Lögmannablaðið - 01.06.2013, Page 21

Lögmannablaðið - 01.06.2013, Page 21
lÖgmannaBlaÐiÐ tBl 02/13 21 Aðsent efni réttinum á þann hátt að þeir fimm dómarar, sem hefðu lengstan starfsaldur, skyldu skipa fimm manna dóm. Þetta gerði það að verkum að þeir sem komu nýir í réttinn störfuðu næsta lítið með þeim sem höfðu mesta starfsreynslu í réttinum. flestir geta gert sér grein fyrir því að þetta var til þess fallið að rýra gildi hætaréttar sem fordæmisgefandi dómstóls. Það þarf ekki að taka það fram að dómarar við réttinn mótmæltu þessu allir sem einn. aftur heim í hérað Lausn réttarfarsnefndar varðandi milliliðalausa málsmeðferð var sú að hæstarétti var heimilað, teldi hann líkur á að niðurstaða héraðsdóms um sönnunargildi framburðar væri ekki rétt svo einhverju skipti, að fella dóminn úr gildi og mæla fyrir um að munnleg sönnunarfærsla færi fram að nýju í héraði og leyst yrði úr málinu þar á ný. Var þá ætlast til að sönnunarfærslan í héraði færi fram fyrir nýjum dómara eða dómurum. Á þetta vildu héraðsdómarar ekki fallast og vildu láta sama dómara fara aftur með málið í héraði. Báru þeir fyrir sig að þeir vildu ekki endurskoða úrlausnir vinnufélaga sinna. réttarfarsnefnd drógst á þetta til að reyna að halda einingu meðal dómara og var eftir þessu farið. Þetta skipulag leiddi fljótlega til ófarnaðar og hefur nú verið breytt í það horf sem réttarfarsnefnd gerði tillögur um í upphafi. Nægir að benda á fræg dæmi, sem meðal lögfræðinga eru kölluð prófessors­, Briggs­ og Las Vegasmál. eining ætti að vera um að dómskerfið bauð ekki upp á nægilega góða málsmeðferð í þessum málum þótt hér verði engin afstaða til þess tekin hvort réttlætið hafi náð fram að ganga eða ekki. Kostir og gallar núverandi kerfis Lausn réttarfarsnefndar varðandi fjölda þeirra mála, sem áfrýja má til hæstaréttar, fólst í því að fjölga dómurum í níu og auka heimildir réttarins til þess að láta þrjá dómara fara með mál. Við það átti að miða að þau mál, sem hefðu aðeins óverulegt fordæmisgildi, hlytu þá meðferð, önnur væru dæmd af fimm eða jafnvel sjö dómurum. Með tímanum og mjög auknum málafjölda hefur orðið slaka á þessum kröfum. Það verður tæpast lengur dregið í efa að þetta geti leitt til ófarnaðar. sérstaklega vilji nýir dómarar ekki fara að fyrri fordæmum réttarins hvort sem þau hafa verið mynduð af fimm eða þremur dómurum. Þessu til stuðnings má nefna tvö mál um ætlaðar ærumeiðingar sem afgreidd voru af þremur dómurum hæstaréttar og Mannréttindadómstóll evrópu gerði athugasemdir við í kjölfarið (sjá þýddar dómareifanir Mannréttindadómstóls evrópu í 2. hefti 2012.) Þessir úrlausnir hæstréttar rýmuðu illa við fordæmi réttarins síðustu árin, en þau fordæmi voru sniðin að dómum Mannréttindadómstólsins og þeim breytingum sem gerðar höfðu verið á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar. kosturinn við núverandi meðferð hæstaréttar hefur hins vegar verið sá að áfrýjunarmeðferð á íslandi hefur verið með þeim virkustu í evrópu. Vissulega má gera hér bót á án stofnunar millidómstigs með því að leyfa málskot dóms þriggja hæstaréttardómara til fjölskipaðri dóms innan réttarins að fyrirmynd Mannréttindadómstóls evrópu. sú lausn fækkar þó ekki málum á borði réttarins en málafjöldinn er annar helsti galli núverandi skipulags. (sjá jafnframt h.B. skipun hæstaréttar vð meðferð einstaks máls, Afmælisrit Gunnar G. schram 20. feb. 2001, bls. 217) Af því sem að framan greinir verður tæpast önnur ályktun dregin en löngu sé tímabært að huga að millidómstigi. dómarar og málflutningsmenn hafa flestir lengi verið þeirrar skoðunar og haldið henni á lofti. dómstóll á millidómstigi þarf ekki að vera nema einn og ná til landsins alls. Með þessari breytingu má fækka hæstaréttardómurum í sex eða sjö. flest mál yrðu að vísu dæmd af fimm dómurum en reikna verður með töluverðum fjölda mála verði vísað til réttarins. sum mál og einhver erindi sem dóminum berast verða áfram leyst af þremur dómurum. reikna verður með því að óskir um áfrýjunarleyfi til hæstaréttar margfaldist við millidómstig. Við forföll á ekki að leita til varadómara nema í litlum mæli, en forföll eru veruleg vegna vanhæfis dómara í svo fámennu ríki sem hér. sum mál eru einnig svo umfangsmikil að gott getur verið að hafa einn aukadómara til að fylgjast með málsmeðferðinni til vara. Þá getur verið nauðsynlegt í umfangsmiklum og flóknum málum að gefa frummælanda frí frá öðrum málum á meðan hann semur dóminn. tillögur að millidómstigi liggja nú fyrir réttarfarsnefnd. HaFnarFJÖrÐur lÖgmEnn tHOrsPlani sF. FJarÐargÖtu 11 220 HaFnarFJÖrÐur

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.