Fréttablaðið - 02.02.2016, Page 6

Fréttablaðið - 02.02.2016, Page 6
Þeir óttast að svona mikill straumur af flóttafólki gæti raskað jafnvæginu í samfélaginu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Frá kr. 105.900 m/allt innifalið TENERIFE 9. febrúar í 7 nætur Netverð á mann frá kr. 105.900 m.v. 2 í stúdíó.Tamaimo Tropical SÉRTILBOÐ Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir á sk ilja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra. Dómsmál Fjárveitingar Alþingis vegna þjónustu göngudeildar SÁÁ hafa ekki skilað sér að mati sam- takanna. SÁÁ hefur stefnt ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna meintra vanefnda Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á samningi sem gerður var í desember 2012 um þjónustu göngu- deildarinnar. „Fjárveitingar frá Alþingi til SÁÁ taka mið af þessum samningi sem ráð- herra hefur staðfest en með honum var gert ráð fyrir 43 milljóna króna árlegri greiðslu til þeirrar þjónustu SÁÁ sem þar er kveðið á um,“ segir í umfjöllun SÁÁ. „Frá því samningur- inn tók gildi hefur hlutur SÍ í rekstrar- kostnaði hins vegar minnkað úr 43 milljónum króna árið fyrir gildistöku samningsins, í 27 milljónir króna árið 2013, í 17 milljónir króna árið 2014 og í núll krónur árið 2015.“ Fram kemur að á síðasta ári hafi rekstrarkostnaður göngudeildar- innar numið 76 milljónum króna. „Vegna deilunnar við Sjúkratryggingar Íslands greiðir SÁÁ niður með sjálfs- aflafé sínu þann hluta af kostnaðinum sem greiða ætti með framlagi Sjúkra- trygginga. SÁÁ axlar þær byrðar að svo stöddu en hins vegar er ljóst að samtökin munu ekki til lengdar geta staðið undir óbreyttum göngudeildar- rekstri á eigin kostnað.“ Framtíð göngudeildarþjónustunn- ar er sögð ráðast af framgangi dóms- málsins. Til þess hafi verið höfðað eftir árangurslausar innheimtutil- raunir. SÁÁ býst við að aðalmeðferð í málinu fari fram á næstu vikum, en næsta fyrirtaka í málinu er 18. þessa mánaðar. – óká SÁÁ slæst við SÍ fyrir héraðsdómi Reykjavík Hópur fólks ætlar að mótmæla skipulögðum fundi karla sem er fyrirhugaður á laugardag við Hallgrímskirkju. Fundurinn er skipulagður af Roosh Vorek sem gefur sig út fyrir að kenna karlmönnum að komast yfir konur og jafnvel beita þær kyn- ferðisofbeldi. Hann hefur boðað fylgismenn sína að styttu Leifs Eiríkssonar næsta laugardag klukk- an átta. Hann hefur gefið út að hann vilji skipuleggja fjöldahreyfingar um allan heim í kringum boðskap sinn. Hann segist hafa skipulagt 43 fundi víða um heim. Sjálfur segist hann verða viðstaddur viðlíka fund í Washington. Þetta kemur fram á síðu hans, rooshv.com. „Eins og ég sé þetta, þá getur alls kyns óþverri fengið að þrífast hér á landi ef fólk stendur aðgerðalaust hjá. Ef manni mislíkar eitthvað þýðir ekki að standa aðgerðalaus hjá,“ segir Brynhildur Yrsa Guð- mundsdóttir einn skipuleggjanda mótmælanna. Roosh Vorek hefur gefið út að í einhverjum tilvikum verði skipt um fundarstað. Brynhildur Yrsa segir að þrátt fyrir að karlarnir fundi annars staðar skipti mótmælin máli. „Okkur langar að sjá ofbeldis- lausar aðgerðir – meira af léttleika og gríni. Við erum ekki komnar svo langt að hugsa um að elta á staðinn vegna þess að, eins bjartsýnar og við erum í eðli okkar, sjáum við fyrir okkur að stór hópur fólks á Hall- grímskirkjutorgi hafi fælingarmátt. Ef skipt verður um fundarstað og við fáum fregnir af því munum við að sjálfsögðu beina hópnum þangað.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu veit af fyrirhuguðum fundi og ætlar að fylgjast með atburðarás- inni. Roosh hefur komið til Íslands, það var árið 2011 og gortaði hann í framhaldinu í rafbók sinni Bang Iceland af því að hafa átt mök við konu sem samkvæmt bandarískum lögum yrðu skilgreind sem nauðg- un. Í bókinni fjallar hann um það hvernig best sé fyrir ferðamenn að sænga hjá íslenskum konum sem hann lýsir sem lauslátum yfir meðallagi og ótrúlega lauslátum „þegar búið er að hella þær fullar og einangra þær“. Á heimasíðu sinni leiðbeinir hann fylgismönnum sínum um fundinn og ráðleggur þeim að ef femínistar mæti þá skuli þeir taka af þeim myndir og senda sér svo hægt sé að rífa þær niður. Í júlí á síðasta ári urðu nokkrir mótmælendur í Kanada fyrir hót- unum frá fylgismönnum Roosh og var hótað líkamsmeiðingum og nauðgunum. Þá söfnuðust 46.000 undirskriftir gegn komu hans til Kanada. kristjanabjorg@frettabladid.is Mótmæla fundi manns sem hvetur karlmenn til nauðgana Hópur fólks hefur boðað komu sína að styttu Leifs Eiríkssonar við Hallgrímskirkju og ætlar að mótmæla fyrirhuguðum fundi fylgismanna Roosh Vorek. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fylgist með fundinum. Brynhildur Yrsa hefur ásamt fleirum efnt til mótmæla á laugardag gegn skipulögðum fundi manns sem hvetur til nauðgana. FréttaBlaðið/Ernir SÁÁ segir að áður en samið var í desember 2012 hafi verið rekin meðferð fyrir sjúkratryggða án árekstra við stjórnsýslu og fjárveitingarvald. FréttaBlaðið/HEiða viðskipti Bílaumboðið Brimborg hefur fengið byggingarrétt á 14 þús- und fermetra lóð í Hádegismóum við Rauðavatn. Fram kom á fundi borgarráðs í síðustu viku þar sem úthlutunin var samþykkt að ef Brimborg staðgreiðir lóðina fær fyrirtækið 7 prósenta afslátt og söluverðið verður þá rúmar 228 milljónir króna. Eftir hrunið 2008 vildi Brimborg skila Reykjavíkurborg lóð á Esjumel- um sem fyrirtækið hafði borgað 136 milljónir króna fyrir í gatnagerðar- gjöld en borgin féllst ekki á það. Brim- borg stefndi þá borginni en fyrirtækið tapaði því máli fyrir Hæstarétti. – gar Brimborg fær Rauðavatnslóð Höfuðstöðvar Brimborgar eru nú á Ártúnshöfða. FréttaBlaðið/StEFÁn þjónusta „Má líkja ákvörðun sem þessari við það að enn einn nagl- inn sé rekinn í líkkistu dreifbýlis á landsbyggðinni,“ segir sveitarstjórn Strandabyggðar. Sveitastjórnin fordæmir ákvörð- un Íslandspóst um að fækka útburðardögum pósts í dreifbýli um helming. Sveitarstjórnin segir að eftir breytingu á reglugerð í október geti Íslandspóstur fækkað dreifingar- dögunum. Skorar sveitarstjórnin á forsvarsmenn Íslandspósts að hætta við að skerða póstdreifinguna í sveitum. – gar Einn naglinn í líkkistuna enn stjóRnmál „Það er óhætt að segja að þetta hefur mikil áhrif á samfé- lagið hér,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í Reykjavík síðdegis um flóttamannabúðir sem hann heimsótti í Líbanon í gær. „Þetta er ekki stórt land, það er álíka stórt og Norður-Múlasýsla ef ég man rétt en hér er gríðarlegur fjöldi flóttamanna. Flóttamenn sem hafa verið að koma frá Sýrlandi vegna stríðsins þar en líka mikill fjöldi palestínskra flóttamanna sem hafa búið hér jafnvel kynslóð eftir kynslóð allt frá árinu 1948.“ Nærri tvær milljónir sýrlenskra flóttamanna voru í flóttamanna- búðum í Líbanon í desember í fyrra. Sigmundur segir þetta skapa mikið álag fyrir stjórnvöld í Líbanon. „Þeir óttast að svona mikill straumur af flóttafólki gæti raskað jafnvæginu í samfélaginu. Þetta getur líka raskað hlutfallinu á milli þjóðfélagshópa. Kristnir voru hér í meirihluta og auk þess hafa sjía- múslimar og súnní-múslimar oft átt erfitt í sinni sambúð. Allir þessir hópar vilja gjarnan viðhalda jafn- vægi sem að þrátt fyrir allt hefur náðst núna og óttast þess vegna áhrifin af þessum óróa og stríðum í nágrannalöndunum,“ sagði Sig- mundur. Hann átti meðal annars fund með framkvæmdastjóra Rauða krossins í Líbanon auk forsætisráðherra Líbanons. „Allir voru meðvitaðir um Milljónir strandaglópa í landi sem er tíund af stærð Íslands Sigmundur kannaði aðstæður flótta- manna í líbanon. MYnd/ForSætiSrÁðunEYtið áherslur Íslands í þessum málum og mér fannst þeir taka afdráttar- laust undir að það ætti að nálgast hlutina á heildstæðan hátt eins og við Íslendingar höfum reynt að gera. Það er að segja að styðja við löndin hér í kring, gera mönnum kleift að búa hér í flóttamannabúðunum við sæmilegt öryggi en að geta þá frekar tekið við þeim beint héðan sem eru raunverulegir flóttamenn sem geta ekki snúið aftur,“ sagði hann. Eftir för sína til Líbanon heldur Sigmundur til London til að funda með þjóðarleiðtogum í Evrópu um ástandið í Sýrlandi. – srs 2 . f e b R ú a R 2 0 1 6 þ R i ð j u D a G u R4 f R é t t i R ∙ f R é t t a b l a ð i ð 0 1 -0 2 -2 0 1 6 2 2 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 5 5 -F 6 8 4 1 8 5 5 -F 5 4 8 1 8 5 5 -F 4 0 C 1 8 5 5 -F 2 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.