði hún um trúnaðarskyldu stjórnenda gagnvart félaginu og öllum hluthöfum þess meðal annars með vísan til jafnræðis- reglu hlutafélagalaga sbr. 1. málsl. 2. Mgr. 20. gr. laganna, og skyldu stjórnar hlutafélags til þess að gæta hagsmuna allra hluthafa. Í erindi sínu fjallaði Áslaug enn fremur um reglu 134. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög um bótaskyldu stjórnenda, ásamt því að farið var yfir sakarmat, sönnunarreglu, sakarmat og að aukin skylda væri lögð á stjórnendur ef viðskipti um tengda aðila væri að ræða og þá dóma sem gengið hafa og varpað geta ljósi á álitaefna. Reifaði Áslaug enn fremur að Hæstiréttur hefði í Hrd nr. 38/2006 beitt ákvæði 68. gr. hlutafélagalaga um stjórnendur félags hefði verið beitt til þess að fella ábyrgð á framkvæmdastjóra sem hvorki var ráðinn af stjórn, né tilkynntur sem slíkur til hlutafélaga- skrár. Jóhannes Rúnar fjallaði í einkar áhugaverðu erindi sínu í ljósi þeirra erfiðleika sem nú steðja að öllu efnahags-og viðskiptalífi á skyldur stjórnenda til þess að óska eftir því að félag sem þeir sitja í stjórn í verði tekið til gjaldþrotaskipta og ábyrgð þeirra ef svo væri ekki gert. Í öðru lagi fjallaði Jóhannes um skuggastjórnendur (enska: Shadow Directors) , eða aðila sem stjórnar í raun og veru stjórnendum félags um ákvarðanir þeirra fyrir hönd félagsins. Reifaði Jóhannes ákvæði breskrar félagalöggjafar um skugga- stjórnendur og að slíkur skuggastjórn- andi væri að breskum rétti talinn bera sömu skyldur og ábyrgð og raunveru- legur stjórnandi. Jóhannes greindi frá því að skuggastjórnandi væri iðulega aðili sem alls ekki vildi að fréttist að hann í raun og veru tæki ákvarðanir sem stjórn félagsins fylgdi síðar eftir, heldur vildi hann koma fram eins og ótengdur aðili. Jafnframt velti Jóhannes upp þeim spurningum hvort banki, í krafti krafna á hendur félagi, eða móðurfélag í samstæðu félaga gæti fallið undir það að vera skuggastjórn- andi. Að síðustu fjallaði Jóhannes um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4033/2008 þar sem Vilhjálmur Bjarnason höfðaði mál á hendur stjórnarmönnum Glitnis banka hf. vegna ákvörðunar um kaup félagsins á hlutum fyrrverandi forstjóra bankans. Gagnrýndi Jóhannes niðurstöðu héraðsdóms og taldi að stefnandi málsins hefði ekki verið réttur aðili til þess að gera bótakröfu í málinu og enn fremur hefði ætlað tjón í tengslum við fyrrnefnt verið tjón félagsins en ekki hluthafa þess. Þátttakendur í pallborði héldu síðan erindi þar á eftir. Hróbjartur fjallaði um reynslu sína af því að hafa sótt mál vegna ætlaðra brota á hagsmunum hluthafa og aðild að slíkum málum. Helgi Magnús reifaði atriði hvað varðaði um refsiábyrgð stjórnenda samkvæmt ákvæðum hegningarlaga og sérrefsilaga og varðandi refsiþátt stjórnenda. Vilhjálmur reifaði ástæður fyrir máls- sókn sinni í máli nr. E-4033/2008 og skilning sinn á þeim ákvæðum laga um hlutafélög og bótaskyldu sem á reyndi í fyrrgreindu máli. Fjöldi fyrirspurna bárust úr sal til fram- sögumanna og þátttakanda í pallborði og urðu um mörg atriði athyglisverðar umræður. Ætla verður að á þau álitaefni sem fjallað var um á fyrrgreindri mál- stofu muni verða fjallað frekar um í lögfræði á þeim tímum sem nú á eftir fylgja. Ari Karlsson hdl. Málstofa um ábyrgð stjórnenda Lagadagurinn: I. málstofa

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.