Fréttablaðið - 02.02.2016, Síða 3
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 7 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 2 . f e b r ú a r 2 0 1 6
Fréttablaðið í dag
skoðun Bolli Héðinsson skrifar
um lyklavöld fyrir útgerðina og
bankana. 14-15
sport Alfreð fékk nýtt lið í nýju
landi í 27 ára afmælisgjöf. 14
Menning Magnað ljósaverk verður
á Hörpu í upphafi á Vetrarhátíðar.
20-22
lÍfið Páll Óskar Hjálmtýsson var
fenginn til að semja
afmælislag fyrir Söngva-
keppni sjónvarpsins og
kemur hann til með að
frumflytja lagið á sviðinu
í Háskólabíói
næstkomandi
laugardag. 48
plús 3 sérblöð
kJaraMál Ákvörðun kjararáðs um að
hækka laun dómara leiðir til þess að
eftirlaun 29 fyrrverandi dómara eða
maka fyrrverandi dómara hækka um
26 prósent.
Af úrskurði kjararáðs frá 17.
desember má ráða að ástæða launa-
hækkunar dómaranna sé annars
vegar auknar kröfur til dómara og
hins vegar nauðsyn þess að tryggja
fjárhagslegt sjálfstæði þeirra.
Tímabundnar álagsgreiðslur sem
dómarar fengu í kjölfar hrunsins voru
felldar inn í dagvinnulaun um ára-
mótin með sértækri ákvörðun kjara-
ráðs. Þótt dagvinnulaunin hafi með
því hækkað um 26 prósent hækkuðu
heildarlaun dómaranna í flestum til-
fellum þá í kringum 8 prósent – eftir
að hafa hækkað um 9,3 prósent í
almennri hækkun í nóvember eins og
hjá öðrum sem heyra undir kjararáð.
„Fram hefur komið að sífellt
flóknara laga- og viðskiptaum-
hverfi geri auknar kröfur til dómara
og fyrir dómstólum liggja flóknari
og umfangsmeiri mál en áður. Við
ákvörðun launakjara dómara verður
ekki litið fram hjá þessari staðreynd,“
segir kjararáð í úrskurði.
Einnig segir kjararáð nauðsynlegt
að taka tillit til þess að dómsvaldið
sé einn þriggja hornsteina ríkisvalds-
ins og það veiti löggjafar- og fram-
kvæmdar valdi aðhald.
Hvernig þessar tvær meginástæður
varða fyrrverandi dómara eða þá sem
þiggja lífeyri sem makar fyrrverandi
dómara blasir ef til vill ekki við. Þó
fá þeir úr þessum hópi sem völdu að
þiggja lífeyri á svokallaðri eftirmanns-
reglu þá 26 prósent hækkun sem nú
er orðin á dagvinnulaunum starfandi
dómara.
„Um var að ræða 7 flokka hækkun
eða rúmlega 26 prósent frá 1. janúar
2016,“ segir í svari frá LSR.
Haukur Hafsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins, segir það alltaf mat
lífeyrissjóðsins hvort það séu orðnar
það verulegar breytingar á störfum að
ekki sé lengur um sama starf að ræða.
„Í þessu tilviki metum við það sem
svo að þarna sé áfram um sama starf
að ræða þótt svo að það séu orðnar
talsverðar breytingar á umfangi starfs-
ins eins og því er lýst í úrskurði kjara-
ráðs,“ segir Haukur.
Aðspurður segir Haukur ekki dæmi
um viðlíka hækkun hjá öðrum skjól-
stæðingum LSR á síðasta ári. „Þetta
stendur verulega út úr,“ segir hann.
Samkvæmt upplýsingum frá líf-
eyrissjóðnum hækka heildargreiðslur
til þessa 29 manna hóps um tæpar
3,7 milljónir króna á mánuði, fara úr
tæpum 14 milljónum króna í nær 17,7
milljónir. Það gerir alls um 44 milljóna
króna hækkun á ársgrundvelli. – gar
Fyrrverandi dómarar fá 26% hækkun
Kjararáð hækkaði heildarlaun dómara sérstaklega umfram aðra í desember með vísan í aukið álag og nauðsyn þess að efla trúverðug-
leika dómstóla. Vegna þessa hækka eftirlaun 29 fyrrverandi dómara eða maka þeirra um 26 prósent. Eftirlaunin hækka um sjö flokka.
Götumarkaður
Lokadagur!
opið til 19
Munndreifitöflur
250 mg
Pinex®
Smelt
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
A
ct
av
is
5
1
1
0
7
2
Það hefur verið vetrarríki í höfuðborginni og víðar á landinu undanfarna daga. Kosturinn er sá að þá geta menn rennt sér í snjónum, hvort sem er á skíðum eða á snjóþotu. Arnarhóll er
sívinsæll staður fyrir þá sem vilja renna sér á þotu. Fréttablaðið/Vilhelm
l fólk l lÍfið l bÍlar
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
saMfélag Hópur fólks ætlar að
mótmæla skipulögðum fundi karla
sem er fyrirhugaður á laugardag við
Hallgrímskirkju.
Fundurinn er skipulagður af
Roosh Vorek sem gefur sig út fyrir
að kenna karlmönnum að komast
yfir konur og jafnvel beita þær kyn-
ferðisofbeldi.
Vorek hefur boðað fylgismenn
sína að styttu Leifs Eiríkssonar
næsta laugardag klukkan átta. Hann
hefur gefið út að hann vilji skipu-
leggja fjöldahreyfingar um allan
heim í kringum boðskap sinn. Hann
segist hafa skipulagt 43 fundi víða
um heim.
„Ef manni mislíkar eitthvað þýðir
ekki að standa aðgerðalaus hjá,“
segir Brynhildur Yrsa Guðmunds-
dóttir, einn skipuleggjanda mót-
mælanna. – kbg / sjá síðu 4
Boðskap Voreks
mótmælt
VelferðarMál Ódýrasti maturinn
fyrir eldri borgara á höfuðborgar-
svæðinu er í Reykjavík. Heimsendir
matarbakkar eru 35 prósent dýrari
í Kópavogi en í Reykjavík. Í Mos-
fellsbæ er dýrasta staka máltíðin.
Fréttablaðið fékk upplýsingar
um verð á mat í mötuneytum fyrir
eldri borgara, verð á heimsendum
matarbökkum og hversu oft væri
opið í mötuneytum sveitarfélaga
höfuðborgarsvæðisins.
„Allur matur handa eldri borg-
urum í Mosfellsbæ kemur úr mötu-
neyti Eirar. Það er hagkvæmni
fólgin í því. Langflestir sem nota
þjónustuna eru í föstu fæði og fá
máltíðina á 800 krónur en stök
máltíð kostar 1.200 krónur,“ segir
Valgerður Magnúsdóttir, forstöðu-
maður þjónustumiðstöðvar fyrir
eldri borgara. – ebg / sjá síðu 8
Máltíðin dýrust
í Mosfellsbæ
0
1
-0
2
-2
0
1
6
2
2
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
5
5
-D
D
D
4
1
8
5
5
-D
C
9
8
1
8
5
5
-D
B
5
C
1
8
5
5
-D
A
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
1
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K