Lögmannablaðið - 01.06.2013, Síða 12

Lögmannablaðið - 01.06.2013, Síða 12
12 lÖgmannaBlaÐiÐ tBl 02/13 lAGADAGUr 2013 MÁLstOfAN uM sérÞekkiNGu í dómsmálum var vel sótt á Lagadeginum. stjórnandi var sigurður tómas Magnússon prófessor og þátttakendur voru Berglind svavarsdóttir hrl. hjá Acta, Guðmundur sigurðsson forseti lagadeildar hr, ívar pálsson hrl. hjá Landslögum og skúli Magnússon héraðsdómari. Málstofan var að mati undirritaðrar sérlega vel heppnuð. umræður voru hreinskiptnar og allir þátttakendur höfðu greinilega undirbúið sig vel. regluverkið og málafjöldinn í byrjun var stuttlega farið yfir hvort núgildandi réttarfarslegur stuðluðu að því að leyst væri úr ágreiningi með réttum og faglegum hætti í dómstólum. flestir voru sammála um að þótt regluverkið væri að mörgu leyti ágætt, það kerfi að dómkveðja matsmenn og kveða til sérfróða meðdómendur væri nokkuð gott, þá væri það ekki nægilega skýrt. Málafjöldinn og stærð mála í dómstólum landsins sýndi að traust væri allgott á dómstólum hvað varðaði sérþekkingu, t.d. af hálfu viðskiptalífsins, og ekki tíðkuðust gerðardómar í einstökum málum tengdum viðskiptum hér á landi í sama mæli og í nágrannalöndum okkar. fyrirtæki veldu það síður og legðu mál sín fyrir réttarkerfið til úrlausnar. matsgerðir Nokkuð var rætt um kostnaðinn við kerfið, ekki síst við dómkvaðningu matsmanna sem aðilar verða að bera sjálfir. Þá var bent á hversu mikill munur geti verið á kostnaði og virðist það fara eftir matsmönnunum sjálfum. Lögmaður í áheyrendahópnum benti á að kostnaður við tvær sambærilegar matsgerðir í fasteignagallamálum hefði í máli á borði hans verið 2,4 milljónir í öðru matinu en 700 þúsund í hinu matinu. ekki væri þó að sjá að sjáanlegur efnis­ eða gæðamunur væri á mötunum. skúli Magnússon benti á að lögmenn hefðu ávallt þann möguleika að biðja dómara að úrskurða um kostnað við matsgerðir en benti jafnframt á að matsgerðir væru þýðingarmikil sönnunargögn og eflaust væri það því þess virði fyrir aðila að afla þeirra. Bent var á að þýðing matsgerða sem sönnunargagna hefur ekki síst með það að gera hvernig þeirra er aflað og spurning væri ef það ætti ekki að afla matsgerða eftir þeim leiðum sem einkamálalögin segja til um hverra gagna væri þá hægt að afla sem hefðu sama gildi. Bent var á utanréttargögn eins og álitsgerðir, álit nefnda, eins og örorkunefndar, og einnig hvort opna ætti möguleikann á sérfræðivitnum. sérfróðir meðdómsmenn í síðari hluta málstofunnar var rætt um sérfróða meðdómsmenn, hvernig ætti að velja þá, í hvaða málum þeir ættu að taka sæti og hvert hlutverk þeirra raunverulega væri. fundarmenn voru sammála um að fámennið hér og tengslin í samfélaginu væri ókostur og væri dómurum oft fjötur um fót við val á meðdómendum. Þar þyrfti að bæta í regluverkið. Listar væru til staðar í héraðsdómum en dómstólaráð þyrfti að láta meira til sín taka. Bent var á að ef til vill gætu fagfélög viðkomandi sérfræðinga reynt betur að þjálfa sitt fólk F.v. guðmundur sigurðsson, Berglind svavarsdóttir, sigurður tómas magnússon, Ívar Pálsson og skúli guðmundsson. sérfræðiþekking í dómsmálum lj ós m yn d: Þ or ke ll Þo rk el ss on .

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.