Lögmannablaðið - 01.06.2009, Blaðsíða 7

Lögmannablaðið - 01.06.2009, Blaðsíða 7
LÖGMANNABLAÐIÐ – 2 / 2009 > 7 Af vettvangi félagsins Vegna umræðu um rannsókn hins svokallaða bankahruns hefur stjórn Lögmannafélags Íslands sent dóms- mála ráðherra eftirfarandi ályktun: Brýnt er að vandlega verði rannsakað hvort lög hafi verið brotin í aðdraganda og eftirmálum bankahrunsins. Eðli málsins samkvæmt hlýtur sú rannsókn að verða umfangsmikil og taka til þeirra sem rökstuddur grunur leikur á að hafi gerst sekir um refsiverða háttsemi. Mikilvægi rannsóknarefnisins má hins vegar ekki verða til þess að gengið sé á svig við reglur sem um rannsókn gilda, eða að réttaröryggi verði fyrir borð borið. Ísland er og á að vera réttar- ríki. Í því felst að ríkisvaldið fari fram á grundvelli gildandi lagareglna, meðal annars þeirrar reglu að sakaðir menn séu saklausir uns sekt er sönnuð. Augljóst er að bankahrunið olli gífur legum skaða. Reiði vegna þeirra atburða má ekki verða til þess að slegið verði af kröfum sem gerðar eru til Íslands sem réttarríkis er virði grund- vallar mann réttindi. Þá má heldur ekki slá af kröfum til opinberra rannsókna, þ.á.m. um hlutlægni rannsakenda og meðalhóf í beitingu opinbers valds. Að gefnu tilefni má í þessu samhengi nefna álitaefni um hæfi einstakra embættismanna. Um hæfi gilda settar lagareglur sem ber að virða. Varhugavert er að rannsakendur eða handhafar opinbers valds freisti þess að ná fram úrlausn um álitaefni af því tagi með málflutningi í fjölmiðlum. Jafnframt má nefna trúnaðar sam- band lögmanna við umbjóðendur sína. Allir eiga að geta treyst því að upplýs- ingar sem þeir veita lögmanni séu bundnar þagnarskyldu og komi ekki fyrir augu annarra aðila nema sam- kvæmt skýru lagaboði, að slíkar upplýsingar verði ekki notaðar gegn þeim og að trúnaðar samband lögmanna og umbjóðenda þeirra sé virt. Trúnaðar- sambandið er ekki tæki til að hylja slóð ólögmætrar háttsemi, heldur grund- vallarregla í vestrænum réttarríkjum. Ástæða er til þess að árétta mikil- vægi virðingar fyrir meginreglum réttar- ríkisins á þeim tímum sem fara í hönd. Erfiðleikar sem að þjóðinni steðja og reiði sem í henni býr, mega ekki verða til þess að einstaklingurinn njóti ekki lengur eðlilegs skjóls gagnvart ríkis- valdinu. Í því væri falin enn meiri vá en sú sem þjóðin tekst nú á við. Reykjavík 23. júní 2009. F.h. stjórnar Lögmannafélags Íslands Lárentsínus Kristjánsson, hrl., formaður. Ályktun stjórnar Lög manna félags Íslands. LÁTTU TIL ÞÍN TAKA! Laganám við HR miðar að því að útskrifa framúrskarandi lögfræðinga sem láta til sín taka í íslensku og alþjóðlegu samfélagi. 3ja ára grunnnám til BA gráðu 2ja ára framhaldsnám til meistaragráðu Fullnaðarpróf í lögfræði Kynntu þér metnaðarfullt og nútímalegt laganám á www.hr.is LAGADEILD HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.