Lögmannablaðið - 01.06.2013, Síða 4
4 lÖgmannaBlaÐiÐ tBl 02/13
Árni HelGAson HDl.
leiðAri
stórhuga stjórnmálamenn og
gæði lagasetningar
Ný ríkisstjórN hefur nú tekið við
og í stjórnarsáttmála hennar kennir
ýmissa grasa. Mörg þeirra mála sem
þar er fjallað um munu án efa hafa
áhrif á störf og starfsumhverfi lögmanna
þegar fram líða stundir, bæði með nýrri
lagasetningu sem stjórnarmeirihlutinn
boðar um sín helstu stefnumál og einnig
með þeim breytingum á dómskerfinu
sem nefndar eru í stjórnarsáttmálanum.
skuldamál einstaklinga og fyrirtækja
hafa verið fyrirferðarmikil í umræðunni
undanfarin ár og sjálfsagt ófáir lög
mennirnir sem hafa fengið inn á borð til
sín ágreining og dómsmál sem tengjast
gengislánum, ábyrgðum og skulda
uppgjöri almennt.
Ný ríkisstjórn boðar enn frekari
aðgerðir á þessu sviði, einkum varðandi
verðtryggingu húsnæðislána. óhætt er
að segja að mikill stórhugur einkenni
sum af þeim stefnumálum stjórnarinnar.
í skilaboðum frambjóðenda fyrir
kosningar var látið í veðri vaka að það
væri lítill vandi að leysa þessi mál, bara
ef krafturinn og ákefðin væru til staðar.
Þótt slíkt tal kunni að virka á kjósendur
hefur reynsla síðustu ára sýnt að kapp í
þessum málum er best með forsjá. Mikill
asi einkenndi þennan málaflokk á síðasta
kjörtímabili og það kom jafnvel fyrir að
heilu lagafrumvörpin voru endurskrifuð
á síðustu metrunum í þinginu. Þetta hafði
sín áhrif – á síðasta kjörtímabili voru
lagaákvæði, sem fjölluðu um skuldamál,
t.d. tvívegis talin stangast á við 72. gr.
stjórnarskrár. Annars vegar var ákvæði
ábyrgðarmannalaga um niðurfellingu
ábyrgða til samræmis við niðurfellingu
aðalskuldara í greiðsluaðlögun talið
stangast á við stjórnarskrá og hins vegar
ákvæði vaxtalaga frá desember 2010
um að endurreiknuð lán skyldu bera
seðlabankavexti.
enn er verið að vinna úr flækjum í
tengslum við gengistryggð lán, t.d. í
þeim tilvikum þar sem skuldaraskipti
hafa orðið. Þá er skuldauppgjöri margra
einstaklinga og fyrirtækja enn ólokið.
Það er mikill ábyrgðarhluti þegar slík
lagaákvæði eru sett án þess að gaumgæft
sé fyrirfram hvort þau haldi og hver áhrif
þeirra séu. slík ákvæði skapa væntingar
hjá fólki og eru oft forsendur ýmissa
ákvarðana og aðgerða. sú staðreynd að
nærri fimm árum eftir efnahagshrunið
2008 er enn mikið verk óunnið í
úrvinnslu skuldamála tengist því hve
bratt var farið af stað í upphafi. Þótt
stjórnmálamenn vilji gjarnan státa sig
af því að vinna hratt og af krafti verður
dómur sögunnar jafnan betri þegar
löggjöfin stenst tímans tönn. Þetta verður
ný ríkisstjórn að hafa í huga varðandi
áform sín í skuldamálum heimilanna.
í stjórnarsáttmálanum kemur ýmislegt
fleira athyglisvert fram. Þar segir að stefnt
skuli að því að millidómsstig verði tekið
upp, bæði í einka og sakamálum og að
hæstiréttur starfi í einni deild. Þessar
hugmyndir hafa verið til umræðu um
nokkurt skeið án þess að þær hafi komist
til framkvæmda. Almennt hafa viðtökur
við hugmyndum um millidómstig verið
góðar en ljóst er að í þessum tillögum
felst veruleg uppstokkun á dómskerfinu.
Mikilvægt er að lögmenn taki þátt í þeirri
umræðu sem framundan er um þessi mál
og má vekja athygli á tveimur greinum
um málið í þessu blaði eftir þá jónas Þór
Guðmundsson, hrl. og formann LMfí og
hrafn Bragason, fyrrv. hæstaréttardómara.
Það verður svo loks að teljast tölu vert
fagnaðarefni að ekki bara stjórn ar
flokkarnir nýju heldur einnig forystu
menn stjórnarandstöðunnar hafa tekið
upp mun yfirvegaðri og skynsamari
nálgun varðandi breytingar á stjórnarskrá
en síðasta ríkisstjórn hafði. í því felst að
minni líkur eru á kúvendingum varðandi
stjórnarskrána og að breytingar á henni,
ef þær þykja nauðsynlegar á annað
borð, verði unnar af yfirvegun og í sátt.
Því ber að fagna enda urðu fjölmargir
úr stétt lögfræðinga og lögmanna og
margir fleiri til að benda á að fara verður
afar varlega í breytingar á stjórnarskrá
og þær mega aldrei verða markmið í
sjálfu sér.