Fréttablaðið - 02.02.2016, Side 12

Fréttablaðið - 02.02.2016, Side 12
www.versdagsins.is Styrkist í Drottni og krafti máttar hans... Kjaramál Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) skrifar ekki undir kjarasamn- ing við sveitarfélögin þar sem svo- nefnt SALEK-samkomulag er með sem fylgiskjal, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. Félagsdómur vísaði fyrir helgi frá máli verkalýðsfélagsins á hendur Sambandi íslenskra sveitarfé- laga þar sem þess var krafist að SALEK- samkomulagið yrði ekki hluti af kjara- samningi félaganna. Boðað hefur verið til samningafund- ar í kjaradeilu VLFA og sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi í dag, en þar segir Vilhjálmur koma í ljós hvort sveitarfélögin standi enn við þá kröfu sína að nýjum kjarasamningi fylgi viðauki um SALEK-samkomulagið. Fari svo sé einboðið að vísa deilunni til almennra dómstóla. „Grundvallaratriðið er að ef við myndum samþykkja þetta ramma- samkomulag með kjarasamningnum hjá okkur, þá er það orðið ígildi kjara- samnings,“ segir hann. SALEK-sam- komulagið geri svo ráð fyrir að launa- breytingar í öðrum kjarasamningum, sem félagið eigi eftir að gera, verði með þeim hætti sem kveðið er á um í sam- komulaginu. „Og við getum ekkert fallist á það að við ákveðum í þessum samningi hvernig við göngum frá öðrum kjara- samningum sem við eigum eftir að gera. Það bara stenst enga skoðun.“ Vilhjálmur segir að fyrir Félagsdómi hafi Samband íslenskra sveitarfélaga breytt „algjörlega um kúrs“ og sagt SALEK ekki vera skuldbindandi, þótt félagið hafi lagt fyrir dóminn gögn um annað. Standi sú stefnubreyting komi ekkert í vegi fyrir undirritun samninga. „Nei, nei, þetta er orðið þýðingar- laust plagg af þeirra hálfu, bara einhver markmið og annað slíkt.“ – óká Deilan um SALEK gæti endað fyrir héraðsdómi ÍraK Sameinuðu þjóðirnar hafa óskað formlega eftir andvirði um 112 milljarða króna frá aðildarríkjum til mannúðaraðstoðar í Írak. Sameinuðu þjóðirnar vilja nýta peninginn til að bregðast við vaxandi vanda í landinu vegna stríðsins við DAISH-samtökin, sem kenna sig við íslamskt ríki. Tekjur írakska ríkisins hafa hríð- fallið undanfarið með lækkandi olíuverði og segja yfirvöld þar í landi að þau geti ekki fjármagnað nema helming þeirrar aðstoðar sem þörf er á í landinu. Um tíu milljónir Íraka búa nú við mikinn skort. – þea SÞ vilja fá 112 milljarða króna mjanmar Eitt fyrsta verk nýkjörins þings í Mjanmar, sem einnig hefur verið nefnt Búrma, verður að kjósa nýjan forseta til næstu fimm ára. Herinn hefur farið að mestu með öll völd í landinu frá árinu 1960 þangað til kosið var til þings í nóvember síðastliðnum. Þá vann Lýðræðisfylk- ingin, flokkur Nóbelsverðlaunahafans Aung San Suu Kyi, yfirburðasigur. Þetta tryggir að ekki verður hægt að velja forseta nema með stuðningi flokksins. Herinn fékk sjálfkrafa 25 prósent þingsæta, vegna stjórnar- skrárákvæðis þar um, en Lýðræðis- fylkingin er með öruggan meirihluta í báðum deildum þingsins. Aung San Suu Kyi getur hins vegar ekki orðið forseti vegna þess að hún á tvo fullorðna syni sem báðir eru breskir ríkisborgarar eins og faðir þeirra var, en hann lést árið 1999. Samkvæmt stjórnarskrá landsins mega forseti landsins, maki hans eða afkomendur, ekki vera erlendir ríkis- borgarar. Suu Kyi ræddi ekkert við blaða- menn á fyrsta degi þingsins, en hún hefur áður sagt að sjálf muni hún fara með stjórn landsins í reynd á kjörtímabilinu þótt hún geti ekki orðið forseti. Vegna þingmeirihluta flokksins muni hún í reynd standa ofar forsetanum að völdum: „Ég mun taka allar ákvarðanirnar,“ sagði hún í viðtali við breska útvarpið BBC í nóvember. Búist er við að á allra næstu vikum muni hún skýra frá því, hver verði for- setaefni flokksins. Herforinginn Thein Sein hefur verið forseti frá árinu 2011, en hann er talinn hafa átt stóran þátt í þeirri lýðræðisþróun sem orðið hefur eftir að hann tók við. Hann lætur form- lega af embætti 1. mars næstkom- andi. Suu Kyi vann stórsigur ásamt flokki sínum í þingkosningum árið 1990, en herforingjastjórnin tók ekki mark á niðurstöðum þeirra kosninga. Hún sat eftir það í stofu- fangelsi meira og minna til ársins 2010, með nokkrum hléum þó en samtals í fimmtán ár. Flestir þingmennirnir eru að setj- ast á þing í fyrsta sinn. AFP fréttastofan ræddi við einn þeirra, Nyein Thit, sem situr á þingi fyrir Lýðræðisfylkinguna: „Við Suu Kyi komin til valda í Mjanmar Tímamót urðu í Mjanmar í gær þegar nýtt þing kom saman. Friðarverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi stjórnar þar langstærsta flokkn- um, eftir að hafa áratugum saman barist gegn herforingjastjórninni. Fæstir kjörnu þingmannanna hafa setið sem þingmenn áður. Aung San Suu Kyi mætti til fyrsta þingfundar í gær ásamt hundruðum annarra þingmanna. Flokkur Suu Kyi mun hafa mikinn meirihluta á þinginu eftir kosningar sem fóru fram í nóvember. FréttAblAðið/EPA Við höfum gengið í gegnum miklar þjáningar en nú sjáum við niðurstöðuna og ávöxtinn af þjáningum okkar. Þetta er falleg byrjun. U Win Htein, talsmaður Lýðræðisfylkingarinnar Þjóðþingið 224 þingmenn sitja í efri deild. Þar af 135, eða 60 prósent, fyrir Lýðræðis- fylkinguna. 440 þingmenn sitja í neðri deild. Þar af 255, eða 58 prósent, fyrir Lýð- ræðisfylkinguna. Ef við myndum samþykkja þetta rammasamkomulag með kjarasamningnum hjá okkur, þá er það orðið ígildi kjarasamnings. Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA Hvað er SALEK? Skammstöfunin SALEK stendur fyrir „samstarf um launaupplýs- ingar og efnahagsforsendur kjara- samninga“ og er afrakstur úttektar sem félög vinnumarkaðarins gerðu á umhverfi kjarasamninga á hinum Norðurlöndunum, þar sem áhersla var lögð á heildarendur- skoðun samningalíkansins. munum vinna að mannréttindum og lýðræði ásamt friði,“ sagði hann. „Við höfum verið að berjast fyrir lýðræði frá árinu 1988,“ hefur breska dagblaðið eftir U Win Htein, tals- manni flokksins. „Við höfum gengið í gegnum miklar þjáningar en nú sjáum við niðurstöðuna og ávöxtinn af þjáningum okkar. Þetta er falleg byrjun.“ gudsteinn@frettabladid.is Frá Akranesi. Verkalýðsfélagið á staðnum skrifar ekki undir kjarasamninginn þar sem Salek er í fylgisskjali. FréttAblAðið/GVA 2 . f e b r ú a r 2 0 1 6 Þ r I Ð j U D a G U r10 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a Ð I Ð 0 1 -0 2 -2 0 1 6 2 2 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 5 5 -C A 1 4 1 8 5 5 -C 8 D 8 1 8 5 5 -C 7 9 C 1 8 5 5 -C 6 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.