Lögmannablaðið - 01.06.2013, Page 14
14 lÖgmannaBlaÐiÐ tBl 02/13
lAGADAGUr 2013
rökstóLuM uM lögmæti verð
tryggingar var stjórnað af eyvindi G.
Gunnarssyni dósent við lagadeild
háskóla íslands en þátttakendur voru
stefán Már stefánsson prófessor við
lagadeild háskóla íslands, Áslaug
Árnadóttir hdl. hjá Landslögum, jón
Þór sturluson dósent við viðskiptadeild
háskólans í reykjavík og eiríkur elís
Þorláksson hrl. og lektor við lagadeild
háskólans í reykjavík.
Hvað er verðtrygging?
eyvindur hóf umræðuna á því að vísa
til þess að verðtrygging væri mikið
hagsmunamál og að málefnið snéri
að ýmsum sviðum lögfræðinnar, s.s.
ákvæðum vaxtalaga, laga um vísi tölu
neysluverðs, samningalaga, neytenda
löggjöfar, eesréttar og að mati sumra
einnig laga um verðbréfaviðskipti. jón
Þór fór yfir hvað fyrirbærið verð trygging
væri og sagði það í raun ekki flókið. um
væri að ræða viðbót við lánssamning
þar sem vextir eru breytilegir með
fyrirfram ákveðnum hætti og taka mið af
þróun verðbólgu á hverjum tíma. hann
nefndi að munur á verðtryggðu láni og
láni með breytilegum óverðtryggðum
vöxtum væri í raun minniháttar. hann
sagði að öfugt við það sem oft hefði
heyrst um að með verðtryggðu láni
hallaði á lántaka, þá taldi hann að í
raun væri um að ræða gagnkvæma
tryggingu. Lánveitandi væri tryggður
fyrir hækkandi verðbólgu en lántaki
myndi aftur á móti hagnast ef verðbólga
lækkaði. Þá taldi hann núverandi viðmið
við neysluverðsvísitölu vera ágætis
mælikvarða og fela í sér minni stökk en
aðrir mælikvarðar, s.s. byggingarvísitala.
Á brattann að sækja fyrir
dómstólum
eiríkur elís vék að því hvort mögulegt væri
að beita ógildingarreglum samningalaga
um verðtryggða lánssamninga og
benti á meginreglur samningaréttar
um skuldbindingargildi samninga
og samningsfrelsið. Verðtrygging á
fjárskuldbindingar væru heimilar í
vaxtalögum og það vegur talsvert
þungt. einnig væru ógildingarreglur
samningalaganna undantekning frá
meginreglunni um skuldbindingargildi
og því væru þær túlkaðar þröngt.
eiríkur taldi mjög á brattann að sækja
í þeim málum sem nú væru rekin fyrir
dómstólum um þetta efni og ólíklegt
að að verðtryggður lánssamningur
yrði metinn ólögmætur á grundvelli
ógildingarreglna samningalaganna, s.s.
á grundvelli brostinna forsendna eða
ósanngirni.
tilskipun um lánasamninga
fyrir neytendur
Að því er varðar neytendalöggjöfina
þá rakti Áslaug gildissvið tilskipunar
evrópuþingsins og ráðsins (2008/48/
eB) um lánasamninga fyrir neytendur
og hvernig hún hefur verið leidd inn
í íslenskan rétt. tilskipunin gildir ekki
um fasteignaveðlán og verður henni
því ekki beitt um slíkt efni. íslensk
lög um neytendalán gangi hins vegar
lengra og gilda um þessa tegund
lánsskuldbindinga. upplýsingaskylda
við lánveitingu var rædd sérstaklega og
Áslaug nefndi að mikilvægt væri að hafa
í huga að tilskipunin gildir eingöngu
um upplýsingagjöf við lánveitinguna en
ekki samningssambandið sjálft. Á meðan
tilskipunin mælir fyrir um að upplýsingar
við lántökuna skuli miða við stöðuna
þegar lánssamningur er gerður þá gera
íslensk lög um neytendalán að nokkru
leyti aðrar kröfur í þessum efnum og
F.v. Eiríkur Elís Þorláksson, Jón Þór sturluson, Áslaug Árnadóttir og stefán már stefánsson.
lögmæti verðtryggingar
ljósmynd: Þorkell Þorkelsson.