Lögmannablaðið - 01.06.2013, Qupperneq 26
26 lÖgmannaBlaÐiÐ tBl 02/13
Aðsent efni
VAlGerðUr sÓlnes, AðstoðArMAðUr
HæstArÉttArDÓMArA:.
Bótagrundvöllur í
skaðabótamálum vegna
læknamistaka
Í dómi Hæstaréttar 21. febrúar 2013
í máli nr. 388/2012 var dæmt um
skaðabætur vegna læknamistaka úr
sjúklingatryggingu á grundvelli laga nr.
111/2000 um sjúklingatryggingu.
Ágreiningur um sama sakarefni hefur
ekki verið til úrlausnar fyrir Hæstarétti
áður.
Málsatvik voru þau að tjónþoli
taldi sig hafa orðið fyrir líkamstjóni
vegna ófullnægjandi skoðunar læknis
sem vitjaði tjónþola á heimili hans.
örfáum stundum eftir læknisskoðunina
var tjónþoli fluttur með sjúkrabifreið
á sjúkrahús þar sem hann dvaldi um
nokkurra vikna skeið vegna lungnabólgu
og hlaut hann heyrnaskerðingu og
heyrnatap í kjölfar veikindanna. í málinu
krafði tjónþolinn vátryggingafélag
um greiðslu bóta úr lögboðinni
sjúklingatryggingu vegna líkamstjóns
síns.
réttur til bóta úr
sjúklingatryggingu
kjarni málsins laut að úrlausn um það
hvort tjónsatvikið heyrði undir lög nr.
111/2000 og hvort sönnun hefði tekist
um að stofnast hefði til bótaskyldu
á grundvelli laganna við fyrrgreind
læknamistök.
Lög nr. 111/2000 tóku gildi 1. janúar
2001, en þau leystu af hólmi ákvæði um
slysatryggingar í þágildandi lögum nr.
117/1993 um almannatryggingar sem
vörðuðu sambærilegt efni. Lögin taka
til sjúklinga sem verða fyrir líkamlegu
eða geðrænu tjóni hér á landi og
eftir atvikum erlendis í tengslum við
rannsókn eða sjúkdómsmeðferð, við
læknisfræðilega tilraun eða líffæra
eða blóðgjöf á heilbrigðisstofnun eða í
sjúkraflutningum, sbr. 1. gr. samkvæmt
því eru það sjúklingar sem njóta verndar
laganna, en undir það hugtak heyra
notendur heilbrigðisþjónustu, sbr. 1.
mgr. 2. gr. laga nr. 74/1997 um réttindi
sjúklinga. í lögum nr. 111/2000 felst ekki
áskilnaður um að einstaklingur sé veikur
til að teljast sjúklingur og undir hugtakið
fellur einnig fóstur í móðurkviði, fæðist
það lifandi. sjúklingahugtak laganna
hefur því fremur rúma merkingu í
reynd.1 Bótaskyldir aðilar samkvæmt
lögunum eiga það sammerkt að þeim
er að meginreglu skylt að taka sérstaka
sjúklingatryggingu, sbr. 10. gr. Þær
heilbrigðisstofnanir sem ríkið á að
heild eða hluta eru þó undanþegnar
vátryggingaskyldu og bera þannig
bótaábyrgð á eigin áhættu, sbr. 11. gr.2
Þá er í lögunum mælt fyrir um hámark
bótafjárhæðar fyrir einstakt tjónsatvik
sem miðar við 5.000.000 krónur og að
tjón þurfi að lágmarki að hafa numið
50.000 krónum, en báðar fjárhæðir miða
við 1. janúar 2001 og breytast í samræmi
við vísitölu neysluverðs, sbr. 2. mgr. 5.
gr. Námu fjárhæðirnar 9.962.648 krónum
og 99.626 krónum 1. janúar 2013.
í 2. gr. laga nr. 111/2000 er tiltekið
að bætur samkvæmt lögunum skuli
greiða án tillits til þess hvort einhver
beri skaðabótaábyrgð samkvæmt reglum
skaðabótaréttarins, enda megi að öllum
líkindum rekja tjónið til einhvers af
þeim tilvikum sem rakin eru í fjórum
töluliðum ákvæðisins. Af reglunni leiðir
að slakað er á kröfum til sönnunar um
orsakatengsl milli atviks og bótaskylds
tjóns samkvæmt lögunum frá því sem
gildir samkvæmt almennum reglum
skaðabótaréttar.3
Með frumvarpi því sem síðar varð
að lögum nr. 111/2000 var ætlunin að
tryggja tjónþola víðtækari rétt á bótum
en hann átti samkvæmt almennum
skaðabótareglum og jafnframt gera
honum auðveldara að ná rétti sínum, því
að jafnaði átti sjúklingur sem varð fyrir
heilsutjóni af völdum læknismeðferðar
1. Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur. Bókaútgáfan Codex. reykjavík 2005, bls. 455; og Alþt.19992000, Adeild, bls. 4415 og
44214422.
2. samkvæmt 1. mgr. 14. gr. laga nr. 111/2000 annast sjúkratryggingastofnun sjúklingatryggingu vegna þeirra sem hafa nýtt sér heimild
11. gr. laganna til að kaupa ekki vátryggingu. sjúkratryggingastofnun var komið á fót með lögum nr. 112/2008 um sjúkratryggingu,
en fyrir gildistöku þeirra laga fór tryggingastofnun ríkisins með fyrrgreint hlutverk að lögum nr. 111/2000. Aðild að dómsmálum
þar sem til álita er ætluð bótaábyrgð heilbrigðisstofnana, sem eru að heild eða hluta í eigu ríkisins, á grundvelli laga nr. 111/2000er
sérstakt athugunarefni sem ekki verður vikið að hér.
3. Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls. 453454, 456 og 460; og Bo von eyben: Patientforsikring. Gad. kaupmannahöfn 1993,
bls. 83. til hliðsjónar, Aslak syse o.fl.: Pasientskaderett. Gyldendal akademisk. Osló 2011, bls. 248 og 277.