Lögmannablaðið - 01.06.2013, Page 18
18 lÖgmannaBlaÐiÐ tBl 02/13
í stefNuYfirLýsiNGu nýrrar ríkis
stjórnar segir meðal annars:
„Stefnt skal að því að millidómsstig
verði tekið upp, bæði í einka- og
sakamálum, og að hæstiréttur starfi í
einni deild.“
hér er um að ræða grundvallar yfirlýsingu
af hálfu stjórnvalda sem vekur vonir
um að löngu tímabærar endurbætur á
dómskerfinu líti loksins dagsins ljós.
Lögmannafélag íslands hefur lengi talið
brýnt að millidómstigi verði komið á fót
sem fyrst, bæði í einka og sakamálum,
þannig að málsmeðferð samrýmist sem
best kröfum réttarríkisins og reglum
alþjóðlegra mannréttindasáttmála.
Á íslandi eru tvö dómstig og hefur svo
verið allt frá stofnun hæstaréttar íslands
16. febrúar 1920. í nágrannalöndunum
og víðast hvar í evrópu eru á hinn
bóginn þrjú dómstig. Gagnrýni hefur
komið fram á tveggja þrepa dómskerfi
hér á landi. Alvarlegustu annmarkarnir
hafa jafnan verið taldir eftirfarandi:
1. Meginreglan um milliliðalausa
sönnunarfærslu er ekki virt nægi
lega vel við meðferð áfrýjaðra
mála. í einkamálum fer munnleg
sönnunarfærsla ekki fram í hæsta rétti,
heldur byggir rétturinn á endurritum
úr þingbók af munnlegum skýrslum
sem gefnar hafa verið í héraði. í
sakamálum er lagaheimild til þess að
taka munnlegar skýrslur í hæstarétti
lítið sem ekkert nýtt. Á hinn bóginn
hefur rétturinn í talsverðum mæli nýtt
heimild til að ómerkja héraðsdóm ef
líkur eru taldar á að niðurstaða um
sönnunargildi munnlegs framburðar
kunni að vera röng. sönnunarmat
héraðsdóms í sakamálum fæst
því jafnan ekki endurskoðað með
formlegum hætti á æðra dómstigi.
2. sérfróðir meðdómendur taka ekki
þátt í meðferð áfrýjaðra mála þar sem
reynir á sérkunnáttu þeirra og þeir
hafa tekið þátt í að dæma í héraði.
3. Málafjöldi í hæstarétti er mikill
og óhóflegt vinnuálag á dómara
við réttinn. Afleiðingin er í reynd
deildaskiptur áfrýjunardómstóll
fremur en eiginlegur hæstiréttur.
ekki verður séð að úr annmörkum á
núverandi kerfi verði bætt nema með
stofnun millidómstigs. hæstiréttur
myndi þá aðeins dæma í þýðingarmestu
málum og dómurum yrði fækkað. Við
fækkun myndi fordæmisgefandi hlutverk
réttarins styrkjast, sem er afar brýnt.
umræður um millidómstig eru ekki
nýjar af nálinni. Þær hafa skotið upp
kollinum af og til um áratuga skeið.
Nefna má að á áttunda áratug síðustu
aldar var í fjórgang lagt fram á Alþingi
lagafrumvarp sem fól í sér upptöku
millidómstigs að fyrirmynd Landsréttar
í danmörku. Gagnrýni á tveggja þrepa
kerfi hefur þó þyngst síðustu ár og nú
er svo komið að flestum er ljóst að
ekki verður lengur undan vikist að gera
breytingar.
Á árinu 2008 skipaði þáverandi
dómsmálaráðherra nefnd til þess að
fjalla um hvernig tryggja mætti sem
best milliliðalausa sönnunarfærslu við
meðferð sakamála. Nefndin skilaði
skýrslu í október sama ár og voru helstu
niðurstöður hennar að nauðsynlegt
væri að koma á fót millidómstigi í
sakamálum.
í október 2010 stóðu fjögur helstu
fagfélög lögfræðinga; Ákærenda
félag íslands, dómarafélag íslands,
Lögfræðinga félag íslands og Lögmanna
félag íslands, fyrir málþingi um milli
dómstig þar sem mikill einhugur ríkti
um stofnun þess, bæði í einkamálum
og sakamálum. eftir málþingið skor
uðu félögin á dómsmálaráðherra
(nú innan ríkisráðherra) að beita sér
fyrir stofnun millidómstigs en hann
skipaði í framhaldinu vinnuhóp sem
skilaði ítarlegri skýrslu í lok júní 2011.
réttar farsnefnd hefur haft skýrslu
vinnuhópsins til skoðunar og hefur
unnið að því að móta hugmyndir að
nýju dómskerfi. Lögmannafélagið hefur,
ásamt dómstólaráði, fengið tækifæri til
þess að koma að sjónarmiðum við þá
vinnu.
Loks skal nefnt að nýverið skrifaði jón
steinar Gunnlaugsson hrl. og fyrrverandi
hæstaréttardómari ritgerð um hæstarétt
þar sem meðal annars er fjallað um
mikilvægi þess að taka upp millidómstig.
Brýnt er að án tafar verði ráðist í nauð
synlegar úrbætur á dómskerfinu. Vonir
standa til þess að innanríkisráðherra
leggi fram frumvarp um millidómstig
þegar á haustþingi og Alþingi afgreiði
málið næsta vor.
Pistill forMAnns
millidómstig í bígerð
JÓnAs ÞÓr GUðMUnDsson Hrl.