Lögmannablaðið - 01.06.2013, Page 25

Lögmannablaðið - 01.06.2013, Page 25
lÖgmannaBlaÐiÐ tBl 02/13 25 Af VettVAnGi fÉlAGsins komið verði á fót nýju millidómstigi þegar í stað, sem taki bæði til einka­ mála og sakamála. samhliða stofnun millidómstóls yrði hæstiréttur einungis skipaður fimm dómurum, sem allir dæmdu í öllum málum sem fyrir réttinn koma. koma þar tvær aðferðar helst til greina þegar fækka á dómurum við hæstarétt. Annars vegar að skipa ekki nýja dómara í stað þeirra sem næstir hætta og hins vegar að breyta núverandi hæstarétti í millidómstól og skipa hæstarétt alveg á ný. síðari leiðin yrði fljótvirkari og telur jón hana heimila með almennum lögum, sbr. 61. gr. stjórnarskrárinnar. Núverandi dómarar við réttinn gætu þá sótt um dómarastarf við hinn nýja hæstarétt ef þeir kjósa svo. Þrátt fyrir að við þessa breytingu yrðu komin þrjú dómstig leggur jón steinar til að áfram verði dæmt í málum á tveimur dómstigum – aðeins mikilvægustu málunum yrði skotið beint til hæstaréttar frá neðsta dómstigi, skv. leyfi sem hæstiréttur veitti á grundvelli ákveðinna lögfestra meginskilyrða. dómstólar eiga engin áhrif að hafa á val nýrra dómara jón steinar gagnrýnir harðlega hvernig staðið hefur verið að skipan dómara við hæstarétt íslands undanfarin ár, hvort sem skipanirnar hafa komið í kjölfar umsagnar hæstaréttar á umsækjendum eða hinnar sérstöku dómnefndar sem komið var á fót með lögum nr. 45/2010. Báðar leiðirnar hafa sýnt, að mati jóns, að umsagnaraðilunum er ekki treystandi til að komast að faglegri niðurstöðu og að áhrif sitjandi dómara hafi ráðið alltof miklu við skipun nýrra dómara, þar sem hæstiréttur og dómstólaráð tilnefna meirihluta nefndarmanna. Þá gagnrýnir hann sérstaklega þá aðferðarfræði sem dómnefndin hefur lagt til grundvallar niðurstöðum sínum til þessa en hann telur nefndina í raun ekkert mat leggja á það hversu vel eða illa umsækjendur hafa staðið sig í fyrri störfum sínum. Að mati jóns virðast fjöldi skrifaðra blaðsíðna í fræðirit og fjölbreytileiki fyrri starfa skipta nefndina meira máli heldur en gæði skrifanna og starfsreynsla á einstöku sviði lögfræðinnar. í ritgerðinni nefnir jón tvær dómaraskipanir máli sínu til stuðnings. í stað núverandi fyrirkomulags ætti ráðherra að ákveða hvern skuli skipa dómara við hæstarétt, enda ber hann stjórnskipulega ábyrgð á skipuninni. Ákvörðun hans yrði svo staðfest af Alþingi. ef ráðherra ætti að byggja val sitt að einhverju leyti á niðurstöðu umsagnarnefndar ætti hæstiréttur eða „ráðandi hópar innan dómskerfisins“ eins og jón steinar kallar það, ekki að koma við sögu við skipan slíkrar nefndar. Fjölskyldustemning við samningu dóma jón telur það frumskyldu hvers dómara að dæma sjálfstætt. Af þeim sökum beri dómurum einfaldlega skylda til að skila sératkvæði ef þeir eru ekki sammála meðdómendum sínum. „svona er það ekki í hæstarétti íslands,“ sagði jón steinar í erindi sínu þann 28. maí sl. og vísaði til þess tíma þegar hann starfaði við réttinn. Það vakti athygli fundarmanna að hjörtur torfason, fyrrum dómari við hæstarétt, tók undir orð jóns steinars. hjörtur lýsti því á fundinum hvernig aðrir dómarar við réttinn hefðu reynt að hafa áhrif á það með hvaða hætti hann skrifaði dóma sína. Þannig hefðu meðdómendur hans í tilteknum málum hvatt hann til þess að breyta texta sínum svo allir gætu þeir fallist á niðurstöðuna og enginn þyrfti að skila sératkvæði. ekki var annað að heyra á hirti en að honum hafi mislíkað þessi vinnubrögð. hvað sem því líður þá verður ekki annað séð en að sú fjölskyldustemning sem jón steinar lýsir í ritgerð sinni eigi sér langa sögu. Haukur Örn Birgisson hrl. 45 manns sátu hádegisverðarfundinn.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.