Fréttablaðið - 02.02.2016, Side 4
HEILBRIGÐISMÁL Af þeim 855 ein-
staklingum sem farið hafa í aðgerð,
það er magahjáveitu og magaermi,
vegna offitutengdra sjúkdóma
á Íslandi frá árinu 2001 hafa um
20 prósent verið með sykursýki
af týpu 2. Nánast allir sykursýkis-
sjúklinganna, eða 78 prósent, hafa
losnað við sykursýkina, að sögn
Hjartar G. Gíslasonar, skurðlæknis
á Landspítalanum.
Hann segir þetta mikinn ávinn-
ing. „Sykursýki af týpu 2 er slæmur
sjúkdómur. Þótt sjúklingar fái
meðferð með lyfjum versnar sjúk-
dómurinn með tímanum. Þessir
sjúklingar lifa að meðaltali 17
árum skemur en þeir sem ekki eru
með þennan sjúkdóm.“
Að breyta mataræði og lífsstíl
hjálpar ekki til langframa ef menn
eru orðnir mjög stórir, að því er
Hjörtur greinir frá. „Hormóna- og
ónæmiskerfið sem situr í maga og
görn stýrir líkamsþyngdinni. Ef
menn hafa til dæmis lengi verið 30
kg yfir kjörþyngd vill skrokkurinn
vera þungur. Þetta hefur stimplast
inn í kerfið. Kerfið var mikilvægt
til að lifa af í gamla daga þegar það
komu harðir vetur án matar en nú
er alltaf til nóg af mat.“
Hjörtur segir að auðvitað sé hægt
að léttast um 30 kg með breyttum
lífsstíl. „En eftir eitt til tvö ár hefur
aðeins 1 til 2 prósentum af þeim
sem eru með sjúklega offitu tekist
að halda nýrri þyngd. Menn eru að
keppa við afar sterkt kerfi í sjálfum
líkamanum. Sykursýki af týpu 2
getur batnað til skamms tíma við
breyttan lífsstíl en það virkar næst-
um aldrei til langframa.“
Þegar valið er til aðgerða í dag er
frekar einblínt á hvort sjúklingar
eru með offitutengda sjúkdóma,
heldur en eingöngu þyngdar-
stuðul. „Nú er talað um aðgerðir
vegna offitutengdra sjúkdóma, eins
og með vömb og kviðarholsfitu,
háþrýsting, háar blóðfitur, kæfi-
svefn og sykursýki af týpu 2. Viku
eftir þessar aðgerðir sjáum við
að sykursýkin er nánast farin hjá
flestum sjúklinganna. Við aðrar
aðgerðir sem virka öðruvísi fer syk-
ursýkin þegar þyngdin fer niður.“
Kostirnir við aðgerðirnar eru
bætt líðan þegar einstaklingar hafa
lést og þeim skánað af sjúkdómum.
Aðgerðirnar geta hins vegar haft
fylgikvilla sem geta verið margvís-
legir. Hjörtur segir að vega þurfi
og meta plúsa og mínusa þegar
aðgerð er íhuguð. „Þessar aðgerðir
á Landspítalanum hafa sýnt að
sjúklingarnir eru að léttast veru-
lega til langframa.“
Aðgerðirnar eru gerðar í sam-
vinnu við Reykjalund og Kristnes,
að því er Hjörtur greinir frá.
ibs@frettabladid.is
Losna við sykursýki
viku eftir aðgerðina
78 prósent sjúklinga með sykursýki af týpu 2 losnuðu við sjúkdóminn í aðgerð
vegna offitutengdra sjúkdóma. Þegar valið er til aðgerða í dag er frekar einblínt
á hvort sjúklingar eru með offitutengda sjúkdóma, heldur en eingöngu á þyngd.
En eftir eitt til tvö ár
hefur aðeins 1 til 2
prósentum af þeim sem eru
með sjúklega offitu tekist að
halda nýrri
þyngd.
Hjörtur G. Gíslason,
skurðlæknir á Land-
spítalanum.
Ládeyða yfir Lagarfossi
„Það er verið að reyna að teygja og toga á þessu. Menn eru tvístígandi, hvort það verði farið í einhvern lokafasa eða hvort það slitni bara upp úr þessu,“
sagði Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Lítið var að frétta af kjaradeilum vélstjóra og skipstjórnarmanna við
Samtök atvinnulífsins þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Og ýmislegt sem benti til að flutningaskip Eimskips og Samskips yrðu kyrrsett.
Fréttablaðið/Vilhelm
Vömb getur verið hættuleg heilsunni og valdið offitutengdum sjúkdómum.
NOrDiCPhOtO/GettY
Í dag stefnir í norðlæga átt 5-13 m/s
og stöku él fyrir norðan og austan
og er því útlit fyrir mun skaplegra
veður þar heldur en var í dag. Sunn-
anlands verður að mestu áfram fal-
legt og bjart vetrarveður. SjÁ SíÐu 18
Ragnhildur
Helgadóttir
lögfræðingur,
fyrrverandi
alþingis-
maður og
ráðherra, lést
síðastliðinn
föstudag, 85 ára að aldri, eftir
stutta sjúkdómslegu.
Ragnhildur var á lista Sjálf-
stæðisflokksins við alþingis-
kosningar 1953 og aftur 1956
þegar hún var kjörin á þing ein
kvenna þá 26 ára gömul. Ragn-
hildur var önnur konan hér á
landi til að gegna ráðherraemb-
ætti og fyrst kvenna til að gegna
embætti menntamálaráðherra
(1983–1985) og embætti heil-
brigðis- og tryggingamálaráð-
herra (1985–1987).
Ragnhildur
Helgadóttir
látin
VIÐSkIptI Neytendastofa hefur
lagt dagsektir á Boltabarinn ehf.,
sem rekur Loftið, þar til fyrirtækið
hefur farið að ákvörðun um nafna-
breytingu.
Í desember 2014 var Boltabarnum
ehf. bönnuð notkun heitisins Loftið
þar sem það væri til þess fallið að
valda ruglingshættu við auðkenni
Loft Bar sem rekinn er af Farfuglum
ses.
Ákvörðun Neytendastofu var
staðfest með úrskurði áfrýjunar-
nefndar neytendamála í október
síðastliðnum að því leyti að Bolta-
barnum ehf. væri bannað að nota
auðkennið Loftið í núverandi
mynd.
Þar sem Boltabarinn hefur enn
ekki farið að ákvörðun Neytenda-
stofu og úrskurði áfrýjunarnefndar
lagði Neytendastofa dagsektir á Bol-
tabarinn ehf. að fjárhæð 50 þúsund
krónur á dag þar til fyrirtækið gerir
viðeigandi ráðstafanir. – sg
Sekta eigendur
Loftsins
NoRÐuR-kóREa Norður-kóreska
ríkið segir Vesturlönd veruleika-
firrt og sakar þau um að neita að
viðurkenna kjarnorkumátt Norður-
Kóreu í yfirlýsingu sem ríkisstjórnin
sendi frá sér í gær.
Þá segir enn fremur að ríkið sé
fært um að varpa kjarnorkusprengj-
um á Bandaríkin.
Í upphafi mánaðar prófuðu
Norður-Kóreumenn vetnissprengju
í fyrsta sinn en slík sprengja er mun
öflugri en kjarnorkusprengja. Í til-
kynningunni segir að engin þörf
hafi verið á því.
Norður-Kórea hafi rætt við
Bandaríkjamenn um að ef Banda-
ríkin myndu slaka á viðskiptaþving-
unum myndi ríkið fresta öllum
kjarnorkusprengjuprófunum. Af
því varð hins vegar ekki að sögn
norðurkóreska ríkisins.
Aftur á móti hertu Bandaríkja-
menn hins vegar viðskiptaþvinganir
sínar fyrr í mánuðinum. – þea
Segja Vesturlönd
veruleikafirrt
2 . f E B R ú a R 2 0 1 6 Þ R I Ð j u D a G u R2 f R é t t I R ∙ f R é t t a B L a Ð I Ð
0
1
-0
2
-2
0
1
6
2
2
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
5
5
-E
2
C
4
1
8
5
5
-E
1
8
8
1
8
5
5
-E
0
4
C
1
8
5
5
-D
F
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
1
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K