Lögmannablaðið - 01.06.2013, Qupperneq 27

Lögmannablaðið - 01.06.2013, Qupperneq 27
lÖgmannaBlaÐiÐ tBl 02/13 27 Aðsent efni eða í tengslum við hana ekki rétt á bótum eftir almennum reglum nema hann gæti sannað að tjónið yrði rakið til sakar annars manns.4 í athugasemdum með frumvarpinu kom meðal annars fram að rök fyrir úrræði sem tryggði sjúklingum víðtækari rétt til bóta en flestum öðrum tjónþolum væru meðal annars þau að sönnunarvandkvæði í þessum málaflokki væru oft meiri en á öðrum sviðum auk þess sem bótaréttur úr sjúklingatryggingu væri ekki háður því að unnt væri að sýna fram á persónulega ábyrgð læknis eða annars starfsmanns, sem aftur stuðlaði að víðtækari vitneskju um það sem betur mætti fara í heilbrigðiskerfinu. Gegn slíkum sérreglum væru einkum þau rök að óvíst væri um sanngirni þess að veita þessum tjónþolum forgang umfram aðra.5 minni kröfur til sönnunar Það eru einkum fjögur atriði sem greina reglur samkvæmt lögum nr. 111/2000 frá almennum reglum skaðabótaréttarins. í fyrsta lagi að kröfu úr sjúklingatryggingu samkvæmt lögunum verður einungis beint að þeim sem tryggðir eru með sjúklingavátryggingu hjá vátrygg­ ingafélagi eða þeim heilbrigðis stofnunum í ríkiseigu sem bera bótaábyrgð á eigin áhættu, sbr. 10. og 11. gr. í öðru lagi verða ekki greiddar hærri bætur úr sjúklingatryggingu en nemur lögbundnu hámarki fyrir einstakt tjónstilvik, sbr. 5. gr. í þriðja lagi verða skaðabætur ekki sóttar á grundvelli almennra reglna skaðabótaréttar vegna tilvika sem einnig heyra undir lögin, nema tjón hafi ekki fengist að fullu bætt vegna fyrirmæla laganna um hámarksbætur og þá einungis um það sem á vantar eftir reglum skaðabótaréttarins, sbr. 7. gr. reglum skaðabótaréttar er þannig vikið til hliðar að því leyti sem tjónþoli fær tjón sitt bætt samkvæmt lögunum.6 í fjórða lagi er sem fyrr greinir slakað á kröfum til sönnunar um orsakatengsl milli atviks og bótaskylds tjóns samkvæmt lögunum, sbr. 2. gr. dómur Hæstaréttar 21. febrúar 2013 Ágreiningur í máli nr. 388/2012 laut að því hvort tekist hefði sönnun um hvort tjónsatvik heyrði undir lög nr. 111/2000 og hvort sönnun hefði tekist um að stofnast hefði til bótaskyldu á grundvelli laganna við ætluð læknamistök. undir meðferð málsins í héraði var aflað undirmatsgerðar, þar sem komist var að niðurstöðu um að læknisskoðun umrætt sinn hefði ekki verið fullnægjandi í ljósi aðstæðna. undir það var tekið í dómi héraðsdóms, sem skipaður var sérfróðum meðdómendum, sem þó taldi að skilyrði um orsakatengsl milli læknisskoðunarinnar og líkamstjóns tjónþola væru ekki uppfyllt. hæstiréttur taldi á hinn bóginn að niðurstaða yfirmatsgerðar, sem aflað var eftir uppkvaðningu héraðsdóms, væri afdráttarlaus um að ítarlegri læknisskoðun hefði leitt til þess að tjónþola hefði verið vísað á sjúkrahús og meðferð hans flýtt og því væru orsakatengsl milli tjóns hans og hinnar ófullkomnu læknisskoðunar. Að virtum þeim matsgerðum sem aflað hefði verið taldi hæstiréttur að tjónþoli hefði axlað sönnunarbyrði samkvæmt 2. gr. laga nr. 111/2000, um að líklegra væri að tjón hans stafaði af rannsókn eða meðferð en öðrum orsökum, enda væri með ákvæðinu slakað á almennum kröfum um sönnun orsakatengsla í skaðabótarétti. Var krafa tjónþolans um skaðabætur úr sjúklingatryggingu því tekin til greina. rétturinn ekki sóttur í reynd? Af niðurstöðu hæstaréttar verður ráðið að tjónþola hafi í málinu tekist sönnun um að hann hafi hlotið líkamstjón af völdum læknamistaka, en óvíst er að sú sönnun hefði tekist ef málið hefði verið rekið á grundvelli almennra reglna skaðabótaréttarins, að öðrum atvikum óbreyttum. Þótt skaðabætur á grundvelli laga nr. 111/2000 séu bundnar við lögbundið hámark og að kröfum þar að lútandi sé einungis unnt að beina að vátryggingafélögum eða eftir atvikum sjúkratryggingastofnun fyrir hönd heilbrigðisstofnana í ríkiseigu, sbr. 1. mgr. 14. gr. laganna, er eftir sem áður um ríka hagsmuni tjónþola að ræða, enda er sönnunaraðstaða iðulega örðug og staða tjónþola, sjúklinga, aukin heldur í eðli sínu veik. í ársskýrslu sjúkratryggingastofnunar vegna ársins 2010 kemur fram að nokkuð beri á því að bæði almenningi og fagaðilum sé lítið kunnugt um gang sjúkratryggingamála hjá stofnuninni, sem megi að einhverju leyti rekja til þess að ekki hafi verið gert sérstakt átak nýverið til þess að kynna sjúkratryggingar fyrir almenningi. Þar kemur enn fremur fram að árið 2010 hafi verið fallist á bótaskyldu í 31 tilviki af alls 131 ákvörðun sem teknar voru í tilefni af tilkynningum sem bárust það árið á grundvelli laga nr. 111/2000. Þar af hafi 32 ákvarðanir verið kærðar til úrskurðarnefndar almannatrygginga. Þá er tiltekið að þetta sama ár hafi 51 tilkynning borist þeim fjórum vátryggjendum sem bjóði upp á sjúklingatryggingu samkvæmt 10. gr. laganna og hafi 40 þeirra verið afgreiddar á árinu, þar af hafi bótaskylda verið viðurkennd í 27 tilvikum. til hliðsjónar bárust embætti landlæknis 252 kvartanir vegna heilbrigðisþjónustu árið 2010 samkvæmt upplýsingum á vefsíðu embættisins. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir opinber skráning um tilkynningar um læknamistök hér á landi gefur augaleið að þetta eru ekki ýkja mörg tilvik, einkum þegar höfð er hliðsjón af því að samkvæmt vistunarskrá heilbrigðisstofnana voru alls 46.595 legur skráðar árið 2009 auk þess sem skráðar komur vegna heilbrigðisþjónustu utan legudeilda sjúkrahúsa voru 3.080.347 talsins sama ár, án þess að nokkuð verði fullyrt um nákvæman fjölda mistaka sem eiga sér stað ár hvert.7 Af dómaframkvæmd íslenskra dómstóla verður ráðið að kröfur um skaðabætur vegna læknamistaka eru 4. Alþt.1999­2000, A­deild, bls. 4415 og 4418. 5. Alþt.1999­2000, A­deild, bls. 4415 og 4419; og Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls. 453­454. 6. Alþt.1999­2000, A­deild, bls. 4427­4428; og Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls. 460. 7. Af vistunarskrá heilbrigðisstofnana verður ráðið að með hugtakinu „lega“ (e. discharge) sé átt við tilvik þar sem sjúklingur er innritaður á heilbrigðisstofnun og útskrifaður af henni.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.