Lögmannablaðið - 01.06.2013, Síða 13
lÖgmannaBlaÐiÐ tBl 02/13 13
lAGADAGUr 2013
til setu í dómum, til dæmi með því að
halda námskeið eins og gert hefur verið
hjá sálfræðingafélaginu og mögulega
ætti dómarafélagið eða dómstólaráð
að eiga aðkomu að slíku.
Hlutverk Hæstaréttar
Að lokum var rætt um hlutverk
hæstaréttar, hvenær og hvernig
hæstiréttur gæti endurskoðað dóma
sem byggja á sérfræðilegu mati. Þeirri
spurningu var varpað fram hvort
hæstiréttur hefði burði til að fara
ofan í mat sérfróðra matsmanna og/
eða meðdómenda og ef svarið við því
væri nei þá væri raunverulega við lýði
eitt dómsstig, sem væri ótækt. einnig
var þeirri spurningu varpað fram hvort
hæstiréttur ætti fremur að heimvísa
málum þar sem hann er ósammála
niðurstöðum sérfróðra aðila en að
endurskoða málið og dæma. Þá var því
jafnframt velt upp hvernig hæstiréttur
gæti lagt mat á ný sérfræðileg gögn
sem lögð væru fram fyrir réttinn, sem
ekki hefðu verið lögð fram í héraði.
fundarmenn voru sammála um að
millidómstig væri í raun nauðsynlegt
til að taka á þessu máli, þ.e. millidómstig
þar sem hægt væri að kveða til sérfróða
meðdómsmenn. fyrirmyndin að slíku
ætti að vera Landsréttur í danmörku.
Áskorun um endurskoðun
reglna
í lokin benti sigurður tómas á að öll
gögn sem lögð væru fram í dómsmálum
þyrfti að meta að verðleikum, slíkt mat
væri ekki endilega alltaf sérfræðilegt
en hægt væri að treysta á að það yrði
ávallt lögfræðilegt. skúli skoraði á
réttarfarsnefnd og dómstólaráð að taka
málefnið um sérþekkingu í dómskerfinu
til sín og endurskoða núgildandi reglur.
Vel er hægt að taka undir þá áskorun.
Þyrí Steingrímsdóttir hrl.
Á MÁLstOfuNNi var fjallað um hvort
þörf væri á bættum réttarfarsreglum
vegna kynferðisbrota gegn börnum.
framsögumenn voru svala ólafsdóttir,
sérfræðingur við lagadeild háskólans
í reykjavík og stefán eiríksson
lögreglustjóri. í pallborði voru helgi
Gunnlaugsson prófessor við félags og
mannvísindadeild háskóla íslands,
hulda elsa Björgvinsdóttir saksóknari,
ragnheiður harðardóttir héraðsdómari
og hrefna friðriksdóttir dósent
við lagadeild háskóla íslands og
stjórnarformaður rannsóknastofnunar
Ármanns snævarr um fjölskyldumálefni.
stjórnandi var róbert spanó prófessor
og settur umboðsmaður Alþingis.
F.v. svala ólafsdóttir, róbert spanó, stefán
Eiríksson, ragnheiður Harðardóttir, Helgi
gunnlaugsson og Hulda Elsa Björgvins-
dóttir. Á myndina vantar Hrefnu Friðriks-
dóttur.
KynFErÐisBrOt gEgn BÖrnum
Á MÁLstOfu um kvótakerfi og
atvinnuréttindi var veitt fræðileg
yfirsýn yfir kvótakerfi og varpað
ljósi á stjórnskipuleg álitaefni
sem upp koma við rekstur þeirra,
m.a. með hliðsjón af mögulegum
lagabreytingum. framsögumenn voru
þau Aðalheiður jóhannsdóttir prófessor
við lagadeild háskóla íslands, Ásgerður
ragnarsdóttir hdl., LL.M. hjá Lex,
kristín haraldsdóttir sérfræðingur
við lagadeild og forstöðumaður
auðlindaréttarstofnunar háskólans í
reykjavík og daði Már kristófersson
dósent í náttúruauðlindahagfræði við
hagfræðideild háskóla íslands. í pallborði sátu Valgerður sólnes aðstoðarmaður
hæstaréttardómara og helgi Áss Grétarsson lektor við lagadeild háskóla íslands
en stjórnandi var hulda Árnadóttir hdl., LL.M. hjá Lex.
Ásgerður ragnarsdóttir var einn fram-
sögumanna.
KVótaKErFi Og atVinnuréttindi
Stórt verk lítið mál
Litlaprent ehf. | Skemmuvegi 4 | 200 Kópavogi
Sími 540 1800 | Fax 540 1801 | litla@prent.is
prent.is
lj
ós
m
yn
d:
Þ
or
ke
ll
Þo
rk
el
ss
on
.
lj
ós
m
yn
d:
Þ
or
ke
ll
Þo
rk
el
ss
on
.