Fréttablaðið - 02.02.2016, Side 14
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Ólafur Teitur
Guðnason
upplýsingafulltrúi
Rio Tinto Alcan á
Íslandi
Á þrettándanum afþökkuðu viðsemjendur ISAL tilboð fyrirtækisins um 24% launa-hækkun út árið 2019, viðbótarhækkanir í
samræmi við SALEK-endurskoðunina, nýja bónusa
sem gátu gefið allt að 8% launahækkun til viðbótar,
og eingreiðslu vegna ársins 2015.
Þegar viðræðurnar hófust voru dagvinnulaun
verkamanna hjá ISAL 25% yfir landsmeðaltali.
Skyldi því engan undra að við samningaborðið
var fullkomin sátt um launin.
Verkalýðsfélögin gátu hins vegar ekki samþykkt
að slakað yrði á hömlum varðandi útvistun og verk-
töku, sem eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi.
ISAL er eina fyrirtækið á Íslandi með kjarasamn-
ing sem kveður á um að allir sem stíga fæti inn á
svæðið skuli fá sömu laun og starfsmenn fyrir-
tækisins.
Þú last rétt: Kjarasamningur ISAL gildir ekki bara
um starfsmenn fyrirtækisins heldur líka um starfs-
menn annarra fyrirtækja.
Þessu til viðbótar er ISAL eina fyrirtækið á Íslandi
sem má ekki bjóða út rekstur mötuneytis.
ISAL er eina fyrirtækið á Íslandi sem má ekki
bjóða út hliðvörslu og öryggisgæslu.
ISAL er eina fyrirtækið á Íslandi sem þarf sérstakt
leyfi aðaltrúnaðarmanns fyrir nánast hverju einasta
viðviki sem iðnaðarmenn á vegum annarra fyrir-
tækja sinna á svæðinu, hversu lítilfjörlegt sem það
er.
Þótt ótrúlegt megi virðast hefur enginn fjölmiðill
beðið verkalýðsfélögin um að nefna hvaða önnur
fyrirtæki búa við slík skilyrði.
Látið hefur verið í veðri vaka að kjaraviðræðurnar
hjá ISAL einkennist af því, að fyrirtækið vilji ekki
lúta lögmálum íslensks vinnumarkaðar. Þetta eru
eins mikil öfugmæli og hugsast getur, því viðræð-
urnar strönduðu einmitt á því, að ISAL vill fá að
starfa eftir almennum leikreglum á Íslandi.
Það vildu verkalýðsfélögin ekki samþykkja. Og
fyrir þann sérstaka málstað fórnuðu þau meira en
fjórðungshækkun ofan á laun sem þegar voru fjórð-
ungi yfir markaðslaunum.
Að sitja við sama borð
Viðræðurnar
strönduðu á
því, að ISAL
vill fá að
starfa eftir
almennum
leikreglum á
Íslandi.
NÝTT OG
BETRA APP
Smelltu þér á Fréttablaðsappið
og lestu blaðið í símanum
eða spjaldtölvunni hvar og
hvenær sem er.
Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum
Það er gríðarlega mikilvægt að styrkja inn-viði heilbrigðiskerfis, menntakerfis og félagslega kerfisins til þess að sporna við fjölgun [öryrkja],“ sagði Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins í föstu-dagsviðtali Fréttablaðsins fyrir helgi. Þar
ræddi hún um fjölgun öryrkja, en nýlega var sagt frá
því að öryrkjum hefði fjölgað um 29 prósent frá árinu
2005. Ellen sagði fjölgunina náttúrulega, í takti við
fólksfjölgun. Það væri hins vegar hvorki hagur Öryrkja-
bandalagsins né samfélagsins að öryrkjum fjölgaði sér-
staklega. „Það er forgangsröðun fjármuna sem veldur
fjölgun örorkulífeyrisþega.“
Þeim hefur sem sagt fjölgað verulega sem hafa skerta
starfsorku og þurfa því að reiða sig á framfærslu ríkis-
ins. Það er miður, ekki aðeins fyrir samfélagið heldur
fyrst og fremst fyrir einstaklingana sjálfa. Flestir vilja
vera virkir þátttakendur í samfélaginu og félagsleg áhrif
þess að vera útilokaður frá vinnumarkaði eru gríðarleg.
Ellen segir í viðtalinu að kerfið sé vinnuletjandi,
vinnumarkaðurinn ekki nægilega sveigjanlegur, kjara-
skerðingar of miklar og öryrkjum séu sett mörk á öllum
mögulegum stöðum.
Niðurstöðu nefndar sem unnið hefur að heildar-
endurskoðun almannatryggingakerfisins, sem sett
var á laggirnar af Pétri heitnum Blöndal, þáverandi
þingmanni Sjálfstæðisflokksins, er beðið með eftir-
væntingu. Vinna nefndarinnar miðaði að því að horfið
yrði frá kerfi örorkumats og tekið upp starfsgetumat
í staðinn. Vonast var til að nefndin myndi skila af sér
niðurstöðum sínum fyrir áramót en svo varð ekki.
Nýr formaður nefndarinnar, Þorsteinn Sæmundsson,
þingmaður Framsóknarflokksins, segir tillögurnar muni
gera öryrkjum og ellilífeyrisþegum auðveldara að starfa.
Ellilífeyrisþegar verði þá virkir lengur á vinnumarkaði
og þeir sem hafa skerta starfsgetu sæki í að vinna. „Það
þarf samræmt átak mjög margra ef þetta á að geta orðið
að veruleika,“ segir Þorsteinn. Ríki, sveitarfélög og
almennur vinnumarkaður þurfi til að mynda að bjóða
þessum þjóðfélagshópum upp á hlutastörf.
Nefndin hefur verið við störf í á þriðja ár. Gert er
ráð fyrir að breytingarnar verði kostnaðarsamar, til að
byrja með að minnsta kosti. Kerfið sjálft sem og vinnu-
markaðurinn mun þurfa tíma til að aðlagast.
Málaflokkurinn er á forræði félagsmálaráðherra,
sem hefur átt í vök að verjast með frumvörp sín um
breytingar á húsnæðismálakerfinu sem ráðherrann
hefur lagt mikla áherslu á að komist til framkvæmda.
Illa hefur gengið hjá ráðherra að fá málið í gegnum
ríkisstjórn og andstaða samstarfsflokksins á þingi er
fyrirsjáanleg. Því er hætt við að önnur stór barátta, sem
er dýr og mun taka einhvern tíma að borga sig gæti
orðið erfið fyrir félagsmálaráðherra. Sérstaklega stuttu
fyrir kosningar.
Það er mikil þörf á því að gera fólki í meiri mæli kleift
að hjálpa sér sjálft. Að veita því aðstoð við að komast
áfram á eigin verðleikum. Sama þó vegalengdin verði
stutt.
Orka og geta
Flestir vilja
vera virkir
þátttakendur
í samfélaginu
og félagsleg
áhrif þess
að vera úti-
lokaður frá
vinnumarkaði
eru gríðarleg.
Trudeau og séra Trudeau
Margir fögnuðu þeim gleði-
tíðindum að Ísland hefði tekið
á móti sýrlenskum flóttafjöl-
skyldum á dögunum. Ráða-
menn tóku á móti fólkinu að
fjölmiðlum viðstöddum fyrr í
mánuðinum. Sumir tóku sig til
og gagnrýndu forsætisráðherra
fyrir að notfæra sér aðstæður
þessa fólks í pólitískum tilgangi.
Nú heyrast sömu raddir vegna
ferðar hans til flóttamanna-
búða í Líbanon. Skemmst er
að minnast þegar fjölmargir
Íslendingar deildu myndbandi
af Justin Trudeau, forsætisráð-
herra Kanada, þar sem hann tók
á móti flóttafólki þar í landi og
óskuðu sér að Ísland ætti slíkan
forsætisráðherra. Hér er mikill
tvískinnungur á meðal ýmissa
netverja en ráðamenn hér á
landi eiga hrós skilið fyrir að
veita flóttafólki hlýja móttökur
líkt og kollegi þeirra Trudeau.
Siglt beint inn í ESB?
Umræðan um aðild Íslands að
ESB hefur verið svokallað „non-
issue“ undanfarna mánuði.
Margir spá því að málefnið sé
alveg dautt. Hins vegar er áhuga-
vert a sjá í nýrri skoðanakönnun
Gallup og Já Ísland að 66 pró-
sent Pírata vilja halda viðræðum
áfram og 67 prósent þeirra eru
hlynnt aðild. Ef fylgi Pírata
heldur áfram á siglingu gæti svo
gerst að Ísland sigli beint inn í
ESB. stefanrafn@frettabladid.is
2 . f e b r ú a r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D a G U r12 s k o Ð U n ∙ f r É T T a b L a Ð I Ð
SKOÐUN
0
1
-0
2
-2
0
1
6
2
2
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
_
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
5
5
-D
8
E
4
1
8
5
5
-D
7
A
8
1
8
5
5
-D
6
6
C
1
8
5
5
-D
5
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
1
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K